Eiríkur kveður Séð og heyrt: „Bjargaði þessu tímariti frá dauða“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2016 10:01 Hreinn stillti ritstjóranum upp við vegg og Eiríkur lét ekki bjóða sér það. Eiríkur Jónsson lætur af störfum sem ritstjóri Séð og heyrt þann 31. maí næstkomandi. Vísir greindi frá brotthvarfi Eiríks um helgina en hann hefur verið í ritstjórastólnum undanfarin tæp tvö ár. Eiríkur segir að Hreinn Loftsson, yfirmaður hans og eigandi Birtings, hafi sett honum stólinn fyrir dyrnar. Annaðhvort hætti hann með vefsíðu sína Eiríkurjónsson.is og einbeitti sér alfarið að Séð og heyrt eða hætti hjá tímaritinu. „Það er auðvitað enginn sáttur við að vera stillt upp við vegg,“ sagði Eiríkur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hreinn hafi sett honum fyrrnefnda úrslitakosti, að hvíla eða svæfa annan fjölmiðil. Eiríkur hafi ákveðið að standa með sjálfum sér. „Eirikurjonsson.is sem er vel þekktur,“ sagði Eiríkur um vefsíðu sína. Hann segir Séð og heyrt alltaf hafa haft forgang þegar kom að því að greina frá fréttum. Hann hafi passað sig vel á því. Hreinn hafi bara viljað hafa Eirík 100 prósent hjá tímaritinu.En varstu þá ekki 100 prósent hjá Séð og heyrt? „Jú jú, ég var alveg 100 prósent í því. Bjargaði þessu tímariti frá dauða meira að segja.“ Hann er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að blaðið hafi skánað undir hans stjórn, sala hafi aukist og lestur sömuleiðis. „Það er mikið verk að halda þessu öllu gangandi með lágmarksmannskap.“ Eiríkur segir ýmislegt í pípunum en vill þó ekki fara nánar út í það. Gott sé á milli þeirra Hreins sem fyrr. „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir. Hann gerir bara samning við þig sem er hægt að segja upp. No hard feelings.“ Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00 Eiríkur hættir sem ritstjóri Séð og heyrt Hreinn Loftsson eigandi stillti ritstjóranum upp við vegg. 30. apríl 2016 20:56 Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" "Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er." 13. febrúar 2015 11:41 Leoncie hellti sér yfir ritstjóra Séð og heyrt í beinni Ætlar í mál við Séð og heyrt sem sagði frá aldri hennar. 17. júlí 2015 15:00 Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Eiríkur Jónsson lætur af störfum sem ritstjóri Séð og heyrt þann 31. maí næstkomandi. Vísir greindi frá brotthvarfi Eiríks um helgina en hann hefur verið í ritstjórastólnum undanfarin tæp tvö ár. Eiríkur segir að Hreinn Loftsson, yfirmaður hans og eigandi Birtings, hafi sett honum stólinn fyrir dyrnar. Annaðhvort hætti hann með vefsíðu sína Eiríkurjónsson.is og einbeitti sér alfarið að Séð og heyrt eða hætti hjá tímaritinu. „Það er auðvitað enginn sáttur við að vera stillt upp við vegg,“ sagði Eiríkur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hreinn hafi sett honum fyrrnefnda úrslitakosti, að hvíla eða svæfa annan fjölmiðil. Eiríkur hafi ákveðið að standa með sjálfum sér. „Eirikurjonsson.is sem er vel þekktur,“ sagði Eiríkur um vefsíðu sína. Hann segir Séð og heyrt alltaf hafa haft forgang þegar kom að því að greina frá fréttum. Hann hafi passað sig vel á því. Hreinn hafi bara viljað hafa Eirík 100 prósent hjá tímaritinu.En varstu þá ekki 100 prósent hjá Séð og heyrt? „Jú jú, ég var alveg 100 prósent í því. Bjargaði þessu tímariti frá dauða meira að segja.“ Hann er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að blaðið hafi skánað undir hans stjórn, sala hafi aukist og lestur sömuleiðis. „Það er mikið verk að halda þessu öllu gangandi með lágmarksmannskap.“ Eiríkur segir ýmislegt í pípunum en vill þó ekki fara nánar út í það. Gott sé á milli þeirra Hreins sem fyrr. „Maðurinn á þetta fyrirtæki og ræður hvað hann gerir. Hann gerir bara samning við þig sem er hægt að segja upp. No hard feelings.“
Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00 Eiríkur hættir sem ritstjóri Séð og heyrt Hreinn Loftsson eigandi stillti ritstjóranum upp við vegg. 30. apríl 2016 20:56 Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" "Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er." 13. febrúar 2015 11:41 Leoncie hellti sér yfir ritstjóra Séð og heyrt í beinni Ætlar í mál við Séð og heyrt sem sagði frá aldri hennar. 17. júlí 2015 15:00 Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Eiríkur Jónsson nýr ritstjóri Séð og Heyrt Eiríkur Jónsson segist stefna að því að koma Séð og heyrt á þann stað í samfélaginu þar sem blaðið eigi heima. 2. júlí 2014 07:00
Eiríkur hættir sem ritstjóri Séð og heyrt Hreinn Loftsson eigandi stillti ritstjóranum upp við vegg. 30. apríl 2016 20:56
Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" "Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er." 13. febrúar 2015 11:41
Leoncie hellti sér yfir ritstjóra Séð og heyrt í beinni Ætlar í mál við Séð og heyrt sem sagði frá aldri hennar. 17. júlí 2015 15:00