Hamingjan breyttist í ógleði á einu augabragði í Marseille Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2016 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að lokaflautið gall í leik Íslands og Ungverjalands. vísir/vilhelm Ísland var örfáum mínútum frá því að tryggja sér nánast öruggt sæti í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi en strákarnir okkar misstu niður 1-0 forystu gegn Ungverjalandi á lokamínútum leiksins á Stade Vélodrome á laugardaginn. Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 88. mínútu sem var sem blaut tuska í andlit liðsins, sem og þjóðarinnar allrar. Gylfi Þór Sigurðsson hafði komið Íslandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Aron Einar Gunnarsson fékk. Þrátt fyrir að Ungverjar hafi verið miklu meira með boltann gekk þeim illa að skapa hættuleg færi og áttu Íslendingar bestu færi leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson komst nálægt því að skora snemma leiks og Kolbeinn Sigþórsson fékk einnig gott færi. Eftir jöfnunarmarkið fékk svo varamaðurinn Alfreð Finnbogason aukaspyrnu á vítateigslínunni. Gylfi Þór tók spyrnuna en boltinn fór af varnarveggnum og beint fyrir fætur annars varamanns, Eiðs Smára Guðjohnsen, sem skaut í varnarmann og framhjá. Um leið var leikurinn flautaður af við gríðarlegan fögnuð Ungverja. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og er Ísland í öðru sæti F-riðils með tvö stig. „Ég hugsaði ekki um hvort ég hefði getað gert eitthvað annað. Ég hugsaði bara um að hitta hann vel og örugglega en ég smellhitti boltann,“ sagði Eiður Smári þegar liðið var komið aftur til Annecy í gær. Eiður spilaði ekkert í fyrsta leiknum gegn Portúgal og var gríðarlega vel fagnað þegar hann kom inn á.Jón Daði Böðvarsson reynir hjólhestaspyrnu.vísir/vilhelmÞetta var bara ömurlegt Birkir Már Sævarsson bar sig vel eftir leikinn þó svo að honum hafi eðlilega liðið mjög illa eftir leik. „Þetta var bara ömurlegt. Ég ætlaði að reyna að fá boltann til hliðar en hitti hann ekki nógu vel. Þetta var erfiður bolti en með smá heppni hefði hann farið út.“ Hann segir að það hafi enginn af samherjum hans í íslenska liðinu sagt neitt sérstakt við hann eftir leikinn. „Það þurfti enginn að segja neitt. Ég tek þetta bara á mig,“ sagði Birkir Már hreinskilningslega.Þurfum að vera kaldari Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson voru búnir að skoða leikinn aftur þegar Fréttablaðið ræddi við þá í Annecy í gær. „Ég er bæði svekktur með úrslitin og að hluta með frammistöðuna. Varnarleikurinn og vinnslan var í háklassa. Ég horfði aftur á leikinn á leiðinni til baka [frá Marseille] og get ekki kvartað yfir neinu hvað það varðar. Sóknarleikurinn þarf að vera betri,“ sagði Lagerbäck sem sagði að liðið hefði tekið slæmar ákvarðanir undir lok leiksins. „Við fórum að gera mjög skrýtna hluti í föstum leikatriðum eins og að senda boltann þegar enginn var tilbúinn. Við verðum að vera aðeins kaldari í stöðu sem þessari og drepa leikinn,“ sagði Svíinn. Heimir sagði ljóst að Ísland ætti heilmikið inni og það vissu strákarnir best sjálfir. Hann eins og aðrir sagði að Ísland hafi ekki spilað vel með boltann. „Við vorum 30 prósent með boltann í leiknum en skorum samt mark og eigum 3-4 mjög góð marktækifæri þar að auki. Það er það skemmtilega við stöðuna og þennan leik. Við vorum næstum búinn að vinna hann þrátt fyrir að vera svona lítið með boltann,“ sagði Heimir og ítrekaði að Ungverjar væru með sterkt lið og hafi verið betri heilt yfir.Það var frábær stemmning á Stade Vélodrome í fyrradag.vísir/vilhelmVill örugglega fleiri snertingar „En ef okkur tekst að vera meira með boltann og þurfum þar af leiðandi að verjast minna, þá eigum við meiri kraft í sóknina.“ Gylfi Þór hefur spilað frábærlega í fyrstu tveimur leikjunum en nánast öll hans orka hefur farið í varnarleik. Heimir segir að það lagist af sjálfu sér þegar Ísland nái að halda boltanum betur innan liðsins. „Hann vill örugglega fá fleiri snertingar á boltann en þegar við náum að fara framar þá kemur hann betur í ljós. Við þurfum að vera rólegri með boltann og þá munu menn fá að njóta sín betur.“ Ísland mætir Austurríki á miðvikudag og þarf mjög líklega að minnsta kosti jafntefli til að komast áfram í 16-liða úrslit EM. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Ísland var örfáum mínútum frá því að tryggja sér nánast öruggt sæti í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi en strákarnir okkar misstu niður 1-0 forystu gegn Ungverjalandi á lokamínútum leiksins á Stade Vélodrome á laugardaginn. Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 88. mínútu sem var sem blaut tuska í andlit liðsins, sem og þjóðarinnar allrar. Gylfi Þór Sigurðsson hafði komið Íslandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Aron Einar Gunnarsson fékk. Þrátt fyrir að Ungverjar hafi verið miklu meira með boltann gekk þeim illa að skapa hættuleg færi og áttu Íslendingar bestu færi leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson komst nálægt því að skora snemma leiks og Kolbeinn Sigþórsson fékk einnig gott færi. Eftir jöfnunarmarkið fékk svo varamaðurinn Alfreð Finnbogason aukaspyrnu á vítateigslínunni. Gylfi Þór tók spyrnuna en boltinn fór af varnarveggnum og beint fyrir fætur annars varamanns, Eiðs Smára Guðjohnsen, sem skaut í varnarmann og framhjá. Um leið var leikurinn flautaður af við gríðarlegan fögnuð Ungverja. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og er Ísland í öðru sæti F-riðils með tvö stig. „Ég hugsaði ekki um hvort ég hefði getað gert eitthvað annað. Ég hugsaði bara um að hitta hann vel og örugglega en ég smellhitti boltann,“ sagði Eiður Smári þegar liðið var komið aftur til Annecy í gær. Eiður spilaði ekkert í fyrsta leiknum gegn Portúgal og var gríðarlega vel fagnað þegar hann kom inn á.Jón Daði Böðvarsson reynir hjólhestaspyrnu.vísir/vilhelmÞetta var bara ömurlegt Birkir Már Sævarsson bar sig vel eftir leikinn þó svo að honum hafi eðlilega liðið mjög illa eftir leik. „Þetta var bara ömurlegt. Ég ætlaði að reyna að fá boltann til hliðar en hitti hann ekki nógu vel. Þetta var erfiður bolti en með smá heppni hefði hann farið út.“ Hann segir að það hafi enginn af samherjum hans í íslenska liðinu sagt neitt sérstakt við hann eftir leikinn. „Það þurfti enginn að segja neitt. Ég tek þetta bara á mig,“ sagði Birkir Már hreinskilningslega.Þurfum að vera kaldari Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson voru búnir að skoða leikinn aftur þegar Fréttablaðið ræddi við þá í Annecy í gær. „Ég er bæði svekktur með úrslitin og að hluta með frammistöðuna. Varnarleikurinn og vinnslan var í háklassa. Ég horfði aftur á leikinn á leiðinni til baka [frá Marseille] og get ekki kvartað yfir neinu hvað það varðar. Sóknarleikurinn þarf að vera betri,“ sagði Lagerbäck sem sagði að liðið hefði tekið slæmar ákvarðanir undir lok leiksins. „Við fórum að gera mjög skrýtna hluti í föstum leikatriðum eins og að senda boltann þegar enginn var tilbúinn. Við verðum að vera aðeins kaldari í stöðu sem þessari og drepa leikinn,“ sagði Svíinn. Heimir sagði ljóst að Ísland ætti heilmikið inni og það vissu strákarnir best sjálfir. Hann eins og aðrir sagði að Ísland hafi ekki spilað vel með boltann. „Við vorum 30 prósent með boltann í leiknum en skorum samt mark og eigum 3-4 mjög góð marktækifæri þar að auki. Það er það skemmtilega við stöðuna og þennan leik. Við vorum næstum búinn að vinna hann þrátt fyrir að vera svona lítið með boltann,“ sagði Heimir og ítrekaði að Ungverjar væru með sterkt lið og hafi verið betri heilt yfir.Það var frábær stemmning á Stade Vélodrome í fyrradag.vísir/vilhelmVill örugglega fleiri snertingar „En ef okkur tekst að vera meira með boltann og þurfum þar af leiðandi að verjast minna, þá eigum við meiri kraft í sóknina.“ Gylfi Þór hefur spilað frábærlega í fyrstu tveimur leikjunum en nánast öll hans orka hefur farið í varnarleik. Heimir segir að það lagist af sjálfu sér þegar Ísland nái að halda boltanum betur innan liðsins. „Hann vill örugglega fá fleiri snertingar á boltann en þegar við náum að fara framar þá kemur hann betur í ljós. Við þurfum að vera rólegri með boltann og þá munu menn fá að njóta sín betur.“ Ísland mætir Austurríki á miðvikudag og þarf mjög líklega að minnsta kosti jafntefli til að komast áfram í 16-liða úrslit EM.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira