Flýjarar og lemjarar Hugleikur Dagsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Ég var laminn um daginn. Í fyrsta skipti á ævinni. Já, ég veit. Ég hef ekki lifað. Jú, reyndar þegar ég var þrettán ára sparkaði tíu ára strákur í augað á mér þannig að augnlokið rifnaði en ég ætla ekki að segja ykkur frá því því það er aðeins of vandræðalegt. Ég ætla nú ekki að fara í smáatriði hvað varðar orsakir þessara tilteknu barsmíða. Ég ætla ekki að segja ykkur hver byrjaði og hvort ég átti það skilið eða ekki. Ókei, hann byrjaði og ég átti það ekki skilið. Sagt er að þegar maður lendir í slagsmálum komist maður að því hvers konar maður maður er í raun og veru (vá ég sagði fjórum sinnum maður í þessari setningu). Annaðhvort er maður slástari eða flýjari. Annað hvort slæst maður eða flýr. Ég komst að því að ég er hvorugt. Í stað þess að flýja eða slást rúllaði ég mér í svona kúlu eins og beltisdýr. Það eru mín viðbrögð við lemji. Ekki gaman fyrir lemjarann. Í stað þess að berjast við verðugan andstæðing þurfti maðurinn að sparka endurtekið í ósamvinnuþýða mann-kúlu sem emjaði „ái“ og „hættessu“. En þrátt fyrir tæknilegan ósigur gekk ég frá þessari reynslu frekar sáttur. Ánægður með sjálfan mig. Stoltur af marblettunum á hægri sköflungi og vinstri öxl. Mér fannst ég hafa unnið. Á því einu að hafa ekki tekið þátt. Ég átti reyndar aldrei séns í gaurinn því ég kann ekki að lemja. Það er bara svo asnalegt að lemja. Burtséð frá allri „ofbeldi er rangt“ predikuninni, þá er ofbeldi bara svo fokking lúðalegt. Alltaf þegar ég sé tvo gaura slást á djamminu skammast ég mín fyrir að vera sömu tegundar. Báðir aðilar breytast í vanþroskaða apa. Það er ekki eins og í bíómyndunum þar sem ofbeldi er kúl og kóreógrafað með sándeffektum. Í veruleikanum er það í besta falli hlægilegt og sorglegt á sama tíma. Ofbeldi er tungumál fólks með takmarkaðan orðaforða. Sá tapar sem á fyrsta höggið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hugleikur Dagsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Ég var laminn um daginn. Í fyrsta skipti á ævinni. Já, ég veit. Ég hef ekki lifað. Jú, reyndar þegar ég var þrettán ára sparkaði tíu ára strákur í augað á mér þannig að augnlokið rifnaði en ég ætla ekki að segja ykkur frá því því það er aðeins of vandræðalegt. Ég ætla nú ekki að fara í smáatriði hvað varðar orsakir þessara tilteknu barsmíða. Ég ætla ekki að segja ykkur hver byrjaði og hvort ég átti það skilið eða ekki. Ókei, hann byrjaði og ég átti það ekki skilið. Sagt er að þegar maður lendir í slagsmálum komist maður að því hvers konar maður maður er í raun og veru (vá ég sagði fjórum sinnum maður í þessari setningu). Annaðhvort er maður slástari eða flýjari. Annað hvort slæst maður eða flýr. Ég komst að því að ég er hvorugt. Í stað þess að flýja eða slást rúllaði ég mér í svona kúlu eins og beltisdýr. Það eru mín viðbrögð við lemji. Ekki gaman fyrir lemjarann. Í stað þess að berjast við verðugan andstæðing þurfti maðurinn að sparka endurtekið í ósamvinnuþýða mann-kúlu sem emjaði „ái“ og „hættessu“. En þrátt fyrir tæknilegan ósigur gekk ég frá þessari reynslu frekar sáttur. Ánægður með sjálfan mig. Stoltur af marblettunum á hægri sköflungi og vinstri öxl. Mér fannst ég hafa unnið. Á því einu að hafa ekki tekið þátt. Ég átti reyndar aldrei séns í gaurinn því ég kann ekki að lemja. Það er bara svo asnalegt að lemja. Burtséð frá allri „ofbeldi er rangt“ predikuninni, þá er ofbeldi bara svo fokking lúðalegt. Alltaf þegar ég sé tvo gaura slást á djamminu skammast ég mín fyrir að vera sömu tegundar. Báðir aðilar breytast í vanþroskaða apa. Það er ekki eins og í bíómyndunum þar sem ofbeldi er kúl og kóreógrafað með sándeffektum. Í veruleikanum er það í besta falli hlægilegt og sorglegt á sama tíma. Ofbeldi er tungumál fólks með takmarkaðan orðaforða. Sá tapar sem á fyrsta höggið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun