Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson gera upp helstu atriði spænska kappakstursins. Keppnin var viðburðarík og spennandi frá upphafi til enda.
Í þættinum var meðal annars fjallað um árekstur Mercedes ökumanna, afrek Max Verstappen sem vann sína fyrstu keppni í dag eftir harða baráttu við Kimi Raikkonen og hvernig Ferrari tókst ekki að nýta sér fjarveru Mercedes.
Max Verstappen sá yngsti frá upphafi | Sjáðu allan þáttinn
Tengdar fréttir

Lauda: Þetta var Lewis að kenna að mínu mati
Max Verstappen hjá Red Bull vann sína fyrstu keppni í dag. Keppnin var einnig hans fyrsta fyrir Red Bull eftir að hann fékk sæti Daniil Kvyat upp í hendurnar. Verstappen er yngsti ökumaðurinn til að vinna Formúlu 1 keppni. Hver sagði hvað eftir ótrúlega keppni?

Max Verstappen vann á Spáni
Max Verstappen á Red Bull vann sinn fyrsta kappakstur. Kimi Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji.

Hamilton og Rosberg klesstu á hvorn annan á fyrsta hring og eru úr leik | Myndband
Lewis Hamilton og Nico Rosberg lentu saman snemma á fyrsta hring. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna. Myndband í fréttinni.