Fjögur dauðaslys í Isle of Man TT Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2016 09:22 Eins og á fyrri árum krefst hin hættulega mótorhjólaaksturskeppni Isle of Man TT margra mannslífa. Í ár eru þau nú orðin fjögur talsins og 251. og 252. dauðsfallið í keppninni frá upphafi. Svo virðist sem afar hættulegt sé að aka á mótorhjólum með hliðarvagni, en tveir hafa látist í keppninni í ár sem ekið hafa slíku hjóli. Bretinn Ian Bell lést í gær við akstur þannig hjóls en sonur hans, sem sat í hliðarvagninum slasaðist einnig illa. Í gær lést líka 32 ára ástralskur ökumaður við keppni í Senior TT race keppninni en sú keppni er ávallt sú síðasta á dagskrá Isle of Man TT race. Nýtt hraðamet var reyndar sett um helgina, en Michael Dunlop, sem náði fyrstur manna undir 17 mínútur á 61 km langri brautinni, bætti eigið met frá því fyrr í vikunni og fór leiðina á 16 mínútum og 53,9 sekúndum. Bætti hann eigin mettíma um tæplega 5 sekúndur. Í myndskeiðinu að ofan má sjá akstur Michael Dunlop er hann setti nýtt brautarmet um helgina. Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent
Eins og á fyrri árum krefst hin hættulega mótorhjólaaksturskeppni Isle of Man TT margra mannslífa. Í ár eru þau nú orðin fjögur talsins og 251. og 252. dauðsfallið í keppninni frá upphafi. Svo virðist sem afar hættulegt sé að aka á mótorhjólum með hliðarvagni, en tveir hafa látist í keppninni í ár sem ekið hafa slíku hjóli. Bretinn Ian Bell lést í gær við akstur þannig hjóls en sonur hans, sem sat í hliðarvagninum slasaðist einnig illa. Í gær lést líka 32 ára ástralskur ökumaður við keppni í Senior TT race keppninni en sú keppni er ávallt sú síðasta á dagskrá Isle of Man TT race. Nýtt hraðamet var reyndar sett um helgina, en Michael Dunlop, sem náði fyrstur manna undir 17 mínútur á 61 km langri brautinni, bætti eigið met frá því fyrr í vikunni og fór leiðina á 16 mínútum og 53,9 sekúndum. Bætti hann eigin mettíma um tæplega 5 sekúndur. Í myndskeiðinu að ofan má sjá akstur Michael Dunlop er hann setti nýtt brautarmet um helgina.
Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent