Lars: Var efins um gæði 24 liða móts Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2016 19:30 Lars Lagerbäck ræddi við fjölmiðlamenn á æfingasvæði íslenska liðsins í Annecy í dag eftir að liðið kom aftur til bækistöðva um hádegisbil. Hann var búinn að fara aftur yfir leikinn og var bæði sáttur og ósáttur með það sem fram fór í Marseille í gærkvöldi. „Ég var bæði svekktur með úrslitin og að hluta með frammistöðuna. Varnarleikurinn og vinnslan var í háklassa. Ég horfði á leikinn aftur á leiðinni til baka og get ekki kvartað yfir neinu hvað það varðar. Sóknarleikurinn þarf að vera betri," sagði Lars við íþróttadeild. Íslenska liðið skoraði sjálft jöfnunarmarkið á 88. mínútu eftir pressu frá Ungverjum en Lars fannst strákarnir okkar ekki vera nógu kaldir á lokamínútunum til að ganga frá leiknum. „Við töluðum líka sérstaklega um föstu leikatriðin. Þegar við vorum 1-0 yfir og lítið eftir fórum við að gera mjög skrítna hluti í föstum leikatriðum eins og að senda boltann þegar enginn var tilbúinn. Við verðum að vera aðeins kaldari í þessum stöðum til að drepa leikinn,“ sagði Lars. Sparkspekingar hafa haft það á orði að leikur eins og viðureign Íslands og Ungverjalands í gær og leikstíll liðanna sé einmitt ástæðan fyrir því að það var ekki sniðugt að stækka mótið úr 16 liðum í 24. Lars var efins fyrst en ekki lengur. „Þegar ég frétti að það átti að breyta EM í 24 liða móti hugsaði ég fyrst að gæðin mótsins yrðu minni. Nú þegar ég hef vanist hugsuninni finnst mér þetta góð breyting. Öll liðin hafa sýnt að bilið á milli liðanna er alltaf að minnka í alþjóðaboltanum,“ sagði Lars. „Leikmenn minni landsliða eru að fara til stærri liða í stærri deildum. Þetta verður alltaf erfiðara fyrir stóru liðin. Þetta er gott fyrir fótboltann á meðan minni liðin eru ekki að tapa með stórum tölum.“ Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Æfing landsliðsins í Annecy blásin af Aðeins fimm af leikmönnunum sem byrjuðu ekki í gær vildu komast í hreyfingu þannig að ákveðið var að sleppa æfingunni í dag. 19. júní 2016 13:29 Lars: Strákarnir svindla ekki en þurfa samt að vera aðeins kaldari Strákarnir okkar misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi í gær þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 19. júní 2016 13:43 Lars: Verð að hrósa Íslendingum fyrir að sýna Eiði Smára þessa virðingu Eiður Smári Guðjohnsen fékk ótrúlegar móttökur þegar hann kom inn á gegn Ungverjalandi í gær. 19. júní 2016 13:25 Heimir um ummæli Löw: Við viljum ekki vera léleg eftirlíking af Spáni "Ef að allir myndu spila eins myndu þeir sem eru með bestu einstaklingana allta vinna.“ 20. júní 2016 07:30 Eiður Smári: Íslenskir stuðningsmenn komnir á hærra plan Eiður Smári Guðjohnsen segist vera endalaust þakklátur fyrir stuðninginn sem hann og allt íslenska landsliðið fær á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 12:51 Hjörvar fer yfir slakan árangur Lars á stórmótum Sumarmessan var venju samkvæmt á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 19. júní 2016 14:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Lars Lagerbäck ræddi við fjölmiðlamenn á æfingasvæði íslenska liðsins í Annecy í dag eftir að liðið kom aftur til bækistöðva um hádegisbil. Hann var búinn að fara aftur yfir leikinn og var bæði sáttur og ósáttur með það sem fram fór í Marseille í gærkvöldi. „Ég var bæði svekktur með úrslitin og að hluta með frammistöðuna. Varnarleikurinn og vinnslan var í háklassa. Ég horfði á leikinn aftur á leiðinni til baka og get ekki kvartað yfir neinu hvað það varðar. Sóknarleikurinn þarf að vera betri," sagði Lars við íþróttadeild. Íslenska liðið skoraði sjálft jöfnunarmarkið á 88. mínútu eftir pressu frá Ungverjum en Lars fannst strákarnir okkar ekki vera nógu kaldir á lokamínútunum til að ganga frá leiknum. „Við töluðum líka sérstaklega um föstu leikatriðin. Þegar við vorum 1-0 yfir og lítið eftir fórum við að gera mjög skrítna hluti í föstum leikatriðum eins og að senda boltann þegar enginn var tilbúinn. Við verðum að vera aðeins kaldari í þessum stöðum til að drepa leikinn,“ sagði Lars. Sparkspekingar hafa haft það á orði að leikur eins og viðureign Íslands og Ungverjalands í gær og leikstíll liðanna sé einmitt ástæðan fyrir því að það var ekki sniðugt að stækka mótið úr 16 liðum í 24. Lars var efins fyrst en ekki lengur. „Þegar ég frétti að það átti að breyta EM í 24 liða móti hugsaði ég fyrst að gæðin mótsins yrðu minni. Nú þegar ég hef vanist hugsuninni finnst mér þetta góð breyting. Öll liðin hafa sýnt að bilið á milli liðanna er alltaf að minnka í alþjóðaboltanum,“ sagði Lars. „Leikmenn minni landsliða eru að fara til stærri liða í stærri deildum. Þetta verður alltaf erfiðara fyrir stóru liðin. Þetta er gott fyrir fótboltann á meðan minni liðin eru ekki að tapa með stórum tölum.“ Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Æfing landsliðsins í Annecy blásin af Aðeins fimm af leikmönnunum sem byrjuðu ekki í gær vildu komast í hreyfingu þannig að ákveðið var að sleppa æfingunni í dag. 19. júní 2016 13:29 Lars: Strákarnir svindla ekki en þurfa samt að vera aðeins kaldari Strákarnir okkar misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi í gær þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 19. júní 2016 13:43 Lars: Verð að hrósa Íslendingum fyrir að sýna Eiði Smára þessa virðingu Eiður Smári Guðjohnsen fékk ótrúlegar móttökur þegar hann kom inn á gegn Ungverjalandi í gær. 19. júní 2016 13:25 Heimir um ummæli Löw: Við viljum ekki vera léleg eftirlíking af Spáni "Ef að allir myndu spila eins myndu þeir sem eru með bestu einstaklingana allta vinna.“ 20. júní 2016 07:30 Eiður Smári: Íslenskir stuðningsmenn komnir á hærra plan Eiður Smári Guðjohnsen segist vera endalaust þakklátur fyrir stuðninginn sem hann og allt íslenska landsliðið fær á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 12:51 Hjörvar fer yfir slakan árangur Lars á stórmótum Sumarmessan var venju samkvæmt á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 19. júní 2016 14:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Æfing landsliðsins í Annecy blásin af Aðeins fimm af leikmönnunum sem byrjuðu ekki í gær vildu komast í hreyfingu þannig að ákveðið var að sleppa æfingunni í dag. 19. júní 2016 13:29
Lars: Strákarnir svindla ekki en þurfa samt að vera aðeins kaldari Strákarnir okkar misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi í gær þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 19. júní 2016 13:43
Lars: Verð að hrósa Íslendingum fyrir að sýna Eiði Smára þessa virðingu Eiður Smári Guðjohnsen fékk ótrúlegar móttökur þegar hann kom inn á gegn Ungverjalandi í gær. 19. júní 2016 13:25
Heimir um ummæli Löw: Við viljum ekki vera léleg eftirlíking af Spáni "Ef að allir myndu spila eins myndu þeir sem eru með bestu einstaklingana allta vinna.“ 20. júní 2016 07:30
Eiður Smári: Íslenskir stuðningsmenn komnir á hærra plan Eiður Smári Guðjohnsen segist vera endalaust þakklátur fyrir stuðninginn sem hann og allt íslenska landsliðið fær á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 12:51
Hjörvar fer yfir slakan árangur Lars á stórmótum Sumarmessan var venju samkvæmt á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 19. júní 2016 14:00