Töluverður verðmunur á bílatryggingum Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2016 15:14 Bílatryggingar eru mikill frumskógur. ASÍ gerði nýverið samanburð á iðgjöldum bilatrygginga á meðal íslenskra tryggingafélaga. Hér sést umfjöllun ASÍ um þessa könnun: Erfitt getur verið fyrir neytendur að gera marktækan samanburð á iðgjöldum bílatrygginga milli tryggingafélaganna. Verðlagseftirlit ASÍ fékk til liðs við sig bifreiðaeigenda sem fékk tilboð í lögboðnar ökutækjatryggingar og bílrúðutryggingu ásamt kaskótryggingu fyrir fjölskyldubíl af tegundinni Subaru Impreza. Í ljós kom að talsverður verðmunur er á iðgjaldi sem og skilmálum félaganna. Bifreiðaeigandinn var ekki í neinum öðrum viðskiptum við tryggingafélögin og komu því ekki til neinir afslættir sökum þess. Öllum bifreiðaeigendum ber að kaupa ábyrgðartryggingu ökutækis ásamt slysatryggingu fyrir ökumann og eiganda og var því gerður verðsamanburður á þeim tryggingum ásamt bílrúðu- og kaskótryggingu. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á verðtilboðum tryggingafélaganna.Tryggingar VÍS er ódýrastar samkvæmt þessari könnun ASÍ.Verð á skyldutryggingum og bílrúðutryggingu var frá 87.279 kr. hjá VÍS upp í 108.007 kr. hjá TM sem er 20.728 kr. verðmunur eða 24%. En ekki er hægt að skoða tilboðin án þess að hafa í huga að við tjón yfir 100.00 kr. leggst eigin áhætta tryggingataka í flestum tilvikum við heildariðgjaldið. Eigin áhætta ábyrgðatryggingarinnar er 27.000 kr. hjá TM, 33.300 kr. hjá Verði og 25.300 kr. hjá Sjóvá en VÍS er eina félagið þar sem enginn eigin áhætta er á ábyrgðatryggingunni. Við tjón undir 100.000 kr. greiðir tryggingataki ekki eigin áhættu.En hvað gerist ef þú veldur tjóni sem fer yfir 100.000 krónur?Þegar borin eru saman tilboð tryggingafélaganna er þannig nauðsynlegt að taka bæði tillit til iðgjaldsins og eigin áhættu sem getur bæst við ef viðkomandi veldur tjóni. Auk þess þarf að haga hugfast að iðgjöld hækka yfirleitt við endurnýjun í kjölfar tjóns en ekki reyndist unnt að fá uppgefið hjá neinu félaganna hversu mikilli hækkun mætti búast við ef til tjóns kæmi. Fer það m.a. eftir fjölda trygginga, tjónasögu o.fl. og því erfitt fyrir neytendur að gera samanburð.Hvað gerist þegar nýta þarf kaskótryggingu?Kaskótrygging tryggir eigið tjón á bifreið m.a. vegna áreksturs, veltu, tjóns vegna þjófnaðar, innbrots eða skemmdarverka. Þegar kaskótryggingin er með í heildarverðinu var ódýrast að tryggja á 122.518 kr. hjá VÍS en dýrast á 147.154 kr. hjá TM sem er 24.636 kr. verðmunur eða 20%. Lítill verðmunur var á tilboðum hjá Sjóvá og Verði. Hjá Sjóvá hljóðaði tilboðið upp á 143.053 kr. og hjá Verði var tilboðið 144.810 kr. Hér er þó einnig nauðsynlegt að hafa hugfast að eigin áhætta kaskótrygginganna er mis há, eða 100.000 kr. hjá TM, 88.100 kr. hjá Verði, 82.600 kr. hjá VÍS og 90.900 kr. hjá Sjóvá sem hefur áhrif á heildarkostnaðinn ef nýta þarf trygginguna.Frumskógur fyrir neytendurÞað má með sanni segja að verð tryggingafélaganna sé ekki gegnsætt og erfitt er fyrir neytendur að gera greinagóðan verðsamanburð. Þetta má t.a.m. sjá á tilboðunum þar sem flest félögin gefa upp heildarverð og svo afslátt af því sem óljóst er á hverju byggir. Öll tryggingarfélögin eiga það sameiginlegt að iðgjaldið hækkar við tjón, en þó ekki alltaf með einföldum hætti. Tekið skal fram að skilmálar tryggingafélaganna geta verið mismunandi og er því nauðsynlegt að kynna sér þá vel þegar velja skal tryggingafélag. Við samanburð á bílatryggingum er nauðsynlegt að neytendur beri ekki einungis saman það iðgjald sem greiða þarf í upphafi heldur taki einnig með í reikninginn þann kostnað sem við bætist, annað hvort í formi eigin áhættu eða hækkunar iðgjalds við næstu endurnýjun, ef viðkomandi veldur tjóni sem tryggingafélagið bætir. Leitað var tilboða hjá eftirtöldum tryggingafélögum: Sjóvá, VÍS, TM og Verði. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
ASÍ gerði nýverið samanburð á iðgjöldum bilatrygginga á meðal íslenskra tryggingafélaga. Hér sést umfjöllun ASÍ um þessa könnun: Erfitt getur verið fyrir neytendur að gera marktækan samanburð á iðgjöldum bílatrygginga milli tryggingafélaganna. Verðlagseftirlit ASÍ fékk til liðs við sig bifreiðaeigenda sem fékk tilboð í lögboðnar ökutækjatryggingar og bílrúðutryggingu ásamt kaskótryggingu fyrir fjölskyldubíl af tegundinni Subaru Impreza. Í ljós kom að talsverður verðmunur er á iðgjaldi sem og skilmálum félaganna. Bifreiðaeigandinn var ekki í neinum öðrum viðskiptum við tryggingafélögin og komu því ekki til neinir afslættir sökum þess. Öllum bifreiðaeigendum ber að kaupa ábyrgðartryggingu ökutækis ásamt slysatryggingu fyrir ökumann og eiganda og var því gerður verðsamanburður á þeim tryggingum ásamt bílrúðu- og kaskótryggingu. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á verðtilboðum tryggingafélaganna.Tryggingar VÍS er ódýrastar samkvæmt þessari könnun ASÍ.Verð á skyldutryggingum og bílrúðutryggingu var frá 87.279 kr. hjá VÍS upp í 108.007 kr. hjá TM sem er 20.728 kr. verðmunur eða 24%. En ekki er hægt að skoða tilboðin án þess að hafa í huga að við tjón yfir 100.00 kr. leggst eigin áhætta tryggingataka í flestum tilvikum við heildariðgjaldið. Eigin áhætta ábyrgðatryggingarinnar er 27.000 kr. hjá TM, 33.300 kr. hjá Verði og 25.300 kr. hjá Sjóvá en VÍS er eina félagið þar sem enginn eigin áhætta er á ábyrgðatryggingunni. Við tjón undir 100.000 kr. greiðir tryggingataki ekki eigin áhættu.En hvað gerist ef þú veldur tjóni sem fer yfir 100.000 krónur?Þegar borin eru saman tilboð tryggingafélaganna er þannig nauðsynlegt að taka bæði tillit til iðgjaldsins og eigin áhættu sem getur bæst við ef viðkomandi veldur tjóni. Auk þess þarf að haga hugfast að iðgjöld hækka yfirleitt við endurnýjun í kjölfar tjóns en ekki reyndist unnt að fá uppgefið hjá neinu félaganna hversu mikilli hækkun mætti búast við ef til tjóns kæmi. Fer það m.a. eftir fjölda trygginga, tjónasögu o.fl. og því erfitt fyrir neytendur að gera samanburð.Hvað gerist þegar nýta þarf kaskótryggingu?Kaskótrygging tryggir eigið tjón á bifreið m.a. vegna áreksturs, veltu, tjóns vegna þjófnaðar, innbrots eða skemmdarverka. Þegar kaskótryggingin er með í heildarverðinu var ódýrast að tryggja á 122.518 kr. hjá VÍS en dýrast á 147.154 kr. hjá TM sem er 24.636 kr. verðmunur eða 20%. Lítill verðmunur var á tilboðum hjá Sjóvá og Verði. Hjá Sjóvá hljóðaði tilboðið upp á 143.053 kr. og hjá Verði var tilboðið 144.810 kr. Hér er þó einnig nauðsynlegt að hafa hugfast að eigin áhætta kaskótrygginganna er mis há, eða 100.000 kr. hjá TM, 88.100 kr. hjá Verði, 82.600 kr. hjá VÍS og 90.900 kr. hjá Sjóvá sem hefur áhrif á heildarkostnaðinn ef nýta þarf trygginguna.Frumskógur fyrir neytendurÞað má með sanni segja að verð tryggingafélaganna sé ekki gegnsætt og erfitt er fyrir neytendur að gera greinagóðan verðsamanburð. Þetta má t.a.m. sjá á tilboðunum þar sem flest félögin gefa upp heildarverð og svo afslátt af því sem óljóst er á hverju byggir. Öll tryggingarfélögin eiga það sameiginlegt að iðgjaldið hækkar við tjón, en þó ekki alltaf með einföldum hætti. Tekið skal fram að skilmálar tryggingafélaganna geta verið mismunandi og er því nauðsynlegt að kynna sér þá vel þegar velja skal tryggingafélag. Við samanburð á bílatryggingum er nauðsynlegt að neytendur beri ekki einungis saman það iðgjald sem greiða þarf í upphafi heldur taki einnig með í reikninginn þann kostnað sem við bætist, annað hvort í formi eigin áhættu eða hækkunar iðgjalds við næstu endurnýjun, ef viðkomandi veldur tjóni sem tryggingafélagið bætir. Leitað var tilboða hjá eftirtöldum tryggingafélögum: Sjóvá, VÍS, TM og Verði.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent