Morðingi Cox sagður tengjast bandarískum nýnasistum Samúel Karl Ólason skrifar 17. júní 2016 19:15 Frá minningarathöfn í London í dag. David Cameron og Jeremy Corbyn tóku þátt í athöfninni. Vísir/EPA Morðingi bresku þingkonunnar Jo Cox er sagður tengjast bandarískum samtökum nýnasista. Þá er hugarfarslegt ástand mannsins einnig til rannsóknar. Jo Cox var skotin og stungin margsinnis fyrir utan bókasafn þar sem hún fundaði með kjósendum í gær. Vitni segja árásarmanninn hafa kallað „Bretland fyrst“ nokkrum sinnum fyrir árásina. Lögregluþjónar sem sérhæfi sig í rannsóknum hryðjuverka aðstoða við rannsókn málsins, en morðið er talið vera einangrað atvik. Cox tilheyrði fylkingunni sem vill áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu og barðist hún einnig fyrir komu flóttafólks frá Sýrlandi til Bretlands. Fjölmiðlar í Bretlanti segja árásarmanninn heita Thomas Mair, en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu. Bróðir Mair hefur þó tjáð sig við fjölmiðla og segir hann Thomas eiga við geðræn vandamál að stríða, en hann sé ekki ofbeldisfullur. Aðgerðarsinnar í samtökunum Southern Poverty Law Center í Bandaríkjunum segja Mair hafa stutt nýnasistasamtökin National Alliance um langt skeið. SPLC hafa birt kvittanir sem sýna fram á að maður að nafni Thomas Mair hafi árið 1999 keypt handbækur af NA þar sem meðal annars er farið yfir hvernig smíða má heimagerða skammbyssu. Vitni að árásinni í gær sögðu að byssan sem árásarmaðurinn var með hafi litið út fyrir að vera heimagerð. Samtökin National Alliance voru samkvæmt AP fréttaveitunni stofnuð af William Pierce, höfundi bókarinnar The Turner Diaries. Þeirri bók hefur verið lýst sem handbók að kynþáttastríði. Timothy McVeigh, sem sprengdi upp opinbert húsnæði í Oklahoma árið 1995 og myrti 168 manns, smíðaði sprengjuna sem hann notaði eftir leiðbeiningum úr bókinni. Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Morðingi bresku þingkonunnar Jo Cox er sagður tengjast bandarískum samtökum nýnasista. Þá er hugarfarslegt ástand mannsins einnig til rannsóknar. Jo Cox var skotin og stungin margsinnis fyrir utan bókasafn þar sem hún fundaði með kjósendum í gær. Vitni segja árásarmanninn hafa kallað „Bretland fyrst“ nokkrum sinnum fyrir árásina. Lögregluþjónar sem sérhæfi sig í rannsóknum hryðjuverka aðstoða við rannsókn málsins, en morðið er talið vera einangrað atvik. Cox tilheyrði fylkingunni sem vill áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu og barðist hún einnig fyrir komu flóttafólks frá Sýrlandi til Bretlands. Fjölmiðlar í Bretlanti segja árásarmanninn heita Thomas Mair, en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu. Bróðir Mair hefur þó tjáð sig við fjölmiðla og segir hann Thomas eiga við geðræn vandamál að stríða, en hann sé ekki ofbeldisfullur. Aðgerðarsinnar í samtökunum Southern Poverty Law Center í Bandaríkjunum segja Mair hafa stutt nýnasistasamtökin National Alliance um langt skeið. SPLC hafa birt kvittanir sem sýna fram á að maður að nafni Thomas Mair hafi árið 1999 keypt handbækur af NA þar sem meðal annars er farið yfir hvernig smíða má heimagerða skammbyssu. Vitni að árásinni í gær sögðu að byssan sem árásarmaðurinn var með hafi litið út fyrir að vera heimagerð. Samtökin National Alliance voru samkvæmt AP fréttaveitunni stofnuð af William Pierce, höfundi bókarinnar The Turner Diaries. Þeirri bók hefur verið lýst sem handbók að kynþáttastríði. Timothy McVeigh, sem sprengdi upp opinbert húsnæði í Oklahoma árið 1995 og myrti 168 manns, smíðaði sprengjuna sem hann notaði eftir leiðbeiningum úr bókinni.
Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Þingkona skotin á Englandi Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, er látin eftir árás manns á götum Birstall. 16. júní 2016 13:41