Dumas vann Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 15:11 Romain Dumas sigurreyfur á toppi Pikes Peak. Aðeins viku eftir að Frakkinn Romain Dumas vann 24 tíma þolaksturinn í Le Mans náði hann einnig að vinna brekkuklifurkeppnina Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Hann ók rafmagnsbílnum Honda Drive eO PP03 upp 20 kílómetra leiðina upp fjallið á 8 mínútum og 51,4 sekúndum og var 5 sekúndum fljótari en Rhys Millen, sem einnig ók rafdrifnum bíl. Meðalhraði hans á leiðinni var 130,8 km/klst. Þetta var annar sigur Romain Dumas í Pikes Peak keppninni, en hann vann hana einnig fyrir tveimur árum. Dumas sagðist hafa ekið mjög djarflega á fyrstu tveimur þriðju leiðarinnar og lagt grunninn að sigri sínum þar, en á síðasta þriðjungnum hafi hann farið mun varlegar þar sem ökumönnum hafi ekki leyfst að æfa akstur upp síðasta þriðjunginn. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent
Aðeins viku eftir að Frakkinn Romain Dumas vann 24 tíma þolaksturinn í Le Mans náði hann einnig að vinna brekkuklifurkeppnina Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Hann ók rafmagnsbílnum Honda Drive eO PP03 upp 20 kílómetra leiðina upp fjallið á 8 mínútum og 51,4 sekúndum og var 5 sekúndum fljótari en Rhys Millen, sem einnig ók rafdrifnum bíl. Meðalhraði hans á leiðinni var 130,8 km/klst. Þetta var annar sigur Romain Dumas í Pikes Peak keppninni, en hann vann hana einnig fyrir tveimur árum. Dumas sagðist hafa ekið mjög djarflega á fyrstu tveimur þriðju leiðarinnar og lagt grunninn að sigri sínum þar, en á síðasta þriðjungnum hafi hann farið mun varlegar þar sem ökumönnum hafi ekki leyfst að æfa akstur upp síðasta þriðjunginn.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent