Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2016 17:00 Flott veiði úr Hítarvatni Mynd: Karl Bartels Hítarvatn er oft á tíðum einstaklega gjöfullt veiðivatn og það á sér marga unnendur enda er auðvelt að falla fyrir góðri veiði í bland við ægifagra náttúruna við vatnið. Vatnið liggur innst í Hítardal og er um 8 ferkílómetrar að stærð svo það er vel rúmt um alla sem vilja veiða við vatnið. Veiðin byrjar núna um helgina en tímabilinu líkur í vatninu 31. ágúst. Veiðin getur oft verið feyknagóð í byrjun en þá er fiskurinn gjarnan mjög tökuglaður eftir veturinn. Þetta helst þó í hendur við tíðarfar og á heitum vorum er takan að öllu jöfnu mun jafnari en þegar það er frekar kalt fram í maí eins og núna er yfirleitt hægt að ganga að því vísu að veiðin verði góð. Það veiðist vel víða við vatnið og það er um að gera að prófa sem flesta staði og staldra ekki lengi við á hverjum stað ef þú verður ekki var en fiskurinn þarna virðist fara um í litlum torfum og það sem reynist best er að fara um þangað til þú verður var, þá ertu líklega búinn að finna nokkra fiska. Það er rétt að vara veiðimenn við aurbleytu á veginum inn að vatni, eins er mikið af sauðfé í dalnum og þar auðvitað ær með lítil lömb sem eru frekar svifasein svo ökumenn eru beðnir að aka varlega um að vatninu. Mest lesið Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði
Hítarvatn er oft á tíðum einstaklega gjöfullt veiðivatn og það á sér marga unnendur enda er auðvelt að falla fyrir góðri veiði í bland við ægifagra náttúruna við vatnið. Vatnið liggur innst í Hítardal og er um 8 ferkílómetrar að stærð svo það er vel rúmt um alla sem vilja veiða við vatnið. Veiðin byrjar núna um helgina en tímabilinu líkur í vatninu 31. ágúst. Veiðin getur oft verið feyknagóð í byrjun en þá er fiskurinn gjarnan mjög tökuglaður eftir veturinn. Þetta helst þó í hendur við tíðarfar og á heitum vorum er takan að öllu jöfnu mun jafnari en þegar það er frekar kalt fram í maí eins og núna er yfirleitt hægt að ganga að því vísu að veiðin verði góð. Það veiðist vel víða við vatnið og það er um að gera að prófa sem flesta staði og staldra ekki lengi við á hverjum stað ef þú verður ekki var en fiskurinn þarna virðist fara um í litlum torfum og það sem reynist best er að fara um þangað til þú verður var, þá ertu líklega búinn að finna nokkra fiska. Það er rétt að vara veiðimenn við aurbleytu á veginum inn að vatni, eins er mikið af sauðfé í dalnum og þar auðvitað ær með lítil lömb sem eru frekar svifasein svo ökumenn eru beðnir að aka varlega um að vatninu.
Mest lesið Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði