Sigurinn kostaði Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englendinga, starf sitt en tryggir okkar mönnum leik gegn Frökkum í átta liða úrslitum í París á sunnudag.
Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil í leikslok í gær en einn áhorfandi náði þessu myndskeiði af landsliðsmönnum Íslands að fagna með vinum og fjölskyldu í stúkunni eftir leikinn.
Ekta gæsahúðarmyndband sem óhætt er að mæla með fyrir þá sem fá ekki nóg af sigurvímunni.