Veiðin búin að vera frábær í Köldukvísl og Tungná Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2016 09:49 Bleikjurnar verða oft stórar í Köldukvísl og Tungná Mynd: Kristján Páll Rafnsson Kaldakvísl og Tungná eru mögnuð veiðisvæði en þarna býr líklega sá bleikjustofn á landinu sem verður hvað stærstur. Svæðið er ótrúlega skemmtilegt veiðisvæði og þeir sem komast á bragðið verða fasagestir. Kristján Páll Rafnsson hjá Fishpartner er að vonum kátur. "Veiðin er búin að vera stórkostleg undanfarið í Köldukvísl og Tungnaá. Menn hafa verið að fá allt að 30 fiska á dag. Aflinn er að mestu bleikja 3-5 pund en urriðinn ræður ríkjum í efri hluta köldukvíslar. Stæðsti urriðinn úr Köldukvísl hingað til er um 8 pund en megnið af fiskinum er 3-5 pund en 6-7 punda bleikjur eru að koma nánast daglega úr neðsta hluta Köldukvíslar" sagði Kristján í samtali við Veiðivísi í gærkvöldi. "Núna er þurrflugutíminn í hámarki og svakalega mikið klak í gangi, menn hafa veirið að veiða mest á dökkar þurrflugur allveg niður í stærð 22 þó að 16-18 sé allgengast. Nánast engöngu erlendir veiðimenn hafa verið á veiðum þarna og kunna þeir vel að meta þessa veislu" bætti Kristján við. Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði
Kaldakvísl og Tungná eru mögnuð veiðisvæði en þarna býr líklega sá bleikjustofn á landinu sem verður hvað stærstur. Svæðið er ótrúlega skemmtilegt veiðisvæði og þeir sem komast á bragðið verða fasagestir. Kristján Páll Rafnsson hjá Fishpartner er að vonum kátur. "Veiðin er búin að vera stórkostleg undanfarið í Köldukvísl og Tungnaá. Menn hafa verið að fá allt að 30 fiska á dag. Aflinn er að mestu bleikja 3-5 pund en urriðinn ræður ríkjum í efri hluta köldukvíslar. Stæðsti urriðinn úr Köldukvísl hingað til er um 8 pund en megnið af fiskinum er 3-5 pund en 6-7 punda bleikjur eru að koma nánast daglega úr neðsta hluta Köldukvíslar" sagði Kristján í samtali við Veiðivísi í gærkvöldi. "Núna er þurrflugutíminn í hámarki og svakalega mikið klak í gangi, menn hafa veirið að veiða mest á dökkar þurrflugur allveg niður í stærð 22 þó að 16-18 sé allgengast. Nánast engöngu erlendir veiðimenn hafa verið á veiðum þarna og kunna þeir vel að meta þessa veislu" bætti Kristján við.
Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði