Risafjárfesting Apple í erkióvini Uber í Kína Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2016 09:02 Tim Cook, forstjóri Apple, segir að fjárfestingin muni gera Apple kleyft að öðlast betri skilning á kínverska markaðinum V'isir/Getty Bandaríski tæknirisinn Apple hefur fjárfest fyrir um einn milljarð dollara í Didi Chuxing, leigubílafyrirtæki sem er helsti keppinautur leigubílafyrirtækisins Uber í Kína. Tim Cook, forstjóri Apple, segir að fjárfestingin muni gera Apple kleyft að öðlast betri skilning á kínverska markaðinum. Didi Chuxing segist vera með um 87 prósent markaðshlutdeild á kínverska leigubílamarkaðinum og bjóði upp á um ellefu milljón ferðir á hverjum degi. Uber hefur lengi reynt að brjótast inn á kínverska markaðinn og hefur það eytt gríðarlegum upphæðum til þess að ná fótfestu en samkeppnin við Didi Chuxing hefur reynst erfið.Hvernig virka Uber og Didi Chuxing?Starfsemi fyrirækjanna er í grunninn samskonar hefðbundinni leigubílaþjónustu; þeir sem þurfa að komast frá einum stað til annars panta leigubíl sem síðan er greitt fyrir. Munurinn felst fyrst og fremst í því að ekki er pantað í gegnum hefðbundið símaver heldur í gegnum app þar sem notandinn getur valið þann bíl sem staðsettur er næst viðkomandi. Greiðsla fyrir aksturinn fer einnig fram í gegnum appið. Fyrirtækin bjóða upp á mismunandi þjónustur; allt frá einskonar lággjaldaþjónustu þar sem venjulegir, ómerktir bílar eru notaðir til lúxusþjónustu þar sem viðskiptavinir eru sóttir á eðalvögnum. Hefur Uber gengið vel í Kína að laða til sín viðskiptavini sem sækjast eftir lúxusþjónustunni en Didi Chuxing er mun vinsælli meðal þeirra sem sækjast eftir lággjaldaþjónustinni. Tengdar fréttir Leigubílstjórar í Budapest mótmæla Uber með lokun brúar Einnig þreyttir á svokölluðum “hýenum” sem ekki eru með leyfi til leigubílaaksturs. 4. maí 2016 11:00 Uber afhenti yfirvöldum upplýsingar um 12 milljón farþega eða ökumenn Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. 13. apríl 2016 22:47 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple hefur fjárfest fyrir um einn milljarð dollara í Didi Chuxing, leigubílafyrirtæki sem er helsti keppinautur leigubílafyrirtækisins Uber í Kína. Tim Cook, forstjóri Apple, segir að fjárfestingin muni gera Apple kleyft að öðlast betri skilning á kínverska markaðinum. Didi Chuxing segist vera með um 87 prósent markaðshlutdeild á kínverska leigubílamarkaðinum og bjóði upp á um ellefu milljón ferðir á hverjum degi. Uber hefur lengi reynt að brjótast inn á kínverska markaðinn og hefur það eytt gríðarlegum upphæðum til þess að ná fótfestu en samkeppnin við Didi Chuxing hefur reynst erfið.Hvernig virka Uber og Didi Chuxing?Starfsemi fyrirækjanna er í grunninn samskonar hefðbundinni leigubílaþjónustu; þeir sem þurfa að komast frá einum stað til annars panta leigubíl sem síðan er greitt fyrir. Munurinn felst fyrst og fremst í því að ekki er pantað í gegnum hefðbundið símaver heldur í gegnum app þar sem notandinn getur valið þann bíl sem staðsettur er næst viðkomandi. Greiðsla fyrir aksturinn fer einnig fram í gegnum appið. Fyrirtækin bjóða upp á mismunandi þjónustur; allt frá einskonar lággjaldaþjónustu þar sem venjulegir, ómerktir bílar eru notaðir til lúxusþjónustu þar sem viðskiptavinir eru sóttir á eðalvögnum. Hefur Uber gengið vel í Kína að laða til sín viðskiptavini sem sækjast eftir lúxusþjónustunni en Didi Chuxing er mun vinsælli meðal þeirra sem sækjast eftir lággjaldaþjónustinni.
Tengdar fréttir Leigubílstjórar í Budapest mótmæla Uber með lokun brúar Einnig þreyttir á svokölluðum “hýenum” sem ekki eru með leyfi til leigubílaaksturs. 4. maí 2016 11:00 Uber afhenti yfirvöldum upplýsingar um 12 milljón farþega eða ökumenn Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. 13. apríl 2016 22:47 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leigubílstjórar í Budapest mótmæla Uber með lokun brúar Einnig þreyttir á svokölluðum “hýenum” sem ekki eru með leyfi til leigubílaaksturs. 4. maí 2016 11:00
Uber afhenti yfirvöldum upplýsingar um 12 milljón farþega eða ökumenn Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. 13. apríl 2016 22:47