Mustang, Camaro og Challenger slakir í öryggisprófunum Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2016 09:52 Ford Mustang í öryggisprófi IIHS. Bílaáhugamenn kaupa sportbíla til að aka þeim hratt og þá er eins gott að þeir séu fremur öruggir bílar ef til óhappa kemur. Það á þó alls ekki við í tilviki bandarísku sportbílanna Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger því allir þessir bílar fengu mjög lélega einkunn í öryggisprófunum bandarísku IIHS umferðaröryggisstofnunarinnar. Enginn þessara þriggja bíla náði Top Safety Pick einkunn og ekki heldur næst hæstu einkunn, Top Safety Pick+, sem einir 65 aðrir bílar af 2016 árgerð hafa náð. Í umsögn IIHS segir að svo virðist sem þessir sportbílar séu almennt ekki eins vel útbúnir hvað öryggi varðar og hefðbundnir fjölskyldubílar og að það sé langt í frá viðunandi. Sérlega sé það bagalegt í ljósi þess að þessum bílum sé oft ekið á meiri hraða en öðrum bílum og því sé enn mikilvægara að þeir séu öruggir. Í árekstarprufu framan á annað horn bílanna í 60 km hraða reyndist Chevrolet Camaro skástur og fékk einkunnina “good”, en Mustang fékk aðeins “acceptable” og Challenger enn verri einkunn, eða “marginal”. Í tilviki hans er mjög líklegt að ökumaður verði fyrir skaða á fótum. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent
Bílaáhugamenn kaupa sportbíla til að aka þeim hratt og þá er eins gott að þeir séu fremur öruggir bílar ef til óhappa kemur. Það á þó alls ekki við í tilviki bandarísku sportbílanna Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger því allir þessir bílar fengu mjög lélega einkunn í öryggisprófunum bandarísku IIHS umferðaröryggisstofnunarinnar. Enginn þessara þriggja bíla náði Top Safety Pick einkunn og ekki heldur næst hæstu einkunn, Top Safety Pick+, sem einir 65 aðrir bílar af 2016 árgerð hafa náð. Í umsögn IIHS segir að svo virðist sem þessir sportbílar séu almennt ekki eins vel útbúnir hvað öryggi varðar og hefðbundnir fjölskyldubílar og að það sé langt í frá viðunandi. Sérlega sé það bagalegt í ljósi þess að þessum bílum sé oft ekið á meiri hraða en öðrum bílum og því sé enn mikilvægara að þeir séu öruggir. Í árekstarprufu framan á annað horn bílanna í 60 km hraða reyndist Chevrolet Camaro skástur og fékk einkunnina “good”, en Mustang fékk aðeins “acceptable” og Challenger enn verri einkunn, eða “marginal”. Í tilviki hans er mjög líklegt að ökumaður verði fyrir skaða á fótum.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent