Valur þarf að fara í naflaskoðun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2016 06:30 Það er komið að ögurstundu fyrir Val og Aftureldingu í Olísdeild karla en þessi lið mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Sigurvegari rimmunnar mætir ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum Haukum í lokaúrslitunum. Valur hafnaði í öðru sæti Olísdeildarinnar í vor og fær því að spila oddaleikinn á sínum heimavelli. Valsmenn fengu hins vegar þungan skell í síðasta leik er þeir töpuðu fyrir Mosfellingum með þrettán marka mun, 29-16. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er búinn að skoða leikinn vel og niðurstaðan er einföld að hans sögn. „Það er eiginlega allt sem var lélegt hjá okkur á meðan þeir voru öflugir. Það er mikil breyting frá fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem gáfu líklega betri mynd af liðunum,“ segir Óskar Bjarni. „Við náðum aldrei að svara fyrir okkur í leiknum. Nú reynir á strákana – að þeir sýni úr hverju þeir eru gerðir og að þeir svari fyrir sig á réttan hátt í þessum leik.“ Hann segir leikmenn sína vitanlega hafa verið svekktir yfir niðurstöðunni og frammistöðunni í leiknum. „Menn eru fúlir og skammast sín. En svo þarf að vinna í því að koma mönnum aftur upp á tærnar og hrista aðeins upp í mannskapnum. Við þurfum að gæta okkur að hugsa um hvernig við ætlum að spila og gera réttu hlutina,“ segir Óskar Bjarni en bætir við að úrslitakeppnin vilji stundum vera óútreiknanlegt. „En það þýðir samt ekki að maður eigi einfaldlega að sætta sig við svona frammistöðu,“ bætir þjálfarinn við.Ákall til Valsmanna Nokkur umræða hefur skapast um þann stuðning sem liðin hafa fengið og hefur hann verið mismikill. Stuðningsmannahópar ÍBV og Aftureldingar hafa verið afar áberandi og þá hafa Haukar bætt í eftir því sem nær líður vori. Valsmenn hafa dregist aftur úr í þessum efnum og það viðurkennir Óskar Bjarni fúslega. „Þeir mættu vera aðeins fleiri frá okkur. En þeir sem koma eru mjög duglegir og láta mikið í sér heyra. Mér fannst ég til dæmis heyra meira í okkar fáu Valsmönnum á leik tvö gegn Aftureldingu en þeim fjölmörgu Mosfellingum sem voru á leiknum,“ segir Óskar Bjarni. „Þetta er ákall til Valsmanna. Ef þeir vilja að við komumst í úrslitin þá verða þeir að fjölmenna á leikinn og styðja okkur. Oft hefur maður það á tilfinningunni að mönnum þyki sjálfgefið að vinna oddaleik í fimm leikja seríu. Svo er spurning hvort einhver nenni að koma eftir þessa hörmung á laugardaginn,“ segir Óskar Bjarni en hann hrósar þeim hópi harðkjarna stuðningsmanna Vals sem fylgir liðinu allt frá Reykjavíkurmóti fram í lokaúrslitin. „Það eru okkar menn. En auðvitað vildum við að þeir væru fleiri í þeim hópi. Það er augljóst að það þarf að gera átak í þeim málum.“ Óskar Bjarni nefnir sem dæmi að Valur varð bikarmeistari eftir vel heppnaða úrslitahelgi í Laugardalshöllinni. „Svo voru fjórtán manns í stúkunni í næsta leik í deildinni. Stundum verður maður að sýna stuðninginn í verki líka,“ segir hann.Ekki múkk úr stúkunni Óskar Bjarni vill að meira verði gert til að búa til öflugan kjarna af „gallhörðum“ stuðningsmönnum og nefnir til að mynda hvernig stemningin var á leik Vals og Fjölnis í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. „Það var ágætlega mætt en það heyrðist ekki múkk úr stúkunni. Þetta er áhyggjuefni og félagið þarf að fara í naflaskoðun. Allir þurfa að róa í sömu átt og vekja áhuga á félaginu – leikmenn, stjórnarmenn og líka hinn almenni Valsari. Allir gerum við kröfu um að Valur sé í fremstu röð og þá þarf að vinna vel í þessum málum. Þetta er áhyggjuefni miðað við núverandi stöðu mála.“ Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30 í Valshöllinni. Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Það er komið að ögurstundu fyrir Val og Aftureldingu í Olísdeild karla en þessi lið mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Sigurvegari rimmunnar mætir ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum Haukum í lokaúrslitunum. Valur hafnaði í öðru sæti Olísdeildarinnar í vor og fær því að spila oddaleikinn á sínum heimavelli. Valsmenn fengu hins vegar þungan skell í síðasta leik er þeir töpuðu fyrir Mosfellingum með þrettán marka mun, 29-16. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er búinn að skoða leikinn vel og niðurstaðan er einföld að hans sögn. „Það er eiginlega allt sem var lélegt hjá okkur á meðan þeir voru öflugir. Það er mikil breyting frá fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem gáfu líklega betri mynd af liðunum,“ segir Óskar Bjarni. „Við náðum aldrei að svara fyrir okkur í leiknum. Nú reynir á strákana – að þeir sýni úr hverju þeir eru gerðir og að þeir svari fyrir sig á réttan hátt í þessum leik.“ Hann segir leikmenn sína vitanlega hafa verið svekktir yfir niðurstöðunni og frammistöðunni í leiknum. „Menn eru fúlir og skammast sín. En svo þarf að vinna í því að koma mönnum aftur upp á tærnar og hrista aðeins upp í mannskapnum. Við þurfum að gæta okkur að hugsa um hvernig við ætlum að spila og gera réttu hlutina,“ segir Óskar Bjarni en bætir við að úrslitakeppnin vilji stundum vera óútreiknanlegt. „En það þýðir samt ekki að maður eigi einfaldlega að sætta sig við svona frammistöðu,“ bætir þjálfarinn við.Ákall til Valsmanna Nokkur umræða hefur skapast um þann stuðning sem liðin hafa fengið og hefur hann verið mismikill. Stuðningsmannahópar ÍBV og Aftureldingar hafa verið afar áberandi og þá hafa Haukar bætt í eftir því sem nær líður vori. Valsmenn hafa dregist aftur úr í þessum efnum og það viðurkennir Óskar Bjarni fúslega. „Þeir mættu vera aðeins fleiri frá okkur. En þeir sem koma eru mjög duglegir og láta mikið í sér heyra. Mér fannst ég til dæmis heyra meira í okkar fáu Valsmönnum á leik tvö gegn Aftureldingu en þeim fjölmörgu Mosfellingum sem voru á leiknum,“ segir Óskar Bjarni. „Þetta er ákall til Valsmanna. Ef þeir vilja að við komumst í úrslitin þá verða þeir að fjölmenna á leikinn og styðja okkur. Oft hefur maður það á tilfinningunni að mönnum þyki sjálfgefið að vinna oddaleik í fimm leikja seríu. Svo er spurning hvort einhver nenni að koma eftir þessa hörmung á laugardaginn,“ segir Óskar Bjarni en hann hrósar þeim hópi harðkjarna stuðningsmanna Vals sem fylgir liðinu allt frá Reykjavíkurmóti fram í lokaúrslitin. „Það eru okkar menn. En auðvitað vildum við að þeir væru fleiri í þeim hópi. Það er augljóst að það þarf að gera átak í þeim málum.“ Óskar Bjarni nefnir sem dæmi að Valur varð bikarmeistari eftir vel heppnaða úrslitahelgi í Laugardalshöllinni. „Svo voru fjórtán manns í stúkunni í næsta leik í deildinni. Stundum verður maður að sýna stuðninginn í verki líka,“ segir hann.Ekki múkk úr stúkunni Óskar Bjarni vill að meira verði gert til að búa til öflugan kjarna af „gallhörðum“ stuðningsmönnum og nefnir til að mynda hvernig stemningin var á leik Vals og Fjölnis í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. „Það var ágætlega mætt en það heyrðist ekki múkk úr stúkunni. Þetta er áhyggjuefni og félagið þarf að fara í naflaskoðun. Allir þurfa að róa í sömu átt og vekja áhuga á félaginu – leikmenn, stjórnarmenn og líka hinn almenni Valsari. Allir gerum við kröfu um að Valur sé í fremstu röð og þá þarf að vinna vel í þessum málum. Þetta er áhyggjuefni miðað við núverandi stöðu mála.“ Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30 í Valshöllinni.
Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn