Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Karl Lúðvíksson skrifar 24. maí 2016 11:00 Núna styttist í að veiðimenn flykkist að bökkum norðlenskra veiðiáa til að ná sér í sjóbleikju. Mynd: SVAK Það er mikið um að vera í veiðiheiminum þessa dagana en núna keppast veiðimenn við að dusta rykið af veiðigræjunum og gera klárt fyrir sumarið. Veiðifélögin hafa flest heldur hægt um félagsstarf á sumrin enda félagar þá líklega staddir við bakkana að veiða. Það er þó ekki þannig að veiðimenn séu sendir út í sumarið án þess að halda smá húllum hæ og núna um helgina að loknum löngum vetri blæs Stangveiðifélag Akureyrar til vorhátíðar við Leirutjörn sunnudaginn 29.maí frá kl 13-16. Meðal þess sem verður boðið uppá er vörukynning frá Veiðiríkinu á Akureyri og flott tilboð í tilefni dagsins. Veiðisnillingurinn Pálmi Gunnarsson sýnir byrjendum fyrstu handtökin í flugukasti og þeim sem lengra eru komnir í flugukastlistinni nokkrar útfærslur af flóknari köstum á einhendu og tvíhendu. Þetta er frábært tækifæri til að byrja læra kasta flugu eða til að læra ný köst. Einnig verður flugukastkeppni með veglegum verðlaunum. Stjórnarmeðlimir SVAK kynna veiðisvæði félagsins og nýopnaðan söluvef félagsins, Veiðitorg og grilla pylsur og bjóða upp á drykki á meðan hátíðin er í gangi. Láttu sjá þig á bökkum Leirutjarnar á sunnudaginn. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði
Það er mikið um að vera í veiðiheiminum þessa dagana en núna keppast veiðimenn við að dusta rykið af veiðigræjunum og gera klárt fyrir sumarið. Veiðifélögin hafa flest heldur hægt um félagsstarf á sumrin enda félagar þá líklega staddir við bakkana að veiða. Það er þó ekki þannig að veiðimenn séu sendir út í sumarið án þess að halda smá húllum hæ og núna um helgina að loknum löngum vetri blæs Stangveiðifélag Akureyrar til vorhátíðar við Leirutjörn sunnudaginn 29.maí frá kl 13-16. Meðal þess sem verður boðið uppá er vörukynning frá Veiðiríkinu á Akureyri og flott tilboð í tilefni dagsins. Veiðisnillingurinn Pálmi Gunnarsson sýnir byrjendum fyrstu handtökin í flugukasti og þeim sem lengra eru komnir í flugukastlistinni nokkrar útfærslur af flóknari köstum á einhendu og tvíhendu. Þetta er frábært tækifæri til að byrja læra kasta flugu eða til að læra ný köst. Einnig verður flugukastkeppni með veglegum verðlaunum. Stjórnarmeðlimir SVAK kynna veiðisvæði félagsins og nýopnaðan söluvef félagsins, Veiðitorg og grilla pylsur og bjóða upp á drykki á meðan hátíðin er í gangi. Láttu sjá þig á bökkum Leirutjarnar á sunnudaginn.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði