Lars: Verð að hrósa Íslendingum fyrir að sýna Eiði Smára þessa virðingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2016 13:25 Eiður Smári Guðjohnsen ræðir við fréttamenn í dag og Lars Lagerbäck gerir það sama. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck er frekar súr með úrslitin gegn Ungverjalandi á EM 2016 í fótbolta í gær þar sem strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli eftir að skora sjálfsmark á 88. mínútu. Liðið er með tvö stig eftir tvo leiki. Íslenska liðið átti ekki góðan dag og var að mörgu leyti yfirspilað gegn Ungverjum sem voru miklu meira með boltann. Þeir ógnuðu markinu þó aldrei af viti og var svekkjandi að horfa upp á jöfnunarmarkið.Sjá einnig:Eiður Smári: Íslenskir stuðningsmenn komnir á hærra plan „Ég er bæði svekktur með úrslitin og að hluta með frammistöðuna. Varnarleikurinn og vinnslan var í háklassa. Ég horfði á leikinn aftur á leiðinni til baka og get ekki kvartað yfir neinu hvað það varðar. Sóknarleikurinn þarf að vera betri,“ sagði Lars „Það hefur gerst hjá okkur eins og í undankeppninni að við skorum fyrsta markið og verðum of varkárir. Þá spilum við ekki eins og við eigum að gera. Það er eitthvað sem við verðum að leiðrétta. Ef við komumst yfir gegn Austurríki megum við ekki verða of varnarsinnaðir.“Eiður Smári var nálægt því að vinna leikinn í gær.vísir/vilhelmEiður átti að róa leikinn Varnarleikur íslenska liðsins er búinn að vera flottur eins og Lars talar um en mörkin sem liðið hefur fengið á sig á mótinu hafa komið vegna raða mistaka. En hvernig horfði mark Ungverja við Lars? „Það er alltaf hægt að benda á einstaklingana en þetta gerist svo hratt. Ég vil ekki hengja neinn leikmann. Við gerum reglulega mistök og stundum er okkur refsað fyrir það. Leikmennirnir voru orðnir þreyttir. Birkir var aðeins fyrir aftan manninn sinn og stöðuskiptingin milli Emils og Ara gekk ekki 100 prósent upp,“ sagði hann. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í seinni hálfleik til að reyna að róa leikinn. Hann komst því miður ekki nógu mikið í boltann en fékk tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Móttökurnar sem hann fékk frá Íslendingunum 9.000 í stúkunni voru ótrúlegar. „Framherjarnir voru svo þreyttir. Þeir unnu ótrúlega mikið í leiknum og því vildum við gera breytingu en við vonuðumst líka til að Eiður gæti komið inn með sína reynslu og skapað smá ró fyrir liðið,“ sagði Lars. „Það var gaman að sjá móttökurnar sem hann fékk. Eiður hefur átt ótrúlegan feril og gert svo mikið fyrir íslenskan fótbolta. Ég vil hrósa stuðningsmönnunum mikið fyrir að sýna honum þessa virðingu,“ sagði Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Þúsund Íslendinga hituðu upp fyrir Ungverjaleikinn á ströndinni Stuðningsmenn strákanna voru afar bjartsýnir fyrir leikinn og spáðu sigri allir sem einn. 19. júní 2016 11:47 Strákarnir komir aftur „heim“ til Annecy Íslenska landsliðið flaug aftur til bækistöðva frá Marseille í morgun og hefst nú undirbúningur fyrir leikinn gegn Austurríki. 19. júní 2016 11:45 UEFA kærir Ungverja, Belga og Portúgala | Myndir UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur kært knattspyrnusambönd Ungverjalands, Belgíu og Portúgals fyrir ólæti stuðningsmanna liðanna á EM 2016 í Frakklandi í gær. 19. júní 2016 11:31 Sérfræðingur ESPN: Ekki mikil snerting en skil af hverju hann dæmdi víti Steve McManaman og Craig Burley, sérfræðingar ESPN, ræddu vítaspyrnudóminn í viðureign Íslands og Ungverjalands þegar þeir gerðu upp leikinn í gær. 19. júní 2016 06:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Sjá meira
Lars Lagerbäck er frekar súr með úrslitin gegn Ungverjalandi á EM 2016 í fótbolta í gær þar sem strákarnir okkar gerðu 1-1 jafntefli eftir að skora sjálfsmark á 88. mínútu. Liðið er með tvö stig eftir tvo leiki. Íslenska liðið átti ekki góðan dag og var að mörgu leyti yfirspilað gegn Ungverjum sem voru miklu meira með boltann. Þeir ógnuðu markinu þó aldrei af viti og var svekkjandi að horfa upp á jöfnunarmarkið.Sjá einnig:Eiður Smári: Íslenskir stuðningsmenn komnir á hærra plan „Ég er bæði svekktur með úrslitin og að hluta með frammistöðuna. Varnarleikurinn og vinnslan var í háklassa. Ég horfði á leikinn aftur á leiðinni til baka og get ekki kvartað yfir neinu hvað það varðar. Sóknarleikurinn þarf að vera betri,“ sagði Lars „Það hefur gerst hjá okkur eins og í undankeppninni að við skorum fyrsta markið og verðum of varkárir. Þá spilum við ekki eins og við eigum að gera. Það er eitthvað sem við verðum að leiðrétta. Ef við komumst yfir gegn Austurríki megum við ekki verða of varnarsinnaðir.“Eiður Smári var nálægt því að vinna leikinn í gær.vísir/vilhelmEiður átti að róa leikinn Varnarleikur íslenska liðsins er búinn að vera flottur eins og Lars talar um en mörkin sem liðið hefur fengið á sig á mótinu hafa komið vegna raða mistaka. En hvernig horfði mark Ungverja við Lars? „Það er alltaf hægt að benda á einstaklingana en þetta gerist svo hratt. Ég vil ekki hengja neinn leikmann. Við gerum reglulega mistök og stundum er okkur refsað fyrir það. Leikmennirnir voru orðnir þreyttir. Birkir var aðeins fyrir aftan manninn sinn og stöðuskiptingin milli Emils og Ara gekk ekki 100 prósent upp,“ sagði hann. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í seinni hálfleik til að reyna að róa leikinn. Hann komst því miður ekki nógu mikið í boltann en fékk tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Móttökurnar sem hann fékk frá Íslendingunum 9.000 í stúkunni voru ótrúlegar. „Framherjarnir voru svo þreyttir. Þeir unnu ótrúlega mikið í leiknum og því vildum við gera breytingu en við vonuðumst líka til að Eiður gæti komið inn með sína reynslu og skapað smá ró fyrir liðið,“ sagði Lars. „Það var gaman að sjá móttökurnar sem hann fékk. Eiður hefur átt ótrúlegan feril og gert svo mikið fyrir íslenskan fótbolta. Ég vil hrósa stuðningsmönnunum mikið fyrir að sýna honum þessa virðingu,“ sagði Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00 Þúsund Íslendinga hituðu upp fyrir Ungverjaleikinn á ströndinni Stuðningsmenn strákanna voru afar bjartsýnir fyrir leikinn og spáðu sigri allir sem einn. 19. júní 2016 11:47 Strákarnir komir aftur „heim“ til Annecy Íslenska landsliðið flaug aftur til bækistöðva frá Marseille í morgun og hefst nú undirbúningur fyrir leikinn gegn Austurríki. 19. júní 2016 11:45 UEFA kærir Ungverja, Belga og Portúgala | Myndir UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur kært knattspyrnusambönd Ungverjalands, Belgíu og Portúgals fyrir ólæti stuðningsmanna liðanna á EM 2016 í Frakklandi í gær. 19. júní 2016 11:31 Sérfræðingur ESPN: Ekki mikil snerting en skil af hverju hann dæmdi víti Steve McManaman og Craig Burley, sérfræðingar ESPN, ræddu vítaspyrnudóminn í viðureign Íslands og Ungverjalands þegar þeir gerðu upp leikinn í gær. 19. júní 2016 06:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Sjá meira
Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði Hver leikmaður fær í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið. 19. júní 2016 16:00
Þúsund Íslendinga hituðu upp fyrir Ungverjaleikinn á ströndinni Stuðningsmenn strákanna voru afar bjartsýnir fyrir leikinn og spáðu sigri allir sem einn. 19. júní 2016 11:47
Strákarnir komir aftur „heim“ til Annecy Íslenska landsliðið flaug aftur til bækistöðva frá Marseille í morgun og hefst nú undirbúningur fyrir leikinn gegn Austurríki. 19. júní 2016 11:45
UEFA kærir Ungverja, Belga og Portúgala | Myndir UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur kært knattspyrnusambönd Ungverjalands, Belgíu og Portúgals fyrir ólæti stuðningsmanna liðanna á EM 2016 í Frakklandi í gær. 19. júní 2016 11:31
Sérfræðingur ESPN: Ekki mikil snerting en skil af hverju hann dæmdi víti Steve McManaman og Craig Burley, sérfræðingar ESPN, ræddu vítaspyrnudóminn í viðureign Íslands og Ungverjalands þegar þeir gerðu upp leikinn í gær. 19. júní 2016 06:00
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti