Hreðjahnefar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 7. júní 2016 07:00 Fyrir nokkru var það til umræðu hvort banna ætti sýningar á bardagaíþrótt einni þar sem áhorfið hefði slæm áhrif á óharðnaða sem áttu að hafa látið hnefa tala skömmu eftir eina viðureignina. Ég horfi ekki á þá íþrótt og er því ekki dómbær um það. Hins vegar er svo komið að vara mætti við áhorfi á mína uppáhaldsíþrótt, knattspyrnu. Þar viðgangast svo mikil óþokkabrögð að móðir mín félli líklegast í yfirlið, sæi hún einn leik. Nú á ég ekki við stimpingar þegar mönnum hleypur kapp í kinn heldur ódrengilega knytti. Lengi hefur það tíðkast að plata dómarann með því að þykjast vera fórnarlamb fólskubragða andstæðingsins. Hafa menn náð svo mikilli leikni í þessu að þeir liggja eins og í öngviti ef þeim er strokið um vanga. Nýjasta óhæfan er svo að kýla í punginn á mönnum þegar lítið ber á. Íslenska knattspyrnutímabilið er nýhafið og hafa þegar tveir verið gripnir við þessa iðju. Áhrifin létu ekki á sér standa. Þjóðin sá nokkru síðar þegar fræðimaður og stjórnmálamaður háðu einvígi í sjónvarpssal. Höfðu þeir sitthvað á samviskunni. Fræðimaðurinn hafði sagt eitt og annað um þorskastríðið í fyrirlestri en stjórnmálamaðurinn hafði meðal annars komið Íslandi á lista yfir hinar staðföstu þjóðir sem eru ábyrgar fyrir einum mestu stríðsafglöpum okkar tíma og sýpur heimsbyggðin enn seyðið af þeim hryllingi. Fræðimaðurinn var yfirheyrður eins og glæpamaður. Þetta er náttúrlega fyrir neðan beltisstað eða eins og sagt er hér á Spáni þegar maður er hafður að fífli; það er verið að atast í eistum manns. Ég ætla auðvitað að horfa á okkar heiðursmenn í Frakklandi en til allra hreðjahnefa vil ég beina þeim tilmælum að þeir hafi sig hæga, maður veit nefnilega aldrei hvenær pörupiltarnir eru að horfa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun
Fyrir nokkru var það til umræðu hvort banna ætti sýningar á bardagaíþrótt einni þar sem áhorfið hefði slæm áhrif á óharðnaða sem áttu að hafa látið hnefa tala skömmu eftir eina viðureignina. Ég horfi ekki á þá íþrótt og er því ekki dómbær um það. Hins vegar er svo komið að vara mætti við áhorfi á mína uppáhaldsíþrótt, knattspyrnu. Þar viðgangast svo mikil óþokkabrögð að móðir mín félli líklegast í yfirlið, sæi hún einn leik. Nú á ég ekki við stimpingar þegar mönnum hleypur kapp í kinn heldur ódrengilega knytti. Lengi hefur það tíðkast að plata dómarann með því að þykjast vera fórnarlamb fólskubragða andstæðingsins. Hafa menn náð svo mikilli leikni í þessu að þeir liggja eins og í öngviti ef þeim er strokið um vanga. Nýjasta óhæfan er svo að kýla í punginn á mönnum þegar lítið ber á. Íslenska knattspyrnutímabilið er nýhafið og hafa þegar tveir verið gripnir við þessa iðju. Áhrifin létu ekki á sér standa. Þjóðin sá nokkru síðar þegar fræðimaður og stjórnmálamaður háðu einvígi í sjónvarpssal. Höfðu þeir sitthvað á samviskunni. Fræðimaðurinn hafði sagt eitt og annað um þorskastríðið í fyrirlestri en stjórnmálamaðurinn hafði meðal annars komið Íslandi á lista yfir hinar staðföstu þjóðir sem eru ábyrgar fyrir einum mestu stríðsafglöpum okkar tíma og sýpur heimsbyggðin enn seyðið af þeim hryllingi. Fræðimaðurinn var yfirheyrður eins og glæpamaður. Þetta er náttúrlega fyrir neðan beltisstað eða eins og sagt er hér á Spáni þegar maður er hafður að fífli; það er verið að atast í eistum manns. Ég ætla auðvitað að horfa á okkar heiðursmenn í Frakklandi en til allra hreðjahnefa vil ég beina þeim tilmælum að þeir hafi sig hæga, maður veit nefnilega aldrei hvenær pörupiltarnir eru að horfa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun