Risainnköllun bíla með Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2016 10:06 Sprunginn Takata öryggispúði. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NHTSA) tilkynnti í vikunni um stærstu innköllun frá upphafi vegna Takata öryggispúða. Áður hefur margsinnis verið tilkynnt um innköllun á bílum með þessum púðum þar sem þeir springa með of miklum krafti. Bætt var við 35-40 milljón bílum í innkölluninni nú, sem nú er sú stærsta í Bandaríkjunum. Það er ammóníum nítrat í öryggispúðunum frá Takata sem minnkar með tímanum og Mark Rosekind yfirmaður hjá NHTSA segir að það gerist sérstaklega í hita og raka að öryggispúðarnir verði hættulegir. Þegar púðinn springur hafa málmagnir fylgt með og búið er að tengja meira en 100 meiðsl og 10 dauðsföll í Bandaríkjunum við gallann í púðunum. Búið er að bæta þremur bíltegundum við áhættulistann nú, það er Jaguar-Land Rover, Tesla og Fisker, en fyrir á listanum voru Honda, Toyota, Ford, Mercedes-Benz, Nissan, Fiat-Chrysler og BMW. Það er billinn.is sem greinir frá þessu. Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent
Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NHTSA) tilkynnti í vikunni um stærstu innköllun frá upphafi vegna Takata öryggispúða. Áður hefur margsinnis verið tilkynnt um innköllun á bílum með þessum púðum þar sem þeir springa með of miklum krafti. Bætt var við 35-40 milljón bílum í innkölluninni nú, sem nú er sú stærsta í Bandaríkjunum. Það er ammóníum nítrat í öryggispúðunum frá Takata sem minnkar með tímanum og Mark Rosekind yfirmaður hjá NHTSA segir að það gerist sérstaklega í hita og raka að öryggispúðarnir verði hættulegir. Þegar púðinn springur hafa málmagnir fylgt með og búið er að tengja meira en 100 meiðsl og 10 dauðsföll í Bandaríkjunum við gallann í púðunum. Búið er að bæta þremur bíltegundum við áhættulistann nú, það er Jaguar-Land Rover, Tesla og Fisker, en fyrir á listanum voru Honda, Toyota, Ford, Mercedes-Benz, Nissan, Fiat-Chrysler og BMW. Það er billinn.is sem greinir frá þessu.
Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent