Sumarhátíð Veiðihornsins verður haldin um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 3. júní 2016 09:00 Árleg sumarhátíð Veiðihornsins verður haldin um helgina en þetta er sjötta árið í röð þar sem Veiðihornið býður til veislu fyrstu helgina í júní og fagnar þar með nýju veiðisumri. Margt verður í boði um helgina: Nýtt veiðiblað Veiðihornsins, Veiði 2016 er að koma út og verður dreift um helgina. Fjöldi tilboða verður í gangi en meðal þeirra helstu má nefna að Veiðihornið gefur Sage fluguhjól með öllum keyptum Sage flugustöngum um helgina, Rio flugulínur með öllum keyptum Redington stöngum og Veiðikortið 2016 með öllum keyptum fluguveiðipökkkum frá Redington. Sage, Winston og Redington flugustangir verða uppsettar og tilbúnar í prófun með ráðleggingum veiðimannanna í Veiðihorninu. Árlega happdrættið með glæsilegum vinningum frá Sage, Winston og Simms verður í gangi alla helgina. Sérfræðingar Veiðihornsins leiðbeina með viðgerðir og umhirðu á Simms vöðlum. Fírað verður upp í grillinu af og til á laugardag og sunnudag. Opið verður á laugardag 10 til 16 og sunnudag 12 til 16. Sumarhátíð Veiðihornsins hefur verið afar vel sótt undanfarin ár en á sjötta hundrað veiðimanna hafa lagt leið sína í Síðumúla 8 síðustu árin. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði
Árleg sumarhátíð Veiðihornsins verður haldin um helgina en þetta er sjötta árið í röð þar sem Veiðihornið býður til veislu fyrstu helgina í júní og fagnar þar með nýju veiðisumri. Margt verður í boði um helgina: Nýtt veiðiblað Veiðihornsins, Veiði 2016 er að koma út og verður dreift um helgina. Fjöldi tilboða verður í gangi en meðal þeirra helstu má nefna að Veiðihornið gefur Sage fluguhjól með öllum keyptum Sage flugustöngum um helgina, Rio flugulínur með öllum keyptum Redington stöngum og Veiðikortið 2016 með öllum keyptum fluguveiðipökkkum frá Redington. Sage, Winston og Redington flugustangir verða uppsettar og tilbúnar í prófun með ráðleggingum veiðimannanna í Veiðihorninu. Árlega happdrættið með glæsilegum vinningum frá Sage, Winston og Simms verður í gangi alla helgina. Sérfræðingar Veiðihornsins leiðbeina með viðgerðir og umhirðu á Simms vöðlum. Fírað verður upp í grillinu af og til á laugardag og sunnudag. Opið verður á laugardag 10 til 16 og sunnudag 12 til 16. Sumarhátíð Veiðihornsins hefur verið afar vel sótt undanfarin ár en á sjötta hundrað veiðimanna hafa lagt leið sína í Síðumúla 8 síðustu árin.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði