Volkswagen áformar risarafhlöðuverksmiðju Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2016 09:30 Risarafhlö0ðuverksmiðja Tesla í Bandaríkjunum. Það er ekki bara Tesla sem vinnur að uppbyggingu risaverksmiðju þar sem framleiddar verða rafhlöður fyrir bíla því Volkswagen ætlar einnig að reisa eina slíka. Eftir dísilvélasvindlið sem Volkswagen var uppvíst að hefur Volkswagen breytt mjög áherslum sínum og einbeitt sér að smíði bíla sem ganga að hluta til eða að fullu fyrir rafmagni. Til þess að svo megi verða í stórum stíl er þörf fyrir mjög stóra framleiðslueiningu á rafhlöðum og Volkswagen hyggst ekki ætla að láta aðra rafhlöðuframleiðendur útvega sér rafhlöður í bíla sína, heldur framleiða þær sjálfir. Tesla er langt komið með smíði eigin risarafhlöðuverksmiðju í Bandaríkjunum og hófst smíði hennar árið 2014. Þar á að framleiða rafhlöður fyrir hálfa milljón bíla á ári og samtals nemur orka þeirra 35 gígavattstundum. Það er svo mikil framleiðslugeta að hún er álíka mikil og öll slík framleiðsla fyrir rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla í heiminum í dag. Volkswagen ætlar að framleiða 1 milljón ramagnsbíla á næstu 10 árum og það krefst mikillar framleiðslu á rafhlöðum. Ekki er ennþá orðið ljóst hvar slík verksmiðja Volkswagen verður staðsett og er verkefnið á borði stjórnar Volkswagen sem taka mun ákvörðun um það á næstu vikum. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent
Það er ekki bara Tesla sem vinnur að uppbyggingu risaverksmiðju þar sem framleiddar verða rafhlöður fyrir bíla því Volkswagen ætlar einnig að reisa eina slíka. Eftir dísilvélasvindlið sem Volkswagen var uppvíst að hefur Volkswagen breytt mjög áherslum sínum og einbeitt sér að smíði bíla sem ganga að hluta til eða að fullu fyrir rafmagni. Til þess að svo megi verða í stórum stíl er þörf fyrir mjög stóra framleiðslueiningu á rafhlöðum og Volkswagen hyggst ekki ætla að láta aðra rafhlöðuframleiðendur útvega sér rafhlöður í bíla sína, heldur framleiða þær sjálfir. Tesla er langt komið með smíði eigin risarafhlöðuverksmiðju í Bandaríkjunum og hófst smíði hennar árið 2014. Þar á að framleiða rafhlöður fyrir hálfa milljón bíla á ári og samtals nemur orka þeirra 35 gígavattstundum. Það er svo mikil framleiðslugeta að hún er álíka mikil og öll slík framleiðsla fyrir rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla í heiminum í dag. Volkswagen ætlar að framleiða 1 milljón ramagnsbíla á næstu 10 árum og það krefst mikillar framleiðslu á rafhlöðum. Ekki er ennþá orðið ljóst hvar slík verksmiðja Volkswagen verður staðsett og er verkefnið á borði stjórnar Volkswagen sem taka mun ákvörðun um það á næstu vikum.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent