Flóðin í Þýskalandi stöðva bílaframleiðslu Audi Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2016 10:03 Mikið tjón varð af flóðunum í suðvesturhluta Þýskalands. Hin miklu flóð sem orðið hafa í suðvesturhluta Þýskalands stöðvuðu bílaframleiðslu tímabundið í verksmiðju Audi í Neckarsulm. Þar eru framleiddir bílarnir Audi A4, A5, A6, A7 og A8, auk sportbílsins R8 og RS bílar Audi. Hlutar af verksmiðju Audi í Neckarsulm voru umflotnir vatni á sunnudaginn og fyrri hluta mánudags. Framleiðslutap í verksmiðjunni er ekki ljóst en þar eru framleiddir um 1.300 bílar á dag. Í verksmiðjunni vinna 16.000 starfsmenn og í henni voru framleiddir alls 272.103 bílar í fyrra. Nú er framleiðsla í verksmiðjunni aftur komin af stað. Fjögur dauðsföll urðu í suðvesturhluta Þýskalands af völdum flóðanna um helgina. Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent
Hin miklu flóð sem orðið hafa í suðvesturhluta Þýskalands stöðvuðu bílaframleiðslu tímabundið í verksmiðju Audi í Neckarsulm. Þar eru framleiddir bílarnir Audi A4, A5, A6, A7 og A8, auk sportbílsins R8 og RS bílar Audi. Hlutar af verksmiðju Audi í Neckarsulm voru umflotnir vatni á sunnudaginn og fyrri hluta mánudags. Framleiðslutap í verksmiðjunni er ekki ljóst en þar eru framleiddir um 1.300 bílar á dag. Í verksmiðjunni vinna 16.000 starfsmenn og í henni voru framleiddir alls 272.103 bílar í fyrra. Nú er framleiðsla í verksmiðjunni aftur komin af stað. Fjögur dauðsföll urðu í suðvesturhluta Þýskalands af völdum flóðanna um helgina.
Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent