Avaldsnes átti í engum vandræðum með að vinna botnlið Urædd í norsku kvennaknattspyrnunni í dag, en lokatölur urðu 4-0 sigur Avaldsnes sem gerði út um leikinn í fyrri hálfleik.
Maren Mjelde kom Avaldsnes á bragðið áður en Cecilie Pedersen bætti við tveimur mörkum fyrir hlé.
Hege Hansen skoraði svo sjö mínútum fyrir leikslok og Avaldsnes í öðru sætinu með 18 stig, stigi á eftir Lilleström.
Hólmfríður Magnúsdóttir spilaði fyrstu 84 mínútur leiksins, en Þórunn Helga Jónsdóttir spilaði allan leikinn.
