Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2016 12:00 Stangaveiðifélögin sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 12. júní næstkomandi. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því. Gestum er frjálst að koma árla morguns á sunnudeginum og veiða til kl. 17:00 um kvöldið. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Einungis er veitt frá landi. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, þyngd, lengd og agn. Gestum er bent á að lausaganga hunda við vatnið er óheimil vegna hættu fyrir sauðfé. Þeir, sem sótt hafa vatnið að undanförnu, hafa veitt ágætlega, þannig að vel gæti fiskast, ef þannig viðrar. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði
Stangaveiðifélögin sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 12. júní næstkomandi. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því. Gestum er frjálst að koma árla morguns á sunnudeginum og veiða til kl. 17:00 um kvöldið. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Einungis er veitt frá landi. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, þyngd, lengd og agn. Gestum er bent á að lausaganga hunda við vatnið er óheimil vegna hættu fyrir sauðfé. Þeir, sem sótt hafa vatnið að undanförnu, hafa veitt ágætlega, þannig að vel gæti fiskast, ef þannig viðrar.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði