Hundruðir bíla frá Hyundai notaðir á EM Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2016 09:30 Hyundai afhendir bílana sem notaðir verða. Hyundai er á þessu ári aðalstyrktaraðili Evrópumeistaramótsins í fótbolta eins og undanfarin 16 ár. Í keppninni sem nú er hafin útvegar Hyundai keppnishöldurum mótsins 361 bifreið til nota í ýmsum erindagjörðum meðan á mótinu stendur. Í bílaflotanum eru m.a. vinsælustu bílarnir frá Hyundai, þar á meðal Tucson, Santa Fe, i20 og Genesis. Bílarnir eru notaðir til að aka dómurum keppninnar, starfsfólki UEFA, öryggisvörðum, blaða- og fréttamönnum, heiðursgestum og öðrum á milli áfangastaða, svo sem til og frá flugvöllum og hótelum til fótboltaleikvanganna þar sem leikirnir fara fram. Auk þess að lána bíla kostar Hyundai einnig merkingar á rútum tólf landsliða sem taka þátt svo enginn vafi leiki á því hverjir séu á ferðinni þegar ekið er til næsta landsleiks. Þess má geta að rútan með íslenska landsliðinu er að sjálfsögðu merkt okkar mönnum, m.a. með áletruninni: Áfram Ísland! Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent
Hyundai er á þessu ári aðalstyrktaraðili Evrópumeistaramótsins í fótbolta eins og undanfarin 16 ár. Í keppninni sem nú er hafin útvegar Hyundai keppnishöldurum mótsins 361 bifreið til nota í ýmsum erindagjörðum meðan á mótinu stendur. Í bílaflotanum eru m.a. vinsælustu bílarnir frá Hyundai, þar á meðal Tucson, Santa Fe, i20 og Genesis. Bílarnir eru notaðir til að aka dómurum keppninnar, starfsfólki UEFA, öryggisvörðum, blaða- og fréttamönnum, heiðursgestum og öðrum á milli áfangastaða, svo sem til og frá flugvöllum og hótelum til fótboltaleikvanganna þar sem leikirnir fara fram. Auk þess að lána bíla kostar Hyundai einnig merkingar á rútum tólf landsliða sem taka þátt svo enginn vafi leiki á því hverjir séu á ferðinni þegar ekið er til næsta landsleiks. Þess má geta að rútan með íslenska landsliðinu er að sjálfsögðu merkt okkar mönnum, m.a. með áletruninni: Áfram Ísland!
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent