Þverá og Kjarrá opna með látum Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2016 10:00 Þverá og Kjarrá gáfu samtals 73 laxa á fyrsta degi. Laxveiðiárnar er nú að opna hver af annari og það er óhætt að segja að það sé búið að magna upp spennu fyrir suminu. Eftir magnaðar opnanir í Blöndu og Norðurá með 51 lax og 77 laxa er komið að næstu stórveiðiá. Þverá og Kjarrá opnuðu saman í fyrsta skipti í gær og það er alveg óhætt að segja að væntingar fyrir góðri opnun hafa allar ræst. Alls veiddust 73 laxar laxar á þessum fyrsta degi sem er að öllum líkindum met í ánum en auk þess var líklega annað eins sem slapp í átökunum við veiðimenn. Ástæðan fyrir því að nokkuð slapp er bara sú að það var mikið verið að nota litlar flugur, alveg niður í #18 og eins smáar hitch túpur sem nýgengin lax getur tekið með miklum látum en halda þeim oft líka illa. Stærsti laxinn var 94 sm hængur úr Skiptafljóti í Þverá en ásamt honum veiddist einn 90 sm. Mikið af laxinum var vænn tveggja ára fiskur eins og mátti reikna með fyrstu dagana í ánni. Það sem vekur athygli er að það var fiskur bókstaflega út um allt í báðum ánum og þessi heildartala eftir einn dag er sambærilegt og gerist á bestu dögunum á besta tíma í ánni. Nú opna árnar hver af annari en næsta hrina opnunardaga er þegar Langá, Laxá í Kjós, Haffjarðará, Ytri Rangá og nokkrar aðrar ár opna fyrir veiðimönnum og miðað við hvernig veiðin hefur gengið hingað til er ekki hægt að vera annað en bjartsýnn. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði
Laxveiðiárnar er nú að opna hver af annari og það er óhætt að segja að það sé búið að magna upp spennu fyrir suminu. Eftir magnaðar opnanir í Blöndu og Norðurá með 51 lax og 77 laxa er komið að næstu stórveiðiá. Þverá og Kjarrá opnuðu saman í fyrsta skipti í gær og það er alveg óhætt að segja að væntingar fyrir góðri opnun hafa allar ræst. Alls veiddust 73 laxar laxar á þessum fyrsta degi sem er að öllum líkindum met í ánum en auk þess var líklega annað eins sem slapp í átökunum við veiðimenn. Ástæðan fyrir því að nokkuð slapp er bara sú að það var mikið verið að nota litlar flugur, alveg niður í #18 og eins smáar hitch túpur sem nýgengin lax getur tekið með miklum látum en halda þeim oft líka illa. Stærsti laxinn var 94 sm hængur úr Skiptafljóti í Þverá en ásamt honum veiddist einn 90 sm. Mikið af laxinum var vænn tveggja ára fiskur eins og mátti reikna með fyrstu dagana í ánni. Það sem vekur athygli er að það var fiskur bókstaflega út um allt í báðum ánum og þessi heildartala eftir einn dag er sambærilegt og gerist á bestu dögunum á besta tíma í ánni. Nú opna árnar hver af annari en næsta hrina opnunardaga er þegar Langá, Laxá í Kjós, Haffjarðará, Ytri Rangá og nokkrar aðrar ár opna fyrir veiðimönnum og miðað við hvernig veiðin hefur gengið hingað til er ekki hægt að vera annað en bjartsýnn.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði