Harley Davidson rafmagnshjól innan 5 ára Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2016 15:02 Harley Davidson rafmagnshjól. Forsvarsmenn mótorhjólaframleiðandans bandaríska Harley Davidson eru að vinna að smíði rafmagnsmótorhjóla og ætlar að koma þeim á markað innan 5 ára. Harley Davidson hefur nú þegar smíðað 40 slík hjól og kynnt þau söluaðilum um Bandaríkin. Þessi hjól hafa enn sem komið er ekki mikla drægni, eða um 80 kílómetra og þar birtist helsti vandi Harley Davidson. Fyrirtækið telur að hjól þeirra þurfi að minnsta kosti að hafa tvöfalda þá drægni til að hjólin verði seljanleg. Með nútíma rafhlöðum yrðu slík hjól æði þung og erfitt er að koma þeim fyrir á hjólunum. Væntingar eru hinsvegar um að með nýrri tækni í smíði rafhlaða verði hægt að koma langdrægari rafhlöðum fyrir á hjólunum. Það eru því ekki einungis bílaframleiðendur sem eru að huga að smíði rafknúinna ökutækja, en vandi mótorhjólaframleiðenda er stærri en bílaframleiðenda þar sem þeir bera með auðveldari hætti þungar rafhlöður. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent
Forsvarsmenn mótorhjólaframleiðandans bandaríska Harley Davidson eru að vinna að smíði rafmagnsmótorhjóla og ætlar að koma þeim á markað innan 5 ára. Harley Davidson hefur nú þegar smíðað 40 slík hjól og kynnt þau söluaðilum um Bandaríkin. Þessi hjól hafa enn sem komið er ekki mikla drægni, eða um 80 kílómetra og þar birtist helsti vandi Harley Davidson. Fyrirtækið telur að hjól þeirra þurfi að minnsta kosti að hafa tvöfalda þá drægni til að hjólin verði seljanleg. Með nútíma rafhlöðum yrðu slík hjól æði þung og erfitt er að koma þeim fyrir á hjólunum. Væntingar eru hinsvegar um að með nýrri tækni í smíði rafhlaða verði hægt að koma langdrægari rafhlöðum fyrir á hjólunum. Það eru því ekki einungis bílaframleiðendur sem eru að huga að smíði rafknúinna ökutækja, en vandi mótorhjólaframleiðenda er stærri en bílaframleiðenda þar sem þeir bera með auðveldari hætti þungar rafhlöður.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent