Nýr Mercedes-Benz E-Class frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2016 09:30 Ný kynslóð Mercedes-Benz E-Class verður frumsýndur hjá bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Þetta er tíunda kynslóð þessa vinsæla lúxusbíls og kemur nú stærri og betur búinn en nokkru sinni áður. E-Class er söluhæsti bíll þýska lúxusbílaframleiðandans frá upphafi en meira en 13 milljónir E-Class hafa selst á heimsvísu frá því bíllinn kom fyrst á markað. Segja má að framtíðin sé komin með nýjum E-Class því bíllinn er hlaðinn nýjasta tæknibúnaði og setur ný viðmið í sínum stærðarflokki varðandi nýjustu öryggis- og aksturskerfi. Bíllinn er glæsilegur í alla staði. Mikið er lagt upp úr lúxusþægindum en bíllinn líkist talsvert flaggskipinu S-Class í hönnun bæði að innan og utan og er ekki leiðum að líkjast. Mercedes-Benz kynnir til leiks nýja 2,0 lítra dísilvél í E-Class sem er 195 hestöfl. Nefnist sú útgáfa bílsins 220d og mun hann aðeins eyða frá 3,9 lítrum í blönduðum akstri. Nýr E-Class er með nýju og háþróuðu Drive Pilot kerfi frá Mercedes-Benz, sem er næsta skrefið í áttina að sjálfvirkjum akstursbúnaði bíla. Kerfið sér um að halda réttri fjarlægð á milli bílsins fyrir framan og getur auk þess haldið í við bíl upp að allt að 210 km hraða. Ökumaður fær einnig mikla aðstoð varðandi stýringu bílsins, skiptingu á milli akreina og auk þess varðandi hemlun bílsins ef hætta steðjar að. Þá sér kerfið einnig um að aðstoða ökumann mjög mikið við að leggja í stæði. Bíllinn er því að mörgu leyti sjálfakandi og enginn bíll á markaði er kominn lengra hvað varðar þessa tækni í dag. E-Class er fyrsti bíllinn sem kemur með Touch Control búnaði þannig að ökumaður þarf aðeins að snerta stýrið til að stýra ákveðnum aðgerðum. Þá getur ökumaður sett bílinn í gang úr snjallsímanum sínum. Bíllinn er auk þess búinn 12,3" skjá, íslensku leiðsögukerfi, árekstrarvörn, akreinavara og mörgu fleiru. Þá eru möguleikarnir um aukabúnað nánast ótæmandi. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent
Ný kynslóð Mercedes-Benz E-Class verður frumsýndur hjá bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Þetta er tíunda kynslóð þessa vinsæla lúxusbíls og kemur nú stærri og betur búinn en nokkru sinni áður. E-Class er söluhæsti bíll þýska lúxusbílaframleiðandans frá upphafi en meira en 13 milljónir E-Class hafa selst á heimsvísu frá því bíllinn kom fyrst á markað. Segja má að framtíðin sé komin með nýjum E-Class því bíllinn er hlaðinn nýjasta tæknibúnaði og setur ný viðmið í sínum stærðarflokki varðandi nýjustu öryggis- og aksturskerfi. Bíllinn er glæsilegur í alla staði. Mikið er lagt upp úr lúxusþægindum en bíllinn líkist talsvert flaggskipinu S-Class í hönnun bæði að innan og utan og er ekki leiðum að líkjast. Mercedes-Benz kynnir til leiks nýja 2,0 lítra dísilvél í E-Class sem er 195 hestöfl. Nefnist sú útgáfa bílsins 220d og mun hann aðeins eyða frá 3,9 lítrum í blönduðum akstri. Nýr E-Class er með nýju og háþróuðu Drive Pilot kerfi frá Mercedes-Benz, sem er næsta skrefið í áttina að sjálfvirkjum akstursbúnaði bíla. Kerfið sér um að halda réttri fjarlægð á milli bílsins fyrir framan og getur auk þess haldið í við bíl upp að allt að 210 km hraða. Ökumaður fær einnig mikla aðstoð varðandi stýringu bílsins, skiptingu á milli akreina og auk þess varðandi hemlun bílsins ef hætta steðjar að. Þá sér kerfið einnig um að aðstoða ökumann mjög mikið við að leggja í stæði. Bíllinn er því að mörgu leyti sjálfakandi og enginn bíll á markaði er kominn lengra hvað varðar þessa tækni í dag. E-Class er fyrsti bíllinn sem kemur með Touch Control búnaði þannig að ökumaður þarf aðeins að snerta stýrið til að stýra ákveðnum aðgerðum. Þá getur ökumaður sett bílinn í gang úr snjallsímanum sínum. Bíllinn er auk þess búinn 12,3" skjá, íslensku leiðsögukerfi, árekstrarvörn, akreinavara og mörgu fleiru. Þá eru möguleikarnir um aukabúnað nánast ótæmandi.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent