Þjóðsöngurinn Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Ég hef lítið vit á fótbolta en ég hef fylgst vel með gengi íslenska landsliðsins á EM. Í mörgum aðstæðum hef ég stáltaugar en þegar kemur að því að horfa á landsliðið keppa næ ég að sjá þegar liðið stillir sér upp við innganginn og horfa á þegar hetjurnar leiða börnin inn en meira ræð ég varla við. Í fyrsta leiknum þekkti ég Ronaldo í sjón af því að hann þykir einn fallegasti karlmaður í heimi og svo þekki ég Aron fyrirliða með nafni af því að ég skírði hjá honum barn. Svo þegar ég horfi á Heimi þjálfara finnst mér ég nú alltaf þekkja hann því ég var prestur í Landakirkju í Eyjum þar sem afi hans var meðhjálpari í meira en 40 ár, pabbi hans söng í kórnum með sinni ógleymanlegu bassarödd og eldri bróðir hans hefur verið þar farsæll kirkjuhaldari árum saman. Svona er litla Ísland. Þegar leikir hefjast rís ég á fætur með taugarnar þandar og fer að setja í vél, brjóta saman úr þurrkaranum eða eitthvað annað sem róar mig. En fyrst kemur þó stundin sem ég vil ekki missa af; þegar leikvangurinn fyllist af íslenska þjóðsöngnum. Þá leyfi ég mér að gráta. Ekki af þjóðernisstolti, því það er ekki inntak þjóðsöngsins þótt ég sé sannarlega stolt þegar ég horfi á þessa drengilegu íþróttamenn okkar sem hafa náð að heila alla þjóðina í sumar. Þjóðsöngurinn er lofsöngur til lífsins og Guðs eins og hver skilgreinir hann í sínu hjarta. Enginn herskár mars heldur auðmýkt og fegurð, þar sem manneskjan stendur í smæð sinni og undrun frammi fyrir sólkerfum himna og þúsundum ára og er einmitt þess vegna fær um að halda einbeitingu, líka á risavöxnum knattspyrnuvelli andspænis milljónaþjóðum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun
Ég hef lítið vit á fótbolta en ég hef fylgst vel með gengi íslenska landsliðsins á EM. Í mörgum aðstæðum hef ég stáltaugar en þegar kemur að því að horfa á landsliðið keppa næ ég að sjá þegar liðið stillir sér upp við innganginn og horfa á þegar hetjurnar leiða börnin inn en meira ræð ég varla við. Í fyrsta leiknum þekkti ég Ronaldo í sjón af því að hann þykir einn fallegasti karlmaður í heimi og svo þekki ég Aron fyrirliða með nafni af því að ég skírði hjá honum barn. Svo þegar ég horfi á Heimi þjálfara finnst mér ég nú alltaf þekkja hann því ég var prestur í Landakirkju í Eyjum þar sem afi hans var meðhjálpari í meira en 40 ár, pabbi hans söng í kórnum með sinni ógleymanlegu bassarödd og eldri bróðir hans hefur verið þar farsæll kirkjuhaldari árum saman. Svona er litla Ísland. Þegar leikir hefjast rís ég á fætur með taugarnar þandar og fer að setja í vél, brjóta saman úr þurrkaranum eða eitthvað annað sem róar mig. En fyrst kemur þó stundin sem ég vil ekki missa af; þegar leikvangurinn fyllist af íslenska þjóðsöngnum. Þá leyfi ég mér að gráta. Ekki af þjóðernisstolti, því það er ekki inntak þjóðsöngsins þótt ég sé sannarlega stolt þegar ég horfi á þessa drengilegu íþróttamenn okkar sem hafa náð að heila alla þjóðina í sumar. Þjóðsöngurinn er lofsöngur til lífsins og Guðs eins og hver skilgreinir hann í sínu hjarta. Enginn herskár mars heldur auðmýkt og fegurð, þar sem manneskjan stendur í smæð sinni og undrun frammi fyrir sólkerfum himna og þúsundum ára og er einmitt þess vegna fær um að halda einbeitingu, líka á risavöxnum knattspyrnuvelli andspænis milljónaþjóðum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní 2016
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun