Bílakaup landsmanna halda áfram að vaxa Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2016 15:02 Bílasala er í miklum blóma nú um stundir. Sala nýrra bíla hjá BL hefur gengið mjög vel það sem af er árinu og er eftir apríl komin í 1.818 bíla samanborið við 943 bíla á sama tíma í fyrra. Í nýliðum mánuði nam markaðshlutdeild BL á fólks- og sendibílamarkaði 27,3 prósentum og nemur hún 28 prósentum það sem af er árinu. Alls voru 675 bílar af tegundum sem BL er með umboð fyrir skráðir í apríl, 234 fleiri en í mars. Hjá Samgöngustofu voru alls skráðir 2.470 fólks- og sendibílar í aprílmánuði, 979 fleiri en í mars þegar skráður var 1.491 bíll. Skráðir bílaleigubílar eru 73% fleiri fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tímabili 2015, alls 2.716, þar af 1.229 í apríl. Sé litið til bílamerkja BL fyrstu fjóra mánuði ársins var salan 93% meiri en á sama tíma 2015. Toyota er í öðru sæti yfir árið með 17,2% og Hekla í því þriðja með 16,4% hlutdeild.Sala BL í apríl. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent
Sala nýrra bíla hjá BL hefur gengið mjög vel það sem af er árinu og er eftir apríl komin í 1.818 bíla samanborið við 943 bíla á sama tíma í fyrra. Í nýliðum mánuði nam markaðshlutdeild BL á fólks- og sendibílamarkaði 27,3 prósentum og nemur hún 28 prósentum það sem af er árinu. Alls voru 675 bílar af tegundum sem BL er með umboð fyrir skráðir í apríl, 234 fleiri en í mars. Hjá Samgöngustofu voru alls skráðir 2.470 fólks- og sendibílar í aprílmánuði, 979 fleiri en í mars þegar skráður var 1.491 bíll. Skráðir bílaleigubílar eru 73% fleiri fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tímabili 2015, alls 2.716, þar af 1.229 í apríl. Sé litið til bílamerkja BL fyrstu fjóra mánuði ársins var salan 93% meiri en á sama tíma 2015. Toyota er í öðru sæti yfir árið með 17,2% og Hekla í því þriðja með 16,4% hlutdeild.Sala BL í apríl.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent