Framtíðin er mætt Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2016 15:00 Volkswagen Passat GTE er laglegur á velli. Reynsluakstur – Volkswagen Passat GTE Þeim hefur fjölgað mjög tengiltvinnbílunum frá Volkswagen og undirmerkjum þess. Sá nýjasti er þannig útbúin útfærsla af hinum vinsæla Passat sem nú er af tiltölulega nýrri kynslóð, bíls sem mjög vel hefur verið tekið af bílarýnum. Áður hafði Volkswagen kynnt Golf GTE og því fer Volkswagen þá leið að framleiða tengiltvinnbíla uppúr vel þekktum bílum sínum og er það vel, ekki síst í ljósi þess að þá er þróunarkostnaður þeirra lægri og það ætti að skila sér í lægra verði. Svo virðist vera með þennan tiltölulega stóra bíl sem fæst á frá 4.990.000 kr. sem er aðeins 400.000 kr. meira en ódýrast gerð Passat með 150 hestafla vél. Þessi bíll er hinsvegar 218 hestöfl og ári sprækur, vel búinn og eyðir auk þess afar litlu, en uppgefin eyðsla hans er 1,5 lítrar og komast má fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu.Þarf ekki að eyða neinu bensíni Eins og með aðra tengiltvinnbíla má hreinlega komast hjá því að hann eyði nokkru bensíni, svo fremi sem ekki sé ekið mjög langt. Við íslenskar aðstæður má þó ekki gera ráð fyrir því að bíllinn komist nema 30-40 kílómetra á fullri rafmagnshleðslu. Sú drægni ætti þó að duga flesta daga fyrir marga og því er rekstrarkostnaðurinn fyrir þennan bíl lágur. Það er ekki fyrr en farið er að nota bílinn til langferð út fyrir höfuðborgina sem hann fer að eyða bensíni að einhverju ráði. Þá er hann reyndar svo til eins og hver annar bíll með brunavél og eyðir svipuðu. Brunavélin í þessum bíl er aðeins 1,4 lítra TSI bensínvél en skilar samt 156 hestöflum. Þessa vél má finna í fleiri bílgerðum frá Volkswagen og hefur sannað sig í þeim sem sérlega spræk vél.Mögnuð akstursgeta þrátt fyrir þyngdina Við akstur bílsins finnst strax að fjöðrunin hefur verið hert frá hefðbundnum Passat. Er það gert til að vega uppá móti aukinni þyngd bílsins vegna rafhlaðanna. Svo merkilegt sem það er þá verður það ekki til að minnka aksturseiginleikana að ráði og kom það vel á óvart hvað þeir eru góðir í þessum bíl. Greinarritari var alveg búinn undir það að þessi bíll yrði nokkur eftirbátur hins aksturhæfa nýja Passat, en það var hann einfallega ekki, hann er jafnoki hans en bara dálítið öðruvísi og fjöðrun bílsins er bæði slaglöng og skemmtileg og hún étur allar hraðahindranir eins og nammi. Mjög gaman er að henda þessum bíl fyrir hornin og það kom hressilega á óvart við hvaða hraða hann gerir það með stæl og missir ekki grip. Er það með nokkrum ólíkindum miðað við að þessi bíll er 1.722 kíló og 350 kg þyngri en léttasti Passatinn. Alls ekki sakaði við aksturinn að þessi bíll er aðeins 7,4 sekúndur í hundraðið og ferlega skemmtilegt að gefa honum í botn og finna fyrir öllu aflinu þegar bíllinn er nægilega hraðinn rafmagni. Eins og með aðra tengiltvinnbíla verður ökumaður lítið var við það þegar bíllinn skiptir milli drifrása eða notar þær báðar og varla einu sinni þegar brunavélin ræsir sig.Á flottu verði og mun ódýrari en í Bretlandi Ekki er það til að minnka akstursánægjuna að í Passat GTE er frábær DSG-sjálfskipting sem ef eitthvað er virkar enn betur í Passat GTE en Golf GTE. En skildi vera einhverjir ókostir við Passat GTE. Já, hann er með minna farangursrými en venjulegur Passat og er það vegna rafhlaðanna og tapar hann um 50 lítrum í rými. Þó er sedan gerðin með 402 lítra og langbakurinn (Variant) með 483 lítra og ef sætin eru niðri stækka þessar tölur í 968 l./1.613 l. Með því er óhætt að segja að Passat í langbaksgerðinni sé hentugur ferðabíll og víst er að vel fer um aftursætisfarþega, sem og í góðum framsætunum. Innrétting bílsins er stílhrein og býsna lagleg, klassíks Volkswagen innrétting. Þegar bíllinn ekur á rafmagninu eingöngu er í stað snúningsmælis á rafrænu mælaborðinu upplýsingar um hve mikið er tekið af rafmagnsaflinu og hvort hann er að hlaða, en nokkuð sérstakt er að sjá stafrænt mælaborð í svo ódýrum bíl. Það er full ástæða til að mæla með þessum Passat GTE, ekki síst í ljósi þess hve ódýr hann er í samanburði við mörg önnur lönd álfunnar, en hann er miklu ódýrari hlutfallslega hér í samanburði við venjulegar gerðir Passat. Eiga þar engin vörugjöld hérlendis mestan þátt. Hann kostar t.d. 32.000 pund í Bretlandi, eða 5,8 milljónir króna, en 4,99 milljónir hér. Auka 67 hestöfl, svo til engin eyðsla og mikla meira til fæst því fyrir aðeins 400.000 kr. aukalega í samanburði við ódýrasta Passat með 150 hestafla bensínvél.Kostir: Lítil eyðsla, mikið afl, gott verðÓkostir: Minna farangursrými vegna rafhlaða 1,4 l. TSI bensínvél og rafmótorar, 218 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 1,5 l./100 km í bl. akstri Mengun: 37 g/km CO2 Hröðun: 7,4 sek. Hámarkshraði: 225 km/klst Verð frá: 4.990.000 kr. Umboð: HeklaEkkert smá flottur að innan. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent
Reynsluakstur – Volkswagen Passat GTE Þeim hefur fjölgað mjög tengiltvinnbílunum frá Volkswagen og undirmerkjum þess. Sá nýjasti er þannig útbúin útfærsla af hinum vinsæla Passat sem nú er af tiltölulega nýrri kynslóð, bíls sem mjög vel hefur verið tekið af bílarýnum. Áður hafði Volkswagen kynnt Golf GTE og því fer Volkswagen þá leið að framleiða tengiltvinnbíla uppúr vel þekktum bílum sínum og er það vel, ekki síst í ljósi þess að þá er þróunarkostnaður þeirra lægri og það ætti að skila sér í lægra verði. Svo virðist vera með þennan tiltölulega stóra bíl sem fæst á frá 4.990.000 kr. sem er aðeins 400.000 kr. meira en ódýrast gerð Passat með 150 hestafla vél. Þessi bíll er hinsvegar 218 hestöfl og ári sprækur, vel búinn og eyðir auk þess afar litlu, en uppgefin eyðsla hans er 1,5 lítrar og komast má fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu.Þarf ekki að eyða neinu bensíni Eins og með aðra tengiltvinnbíla má hreinlega komast hjá því að hann eyði nokkru bensíni, svo fremi sem ekki sé ekið mjög langt. Við íslenskar aðstæður má þó ekki gera ráð fyrir því að bíllinn komist nema 30-40 kílómetra á fullri rafmagnshleðslu. Sú drægni ætti þó að duga flesta daga fyrir marga og því er rekstrarkostnaðurinn fyrir þennan bíl lágur. Það er ekki fyrr en farið er að nota bílinn til langferð út fyrir höfuðborgina sem hann fer að eyða bensíni að einhverju ráði. Þá er hann reyndar svo til eins og hver annar bíll með brunavél og eyðir svipuðu. Brunavélin í þessum bíl er aðeins 1,4 lítra TSI bensínvél en skilar samt 156 hestöflum. Þessa vél má finna í fleiri bílgerðum frá Volkswagen og hefur sannað sig í þeim sem sérlega spræk vél.Mögnuð akstursgeta þrátt fyrir þyngdina Við akstur bílsins finnst strax að fjöðrunin hefur verið hert frá hefðbundnum Passat. Er það gert til að vega uppá móti aukinni þyngd bílsins vegna rafhlaðanna. Svo merkilegt sem það er þá verður það ekki til að minnka aksturseiginleikana að ráði og kom það vel á óvart hvað þeir eru góðir í þessum bíl. Greinarritari var alveg búinn undir það að þessi bíll yrði nokkur eftirbátur hins aksturhæfa nýja Passat, en það var hann einfallega ekki, hann er jafnoki hans en bara dálítið öðruvísi og fjöðrun bílsins er bæði slaglöng og skemmtileg og hún étur allar hraðahindranir eins og nammi. Mjög gaman er að henda þessum bíl fyrir hornin og það kom hressilega á óvart við hvaða hraða hann gerir það með stæl og missir ekki grip. Er það með nokkrum ólíkindum miðað við að þessi bíll er 1.722 kíló og 350 kg þyngri en léttasti Passatinn. Alls ekki sakaði við aksturinn að þessi bíll er aðeins 7,4 sekúndur í hundraðið og ferlega skemmtilegt að gefa honum í botn og finna fyrir öllu aflinu þegar bíllinn er nægilega hraðinn rafmagni. Eins og með aðra tengiltvinnbíla verður ökumaður lítið var við það þegar bíllinn skiptir milli drifrása eða notar þær báðar og varla einu sinni þegar brunavélin ræsir sig.Á flottu verði og mun ódýrari en í Bretlandi Ekki er það til að minnka akstursánægjuna að í Passat GTE er frábær DSG-sjálfskipting sem ef eitthvað er virkar enn betur í Passat GTE en Golf GTE. En skildi vera einhverjir ókostir við Passat GTE. Já, hann er með minna farangursrými en venjulegur Passat og er það vegna rafhlaðanna og tapar hann um 50 lítrum í rými. Þó er sedan gerðin með 402 lítra og langbakurinn (Variant) með 483 lítra og ef sætin eru niðri stækka þessar tölur í 968 l./1.613 l. Með því er óhætt að segja að Passat í langbaksgerðinni sé hentugur ferðabíll og víst er að vel fer um aftursætisfarþega, sem og í góðum framsætunum. Innrétting bílsins er stílhrein og býsna lagleg, klassíks Volkswagen innrétting. Þegar bíllinn ekur á rafmagninu eingöngu er í stað snúningsmælis á rafrænu mælaborðinu upplýsingar um hve mikið er tekið af rafmagnsaflinu og hvort hann er að hlaða, en nokkuð sérstakt er að sjá stafrænt mælaborð í svo ódýrum bíl. Það er full ástæða til að mæla með þessum Passat GTE, ekki síst í ljósi þess hve ódýr hann er í samanburði við mörg önnur lönd álfunnar, en hann er miklu ódýrari hlutfallslega hér í samanburði við venjulegar gerðir Passat. Eiga þar engin vörugjöld hérlendis mestan þátt. Hann kostar t.d. 32.000 pund í Bretlandi, eða 5,8 milljónir króna, en 4,99 milljónir hér. Auka 67 hestöfl, svo til engin eyðsla og mikla meira til fæst því fyrir aðeins 400.000 kr. aukalega í samanburði við ódýrasta Passat með 150 hestafla bensínvél.Kostir: Lítil eyðsla, mikið afl, gott verðÓkostir: Minna farangursrými vegna rafhlaða 1,4 l. TSI bensínvél og rafmótorar, 218 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 1,5 l./100 km í bl. akstri Mengun: 37 g/km CO2 Hröðun: 7,4 sek. Hámarkshraði: 225 km/klst Verð frá: 4.990.000 kr. Umboð: HeklaEkkert smá flottur að innan.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent