Dolph Lundgren á 123 hestafla hjólabretti Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2016 12:49 Ford fékk sænska kraftatröllið og leikarann Dolph Lundgren til liðs við sig í einni fáránlegustu samsetningu farartækis sem sést hefur. Ford setti bílvél á fremur stórvaxið hjólabretti til að sjá hversu hratt það getur farið. Dolph Lundgren tók að sér að aka gripnum í þessu grínaktuga myndskeiði sem hér fylgir. Vélin á brettinu er 1,0 lítra EcoBoost verðlaunavél Ford og eðlilega knýr hún fremur létt áfram brettið, enda 123 hestöfl. Að aftanverðu er búið að koma fyrir öllu stærri hjólum á brettið svo aflið skili sér nú í undirlagið. Þessi magnaða litla vél Ford má einnig fá í 140 hestafla útgáfu í Ford Fiesta Black- og Red-útgáfum og þá er hana einnig að finna í smáum keppnisbíl Ford í 205 hestafla útfærslu. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent
Ford fékk sænska kraftatröllið og leikarann Dolph Lundgren til liðs við sig í einni fáránlegustu samsetningu farartækis sem sést hefur. Ford setti bílvél á fremur stórvaxið hjólabretti til að sjá hversu hratt það getur farið. Dolph Lundgren tók að sér að aka gripnum í þessu grínaktuga myndskeiði sem hér fylgir. Vélin á brettinu er 1,0 lítra EcoBoost verðlaunavél Ford og eðlilega knýr hún fremur létt áfram brettið, enda 123 hestöfl. Að aftanverðu er búið að koma fyrir öllu stærri hjólum á brettið svo aflið skili sér nú í undirlagið. Þessi magnaða litla vél Ford má einnig fá í 140 hestafla útgáfu í Ford Fiesta Black- og Red-útgáfum og þá er hana einnig að finna í smáum keppnisbíl Ford í 205 hestafla útfærslu.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent