Reynir Þór Reynisson er tekinn við Fram í Olís-deild karla í handbolta, en hann snýr aftur í Safamýrina.
Guðlaugur Arnarsson hætti með liðið eftir tímabilið eftir þriggja ára starf, en margir hafa verið orðaðir við starfið.
Reynir þjálfaði Fram tímabilið 2010/11 og er því að snúa aftur í Safamýrina, en hann hefur verið sérfræðingur um Olís-deildina á RÚV í allan vetur.
RÚV greinir frá þessu, en samningur Reynis er til tveggja ára.
Reynir tekur við Fram á nýjan leik
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn





„Við máttum ekki gefast upp“
Körfubolti




„Við elskum að spila hérna“
Fótbolti