Ricciardo náði sínum fyrsta ráspól á ferlinum og fyrsta ráspól Red Bull síðan í Brasilíu 2013.

Felipe Nasr gat ekki klárað fyrsta hringinn í tímatökunni. Vélin í Sauber bílnum gaf sig með látum. Tímatakan var í kjölfarið stöðvuð tímabundið á meðan brautarstarfsmenn fjarlægðu bíl hans af brautinni.
Max Verstappen á Red Bull lenti á varnarvegg í fyrstu lotu tímatökunnar eftir að hafa snert varnarvegg í beygjunni á undan. Mikill skellur fyrir 18 ára ökumanninn sem vann síðustu keppni.
í fyrstu lotu duttu út, Nasr og liðsfélagi hans Marcus Ericsson, Verstappen, Jolyon Palmer á Renault og Manor ökumennirnir.
Önnur lota
Williams bíllinn var stirður og alls ekki samvinnuþýður í þröngum beygjum á brautinni í Mónakó. Valtteri Bottas endaði 11. og Felipe Massa 12.
Rosberg setti hraðasta hringinn í annarri lotu, 0,013 hraðari en Hamilton.
Í annarri lotu duttu út Haas ökumennirnir, Williams ökumennirnir, Kevin Magnussen á Renault og Jenson Button á McLaren.
Þriðja lota
Vélin í bíl Hamilton drap á sér á leiðinni út á brautina. Hamilton komst þó út á brautina aftur.
Eftir fystu atlögu var Ricciardo fljótastur og Rosberg annar. Munurinn var 0,291 sekúndur. Enginn náði að ógna Ricciardo í loka atlögunni.
Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gangvirku brautarkorti.