Stór BMW 8-lína á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2016 09:47 BMW 8-línu bílarnir sem smíðaðir voru frá 1989 til 1999 voru gullfallegir bílar. Lengi hefur verið ýjað að því að BMW hyggist aftur smíða bíla með stafinn 8 fremst í töluheitinu, líkt og BMW gerði á árunum 1989 til 1999. Það hefur svo til verið staðfest þar sem BMW hefur skráð einkaleyfi fyrir bílheitunum 825, 830, 835, 845, 850, 860, M8 og M850. Ekki ófáar gerðir þar. Ný 8-línu gerð BMW verður einskonar coupe gerð 7-línunnar, líkt og Mercedes Benz gerir með S-Class Coupe, en hann er í grunninn eins og hefðbundinn S-Class Sedan. Allur þessi fjöldi 8-línu bílgerða BMW bendir til þess að úr miklu vélarúrvali verði að moða í þessum nýja bíl. Þrjár þeirra gætu verið með minni vélar en minnsta gerð Mercedes Benz S-Class, eða S400. Það ætti við gerðirnar 825, 830 og 835. Því gæti allt eins verið í boði fjögurra, sex og átta strokka vélar í 8-línunni. BMW hefur ekkert látið uppi um smíði 8-línu og hvað þá heldur þeirra bíla væri að vænta. Margir munu þó gleðjast ef af honum verður. Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent
Lengi hefur verið ýjað að því að BMW hyggist aftur smíða bíla með stafinn 8 fremst í töluheitinu, líkt og BMW gerði á árunum 1989 til 1999. Það hefur svo til verið staðfest þar sem BMW hefur skráð einkaleyfi fyrir bílheitunum 825, 830, 835, 845, 850, 860, M8 og M850. Ekki ófáar gerðir þar. Ný 8-línu gerð BMW verður einskonar coupe gerð 7-línunnar, líkt og Mercedes Benz gerir með S-Class Coupe, en hann er í grunninn eins og hefðbundinn S-Class Sedan. Allur þessi fjöldi 8-línu bílgerða BMW bendir til þess að úr miklu vélarúrvali verði að moða í þessum nýja bíl. Þrjár þeirra gætu verið með minni vélar en minnsta gerð Mercedes Benz S-Class, eða S400. Það ætti við gerðirnar 825, 830 og 835. Því gæti allt eins verið í boði fjögurra, sex og átta strokka vélar í 8-línunni. BMW hefur ekkert látið uppi um smíði 8-línu og hvað þá heldur þeirra bíla væri að vænta. Margir munu þó gleðjast ef af honum verður.
Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent