Óskar Bjarni: Jafnmikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 30. apríl 2016 19:37 Óskar Bjarni sykurhúðaði hlutina ekkert eftir leikinn í Mosfellsbænum. vísir/pjetur „Það er flókið að tala um þetta. Þeir valta yfir okkur, berja okkur í spað og við svörum ekkert,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, um niðurlæginguna sem hans menn þurftu að þola gegn Aftureldingu í kvöld. „Þeir eru ákveðnari og betri og Davíð [Svansson] er frábær í markinu. Hann jarðar okkur. Það er ekki framlag frá okkur neins staðar. Það er enginn sem gerir eitthvað. „Mér fannst aðeins lífsmark með Alexander [Júlíussyni] í vörninni en hann lítur illa út við hliðina á hinum þegar aðrir fylgja ekki með. Sturla [Magnússon] kemur ágætur inn í sóknina á köflum en það er varla hægt að telja meira, þetta var skita,“ sagði mjög ósáttur Óskar Bjarni. Valur rúllaði yfir Aftureldingu í síðasta leik og var ótrúlegur viðsnúningur á leik liðanna. „Við leystum illa þeirra varnarleik sem við höfðum gert ágætlega í síðustu tveimur leikjum. Við náðum ekki að leysa sóknina. Við spiluðum ekki nógu vel úr okkar kerfum. Okkur leið illa á vellinum. Við skutum illa á Davíð og nýttum ekki yfirtöluna. „Þetta var bara svipað og þeir voru í fyrri hálfleik á móti okkur í síðasta leik. Þetta er stórfurðulegt. Með svona frammistöðu eigum við ekki séns áfram.“ Geir Guðmundsson lék mjög vel í tveimur síðustu leikjum liðanna. Mikill kraftur var í honum þá en hann var ekki svipur hjá sjón í þessum leik og virtist kraftlaus eftir að hafa leikið flestar mínútur síðan Ómar Ingi Magnússon meiddist. „Það gekk ekkert upp hjá honum. Það er búið að vera mikið álag á honum og Svenna [Sveini Aroni Sveinssyni] en Svenni er léttari og spilar í horninu. Kannski gerðum við mistök að hvíla hann ekki meira í síðasta leik. „En Geir var bara lélegur eins og í fyrsta leiknum. Hann skaut mjög illa og það var lesið. Það er auðvelt að kenna þreytu um en ég held að flestir hafi spilað álíka,“ sagði Óskar. Eftir tvo ójafna leiki vonast Óskar Bjarni líkt og flestir aðrir eftir jöfnum og spennandi leik á þriðjudaginn þegar úr verður skorið hvort liðið kemst í úrslit. „Þetta er hundleiðinlegt. Bæði fimmtudagurinn og núna. Við skulum vona að það verði líf í þessu á þriðjudaginn hjá báðum liðum og þetta verið framlengingarpakki og bæði lið spili toppleik. Það er mikið skemmtilegra. „Við þurfum að fara yfir þetta og greina. Það var bara einn dagur á milli leikja og þeir gera ekki miklar breytingar. Þeir fara aðeins framar með Gunna [Gunnar Þórsson] en þeir komu bara miklu beittari í sinn leik. „Við þurfum framlag. Ég meina, hverjir voru góðir í okkar liði? Hvað gekk upp? Þetta snýst um að spila sömu hlutina en bara gera þá mun betur og koma af krafti í þetta. Við þurfum að spila vörn. „Kannski hefðum við átt að fara í 3-2-1 og poppa þetta upp. Þetta var leikur þar sem við hefðum átt að gera eitthvað annað, við þjálfararnir. Við hefðum átt að hjálpa þeim með að breyta og gera eitthvað skemmtilegra. Það var jafn mikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum, því miður,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
„Það er flókið að tala um þetta. Þeir valta yfir okkur, berja okkur í spað og við svörum ekkert,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, um niðurlæginguna sem hans menn þurftu að þola gegn Aftureldingu í kvöld. „Þeir eru ákveðnari og betri og Davíð [Svansson] er frábær í markinu. Hann jarðar okkur. Það er ekki framlag frá okkur neins staðar. Það er enginn sem gerir eitthvað. „Mér fannst aðeins lífsmark með Alexander [Júlíussyni] í vörninni en hann lítur illa út við hliðina á hinum þegar aðrir fylgja ekki með. Sturla [Magnússon] kemur ágætur inn í sóknina á köflum en það er varla hægt að telja meira, þetta var skita,“ sagði mjög ósáttur Óskar Bjarni. Valur rúllaði yfir Aftureldingu í síðasta leik og var ótrúlegur viðsnúningur á leik liðanna. „Við leystum illa þeirra varnarleik sem við höfðum gert ágætlega í síðustu tveimur leikjum. Við náðum ekki að leysa sóknina. Við spiluðum ekki nógu vel úr okkar kerfum. Okkur leið illa á vellinum. Við skutum illa á Davíð og nýttum ekki yfirtöluna. „Þetta var bara svipað og þeir voru í fyrri hálfleik á móti okkur í síðasta leik. Þetta er stórfurðulegt. Með svona frammistöðu eigum við ekki séns áfram.“ Geir Guðmundsson lék mjög vel í tveimur síðustu leikjum liðanna. Mikill kraftur var í honum þá en hann var ekki svipur hjá sjón í þessum leik og virtist kraftlaus eftir að hafa leikið flestar mínútur síðan Ómar Ingi Magnússon meiddist. „Það gekk ekkert upp hjá honum. Það er búið að vera mikið álag á honum og Svenna [Sveini Aroni Sveinssyni] en Svenni er léttari og spilar í horninu. Kannski gerðum við mistök að hvíla hann ekki meira í síðasta leik. „En Geir var bara lélegur eins og í fyrsta leiknum. Hann skaut mjög illa og það var lesið. Það er auðvelt að kenna þreytu um en ég held að flestir hafi spilað álíka,“ sagði Óskar. Eftir tvo ójafna leiki vonast Óskar Bjarni líkt og flestir aðrir eftir jöfnum og spennandi leik á þriðjudaginn þegar úr verður skorið hvort liðið kemst í úrslit. „Þetta er hundleiðinlegt. Bæði fimmtudagurinn og núna. Við skulum vona að það verði líf í þessu á þriðjudaginn hjá báðum liðum og þetta verið framlengingarpakki og bæði lið spili toppleik. Það er mikið skemmtilegra. „Við þurfum að fara yfir þetta og greina. Það var bara einn dagur á milli leikja og þeir gera ekki miklar breytingar. Þeir fara aðeins framar með Gunna [Gunnar Þórsson] en þeir komu bara miklu beittari í sinn leik. „Við þurfum framlag. Ég meina, hverjir voru góðir í okkar liði? Hvað gekk upp? Þetta snýst um að spila sömu hlutina en bara gera þá mun betur og koma af krafti í þetta. Við þurfum að spila vörn. „Kannski hefðum við átt að fara í 3-2-1 og poppa þetta upp. Þetta var leikur þar sem við hefðum átt að gera eitthvað annað, við þjálfararnir. Við hefðum átt að hjálpa þeim með að breyta og gera eitthvað skemmtilegra. Það var jafn mikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum, því miður,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni