Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur setið á valdastól lengur en nokkur forveri hans í embætti. Hann var kjörinn forseti í júní 1996 og tók við embætti 1. ágúst sama ár. Hefur hann gegnt embætti forseta í 19 ár og 262 daga, rétt tæplega 20 ár. Í vikunni tilkynnti Ólafur Ragnar að hann myndi bjóða sig fram í sjötta skiptið, þrátt fyrir að hafa áður gefið út að hann myndi ekki bjóða sig fram á nýjan leik. Í yfirlýsingu forseta kom fram að vegna óvissu í íslensku samfélagi í kjölfar mótmælaöldu og stjórnmálalegs umróts myndi hann horfast í augu við þann fjölda sem lagt hafi hart að honum að bjóða sig fram á nýju og verða við þeirri beiðni. Ólafur Ragnar hefur því gefið kost á sér á nýjan leik og gæti þegar upp er staðið hafa setið sem forseti lýðveldisins Íslands í 24 ár. Árin 20 sem þó þegar eru liðin hafa verið viðburðarrík.Framboðið Áður en að Ólafur Ragnar varð forseti var hann vel þekktur í íslensku samfélagi. Fyrrum prófessor við Háskóla Íslands, var vinsæll sjónvarpsmaður og síðar alþingismaður og ráðherra en hann gegndi embætti formanns Alþýðubandalagsins frá 1987-1995. Forsetaframboð Ólafs Ragnars var umdeilt, meðal annars vegna fortíðar hans í stjórnmálum og birti hópur fólks sem kallaði sig Óháða áhugamenn um forsetakjör 1996, röð auglýsinga í dagblöðum þar sem hæfni Ólafs til þess að gegna embætti forseta Íslands var dregin í efa. Auglýsingarnar höfðu þó ekki tilætlaðan árangur. Eftir að landsmenn höfðu gengið að kjörborðinu þann 29. júní 1996 stóð Ólafur Ragnar uppi sem sigurvegari. Var hann kjörinn forseti með 41,4 prósent greiddra atkvæða. Þann 1. ágúst sama ár tók hann við embættinu.Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín þegar Ólafur tók við embætti.Vísir/GVAFráfall Guðrúnar Katrínar og kynnin við Dorrit Ólafur Ragnar kvæntist Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur árið 1974. Í kosningabaráttu Ólafs Ragnars fyrir forsetakosningarnar var hún mjög áberandi og fylgdi honum um allt land. Í kosningabaráttunni og eftir að Ólafur Ragnar var kjörinn forseti ávann hún sér velvild og virðingu þjóðarinnar og var hún afar vinsæl. Árið 1997 greindist hún með hvítblæði og lést hún þann 12. október árið síðar eftir harða baráttu við sjúkdóminn í Seattle þar sem hún hlaut læknismeðferð. Hafði sjúkdómurinn tekið sig upp að nýju eftir að útlit var fyrir að læknismeðferð hefði gengið vel. Í bók Guðjóns Friðrikssonar um forsetatíð Ólafs Ragnars, Saga af forseta, kemur fram að fráfall Guðrúnar Katrínar hafi verið Ólafi Ragnari þungbært og að forsetaembættið hafi verið í hægagangi árin eftir það. Árið 1999 fann Ólafur hamingjuna á ný og fékk þjóðin að kynnast væntanlegri forsetafrú, Dorrit Moussaieff, í september 1999 þegar Ólafur Ragnar féll af hestbaki og slasaðist á öxl í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Dorrit var með í för, var fyrst til þess að hlúa að forsetanum eftir fallið og lét yfirhöfn sína yfir hann.Dorrit hugar að Ólafi eftir að hann féll af baki.Vísir/GVAVék Dorrit ekki frá Ólafi Ragnari á meðan beðið var eftir sjúkraflutningum en Ólafur Ragnar lá nokkuð slasaður á öxl í um tvo tíma á kaldri jörðinni. Daginn eftir studdi Dorrit Ólaf þegar hann var útskrifaður af sjúkrahúsi og er atvikinu lýst á dramatískan hátt í frétt DV. „Er þau gengu út af sjúkrahúsinu inn i leifturljós myndavéla og hóp fjölmiðlamanna, sem beið fyrir utan, duldist engum að þar fór ástfangið par. Lófar þeirra voru sem eitt og takinu aldrei sleppt. Úr augum skein væntumþykja, traust, ást.“ Trúlofuðu þau sig árið 2000 og giftu sig á afmælisdag Ólafs Ragnars, þann 14. maí 2003 við látlausa athöfn. Dorrit varð smám saman samofin forsetaembættinu og fylgdi Ólafi um heiminn. Líklega tryggði hún sér endanlega sess sinn í hjörtum Íslendingar þegar hún lét hafa eftir sér einhver fleygustu orð Íslandssögunnar þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta lék á als oddi á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Orð sem á einhvern hátt náðu að fanga þjóðarsál Íslendinga í einni setningu.„Ísland er ekki lítið land, Ísland er stórasta land í heimi.“Sagður vera klappstýra útrásarinnar Íslenska útrásin er orðalag sem hvorki heyrist né sést mikið lengur. Hún var þó á allra vörum eftir aldamót og fram til ársins 2008 þegar allt leit út fyrir að hvert íslenska fyrirtækið á fætur öðru væri að vinna sigra í hinum alþjóðlega viðskiptaheimi. Óhætt er að segja að Ólafur Ragnar hafi verið mikill stuðningsmaður þessara fyrirtækja og forsvarsmanna þeirra. Þáttur hans í útrásinni og þeim afleiðinum sem hún olli var svo mikill að Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008 þótti við hæfi að helga forsetanum sérstakan kafla í ítarlegri skýrslu sinni.Þar kemur fram að Ólafur Ragnar hafi séð tækifæri fyrir forsetaembættið í að beita sér í þágu aukinna viðskipta. Í því skyni hafi hann margsinnis þegið boð útrásarvíkinganna svokölluðu um að verða viðstaddur opnanir á nýjum útibúum og skrifstofum erlendis, skrifað bréf í þágu fyrirtækja og einstaklinga til erlendra viðskiptamanna og þjóðhöfðinga.Útskýrði árangurinn með vísun í sérstakt eðli Íslendinga Eitt af því sem er einna áhugaverðast við framgöngu Ólafs Ragnars á þessu tímabili í Íslandssögunni eru þær skýringar sem hann gaf á þeirri velgengni sem íslensk fyrirtæki og athafnamenn nutu. Hélt hann fjölmargar ræður á erlendri grundu um íslenska viðskiptamenningu og inntakið var oftar en ekki það sama, það væri eitthvað í eðli Íslendinga sem gerði það að verkum að Íslendingar næðu svo undaverðum árangri í alþjóðlegum viðskiptum. Eitt besta dæmi um það eru eftirfarandi ummæli sem Ólafur lét falla í ræðu sinni í Walbrook-klúbbnum í London árið 2005 þar sem hann ræddi árangur íslenskra fyrirtækja á borð við Bakkavör, Kaupþing og Actavis:„I am convinced that our business culture, our approach, our way of thinking and our behaviour patterns, rooted in our traditions and national identity, have played a crucial role. All of these are elements that challenge the prevailing theories taught in respected business schools and observed in practice by many of the big American and British corporations.“Ekki nóg með það að íslensk fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra væru að ná miklum árangri í viðskiptum heldur ögruðu þau, að mati Ólafs, einnig viðteknum skoðunum og lærdómum hefðbundinna viðskiptahátta og skýringarnar á því mátti finna í eðli Íslendinga sem mótast hafði allt frá landnámi.Ólafur Ragnar á fundi í London með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Sigurði Einarssyni og fleirum.Harðlega gagnrýndur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis Á fundi í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélagsins árið 2006, fundi sem líklega verður að teljast einn af hápunktum útrásaráranna, hélt Ólafur erindi er nefndist „Útrásin: Uppruni - Einkenni - Framtíðarsýn“. Þar kom fram að hann væri sannfærður um að á Íslandi væri runnin upp gullöld, sambærilega við Endurreisnartímabilið í Evrópu sem hófst á 14. öld og stóð fram á þá 16.„Að þessu leyti er Ísland á vissan hátt samfélag renaissansins, endurreisnar, þar sem blómaskeiðið byggist jöfnum höndum á viðskiptum, vísindum og listum, samfélagi fólks sem skarar framúr á ólíkum sviðum.“ Sumarið 2008 fór hinsvegar að bera á því að Ólafur drægi úr stuðningi sínum við útrásarfyrirtækin enda voru þá komin ýmis merki um að íslenska útrásin væru að mörgu leyti byggð á loftbólu. Ekki var eftirspurn eftir söguskoðun Ólafs Ragnars sem endanlega féll um sjálfa sig þegar allt hrundi. Áður en til þess kom hafði Ólafur þó að einhverju leyti blásið á gagnrýni á íslensku útrásarfyrirtækin þegar hættumerki varðandi starfsemi þeirra fóru að birtast árið 2006 og til ársins 2008. Í niðurlagi kaflans um hlut forseta í Rannsóknarskýrslunni segir að forsetinn hafi tekið þátt í að gera lítið úr þeim röddum sem vöruðu við hættulega miklum umsvifum íslenskra fyrirtækja. Í skýrslunni segir einnig að þrátt fyrir að stjórnkerfið hafi á margvíslegan hátt borið ábyrgð á því sem gerðist hafi ekki verið hjá því komist að skoða hlut forsetans, svo hart hafi hann gengið fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki. „Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli,“ segir í skýrslunni. „ Forsetinn kom ekki að stjórnvaldsákvörðunum en hann ber ásamt fleirum siðferðilega ábyrgð á því leikriti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra.“Ólafur Ragnar og Geir H. Haarde á fundi á Bessastöðum.Málskotsforsetinn Ólafur Ragnar Grímsson Enginn forseti í lýðveldissögunni hefur gripið jafn mikið inn í íslensk stjórnmál og Ólafur Ragnar. Nægir þar að nefna að hann er eini forsetinn sem beitt hefur 26. ákvæði stjórnarskrárinnar sem segir að forseti geti synjað lögum staðfestingu og vísað þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gerði Ólafur Ragnar fyrst árið 2004 þegar hann neitaði að staðfesta umdeilt fjölmiðlafrumvarp þáverandi ríkisstjórnar. Í grófum dráttum fól fjölmiðlafrumvarpið í sér takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum, þannig mátti enginn einn aðili eiga meira en 25 prósent í fjölmiðafyrirtæki. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, 24.mars 2004, en skoðanakannanir á þessum tíma sýndu að allt að 77 prósent landsmanna voru því andsnúin. Ólafur Ragnar las upp yfirlýsingu þar sem hann skýrði ástæður ákvörðunar sinnar. Þar sagði hann að skort hafi þann samhljóm sem þurfi að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli.„Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa. Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Ólafur Ragnar. Málið setti stjórnmálaumræðuna á Íslandi á annan endann og sitt sýndist hverjum um að forsetinn skyldi í fyrsta sinn beita synjunarvaldi embættisins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra efaðist um að forseti lýðveldisins gæti talist sameiningartákn lengur.„Ég hef ekki heyrt um sameiningartákn sem hendir sprengjum inn í stjórnmálin, það er þá eitthvað nýtt,“ sagði Geir í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag. Davíð Oddsson forsætisráðherra gaf ekki mikið fyrir útskýringar forsetans og taldi þær heldur fátækar.„En hann gerði ekki grein fyrir því, í raun, hvað réð afstöðu hans í þessari yfirlýsingu. Eingöngu var orðað eitthvað á þá leið að gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar. Með fullri virðingu eru þetta bara hálfgerðir frasar,“ sagði Davíð Oddsson. Svo fór að fjölmiðlafrumvarpið var ekki lagt í dóm þjóðarinnar líkt og stóð til og undirbúið var af hálfu ríkisstjórnarinnar eftir synjun Ólafs Ragnars. Ríkisstjórnin dró frumvarpið til baka og lagði fram nýtt fjömiðlafrumvarp með breytingum sem samþykkt var og forseti staðfesti.Náði vopnum sínum á nýjan leik í Icesave-deilunni Ef hlutabréf í Ólafi Ragnari voru lágt skrifuð eftir hrun íslensks efnahagslífs ruku þau upp eftir framgöngu forseta í Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga. Hann átti undir högg að sækja í almennri umræðu eftir hrunið og þurfti að viðurkenna að honum hefði orðið á í messunni. En eftir að hafa í tvígang tekið fram fyrir hendurnar á Alþingi og ríkisstjórninni ávann hann sér vinsældir almennings á nýjan leik. Icesave-deilurnar voru eitthvað helsta þrætuepli lýðveldissögunnar og ein erfiðasta milliríkjadeila sem Ísland hefur staðið í. Icesave-deilan var sem myllusteinn um háls íslensks þjóð- og efnahagslífs og hvergi var hægt að komast undan umræðu um málið sem var rætt í hverri kaffistofu og hverjum heitum potti. Icesave-kröfurnar voru til komnar vegna Icesave netreikninga sem Landsbankinn bauð upp á í Bretlandi og Hollandi en umtalsvert fé safnaðist inn á reikningana. Við fall Landsbankans haustið 2008 var hins vegar ekki hægt að greiða kröfurnar út og greiddu því innustæðutryggingasjóðir í löndunum tveimur út hluta krafnanna. Fyrir vikið eignuðust sjóðirnir kröfur á hendur bankanum og kröfðust Holland og Bretland þess að íslenska ríkið myndi ábyrgjast kröfurnar. En um hvað snerist deilan? Jú, að íslenska ríkið taldi að sér bæri ekki að greiða meira en það sem til er í tryggingasjóði innistæðueigenda en sú upphæð sem til var þar var hvergi nærri nógu há til þess að ná yfir þær upphæðir sem krafist var. Sú röksemd féll hvergi í kramið utan landsteinanna. Reynt var að semja um kröfur Breta og Hollendinga en samningarnir fóru ekki vel í íslensku þjóðina og gerðu margir þá kröfu um að kosið yrð í þjóðaratkvæðagreiðslu um samningana. Ólafur Ragnar varð við þeirri beiðni í tvígang og í bæði skiptin var röksemdarfærsla hans á sömu leið og þegar hann vísaði fjölmiðlafrumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu.„Skoðanakannanir benda til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. Þá sýna yfirlýsingar á Alþingi og áskoranir sem forseta hafa borist frá einstökum þingmönnum að vilji meirihluta alþingismanna er að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram,“ sagði Ólafur þegar hann beitti málskotsréttinum í annað skipti í Íslandssögunni, þann 5. janúar 2010, þegar hann vísaði frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave-kröfunum í þjóðaratkvæðagreiðslu.Icesave-samningarnir voru umdeildir.Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafnaði frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var. Varð það til þess að skipuð var samninganefnd undir forystu Lee Bucheit. Kom sú samninganefnd heim með samninga sem nefndir hafa verið Icesave II. Samningarnir þóttu hagstæðari en fyrri samningar við Breta og Hollendinga en aftur var þó upp sú háværa krafa um að þjóðin fengi sitt að segja um samninga. Þegar Ólafur fékk lög um samningana í hendur vísaði hann þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu og notaði eftir sem áður sömu rök og í hin tvö skiptin sem hann hafði beitt málskotsréttinum.„Í fyrsta lagi hlutu tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu verulegt fylgi á Alþingi, tæplega helmingur þingmanna úr fjórum stjórnmálaflokkum greiddi þeim atkvæði. Í öðru lagi hafa rúmlega 40.000 kjósendur formlega óskað eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hið nýja frumvarp eða um fimmtungur kosningabærra manna. Í þriðja lagi benda skoðanakannanir til að meirihluti þjóðarinnar vilji að hún komi að endanlegri afgreiðslu málsins,“ sagði í yfirlýsingu Ólafs vegna málsins. Aftur hafnaði þjóðin samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vegna þess fór Icesave-deilan að lokum fyrir EFTA-dómstólsinn og þar var íslenska ríkið sýknað af öllum kröfum. „Ísland vann Icesave,“ var slegið upp í flestum fjölmiðlum.Skólaði harðsnúinn fréttamann BBC Utan beitingu 26. greinar stjórnarskrárinnar fór Ólafur mikinn í Icesave-deilunni og snerist til varna fyrir hönd Íslands í erlendum fjölmiðlum. Lét hann til að mynda alþjóðleg matsfyrirtæki heyra það reglulega. Árið 2010 húðskammaði hann matsfyrirtækið Fitch Ratings í viðtali við Bloomberg þar sem hann lét þessi orð falla.„Þetta matsfyrirtæki sem gerði þetta, Fitch, þarf að svara fyrir margt því að lánshæfismöt þess á síðustu tveimur eða þremur árum hafa reynst algerlega röng," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „Þetta er sama fyrirtækið sem gaf íslensku bönkunum toppeinkunnir árin 2007 og 2008 og við hér á Íslandi vorum nógu heimsk til að halda að þetta væri virðingarvert fyrirtæki. Það reyndist síðan algerlega rangt." Ári síðar var hann aftur mættur til Bloomberg og þá fékk matsfyrirtækið Moody's að finna fyrir því eftir að hafa gefið út að seinni synjun Ólafs Ragnars myndi hafa neikvæð áhrif á lánshæfismat Íslands. Einnig er frægt viðtal Ólafs Ragnars við þáttastjórnandann Jeremy Paxman sem þekktur er fyrir að ganga hart að viðmælendum sínum. Þar ræddu þeir um Icesave-málið og var það mat manna að Ólafur hefði fyllilega staðið í hálsinum á Paxman. Eftir erfið ár í kjölfar hrunsins hafði Ólafur Ragnar náð vopnum sínum á nýjan leik en í könnun MMR árið 2013 voru 63 prósent aðspurðra ánægðir með störf forseta.Þáttur Ólafs Ragnars í stjórnarmyndunarviðræðum og þingrofstafl við Sigmund Davíð Ólafur hefur einnig beitt sér í stjórnarmyndunarviðræðum í forsetatíð sinni. Í tíð Ólafs Ragnars hafa stjórnarmyndunarviðræður oftast nær gengið hratt fyrir sig en tvisvar hefur hann gegnt veigamiklu hlutverki. Annars vegar þegar minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var mynduð árið 2009, eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, undir forsæti Geirs H. Haarde, hrökklaðist frá völdum, líkt og rakið hefur verið í fréttaskýringu á Vísi. Íslendingum er einnig líklega enn í fersku minni framganga Ólafs Ragnars fyrir nokkrum vikum þegar Sigmundur Davíð gekk á fund forseta og óskaði, að sögn forseta, eftir þingrofsbeiðni. Forsetinn sagðist ekki tilbúinn nú eða fyrr en hann væri búinn að ræða við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins til að rjúfa þing. „Ég var ekki reiðubúin til samþykkja þá beiðni fyrr en ég hefði átt samtöl við forystumanna annarra flokka hver afstaða þeirra væri.“ Að mati Bjargar Thorarensen, prófessors í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, var þessi ákvörðun fordæmislaus og óvenjuleg.„Ég þekki ekki dæmi þess að forsetinn hafi formlega og með rökstuddri afstöðu hafnað ósk um þingrof. Mér sýnist það að forseti taki sér það hlutverk að ganga og gæta hagsmuna meirihluta þingsins vegna þess að hann telur að forsætisráðherra hafi ekki stuðning á bakvið þessa tillögu um þingrof eins og hann ber hana fram.“ Í viðtali við Ísland í dag síðar um kvöldið sagði Ólafur Ragnar að hann hafi talið að Sigmundur hafi ætlað að beita undirrituðu þingrofsskjali sem vopni í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn en á fundi Sigmundar og Bjarna hafði Bjarni tjáð Sigmundi að vegna Wintris-málsins yrði að gera breytingar á ríkisstjórninni. Var það mat málsmetandi manna að Sigmundur Davíð hafi teflt pólítiskt tafl við Ólaf Ragnar og tapað.Hin mikla óvissa Ólafur Ragnar Grímsson hefur í tvígang sagst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri, fyrst árið 2012 og nú síðast á þessu ári. Í tvígang hefur hann einnig hætt við að hætta og í bæði skiptin hefur hann borið fyrir sig óvissutímum í íslensku þjóðlífi. Á vormánuðum 2012 sagðist hann hafa fengið fjölda áskorana sem vísað hafi í óvissutíma en alls skrifuðu rúmlega þrjátíu þúsund manns undir áskorun um að Ólafur Ragnar myndi bjóða sig fram á nýjan leik. Varð hann við þeirri beiðni og stóð uppi sem sigurvegari í óvenju harðri kosningabaráttu það ár. Að undanskildum síðustu vikum hefur fimmta kjörtímabil Ólafs Ragnars ekki verið jafn átakamikið og þau sem á undan komu. Smám saman var Ísland að sækja í sig veðrið á ný eftir hrunið og tilkynnti Ólafur í nýársávarpi sínu á þessu ári að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Hann sneri hins vegar þeirri ákvörðun við í vikunni og líkt og árið 2012 vísaði hann til þeirra miklu óvissutíma sem framundan væru. Pólitískt umrót undanfarinna vikna, afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra og þeirrar mótmælaöldu sem gaus upp vegna þeirra uppljóstrana sem fram komu í Panama-skjölunum.„Í þessu umróti óvissu og mótmæla og í kjölfar nýliðinna atburða hefur fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu minnar, reynslu og ábyrgðar og beðið mig að endurskoða ákvörðunina sem ég tilkynnti í nýársávarpinu, hvatt til þess að ég gefi á ný kost á mér til embættis forseta Íslands, standi áfram vaktina með fólkinu í landinu. Hefur þá iðulega verið vísað til þess að eftir alþingiskosningar geti myndun nýrrar ríkisstjórnar reynst erfið og flókin og sambúð þings og þjóðar áfram þrungin spennu,“ segir í yfirlýsingu forseta. Ólafur Ragnar er í sterkri stöðu eftir fimm kjörtímabil í embætti forseta Íslands. Sjaldan eða aldrei hefur mælst jafn mikil ánægja með störf forseta Íslands en 60,7 prósent svarenda í könnun MMR á dögunum sögðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en könnunin var framkvæmd dagana 4.-5. apríl síðastliðin. Svo virðist sem að íslenska þjóðin hafi fyrirgefið framgöngu Ólafs Ragnars á hrunárunum vegna frammistöðu sinnar í Icesave-deilunum sem hlutu að lokum nokkuð farsælan endi, ekki síst fyrir atbeina Ólafs Ragnars. Erfitt verður því fyrir mótframbjóðendur Ólafs Ragnars að steypa honum af stóli enda hefur enginn sigrað sitjandi forseta í forsetakosningum til þessa. Fjölmargir af þeim forsetaframbjóðendum sem komið höfðu fram fyrir ákvörðun Ólafar virðast þó ætla að taka slaginn við forsetann í kosningunum í sumar. Hvort sem Ólafur verði kjörinn á nýjan leik eða nýr forseti taki við í ágúst og hvað svo sem mönnum sýnist um forsetatíð ÓIafs Ragnars er ljóst að Ólafur Ragnar hefur haft djúpstæð áhrif á forsetaembættið og fetað áður ótroðnar slóðir. Því má velta því fyrir sér hvort að hann sé með fremstu stjórnmálamönnum sögunnar líkt og Þorbjörn Þórðarsson fréttamaður spurði forseta að í vikunni.„Ég bara velti slíku ekki fyrir mér. Eitt af því sem þú lærir, ef þú verður fræðimaður eins og ég hef verið og kennt þessi fræði og hefur sögulega yfirsýn, er það að það er tiltölulega tilgangslaust að velta slíku fyrir sér því sagan kveður oft upp mjög óvænta dóma,“ var svar Ólafs Ragnar. Dómur sögunnar er óviss. Kannski ræðst svarið í forsetakosningunum sem framundan eru í júní og á næstu mánuðum eftir það. Forsetakosningar 2016 Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00 Hvað var í gangi þegar Ólafur var kosinn? Það hefur svo sannarlega eitt og annað átt sér stað síðastliðna 7.202 daga. 20. apríl 2016 11:00 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur setið á valdastól lengur en nokkur forveri hans í embætti. Hann var kjörinn forseti í júní 1996 og tók við embætti 1. ágúst sama ár. Hefur hann gegnt embætti forseta í 19 ár og 262 daga, rétt tæplega 20 ár. Í vikunni tilkynnti Ólafur Ragnar að hann myndi bjóða sig fram í sjötta skiptið, þrátt fyrir að hafa áður gefið út að hann myndi ekki bjóða sig fram á nýjan leik. Í yfirlýsingu forseta kom fram að vegna óvissu í íslensku samfélagi í kjölfar mótmælaöldu og stjórnmálalegs umróts myndi hann horfast í augu við þann fjölda sem lagt hafi hart að honum að bjóða sig fram á nýju og verða við þeirri beiðni. Ólafur Ragnar hefur því gefið kost á sér á nýjan leik og gæti þegar upp er staðið hafa setið sem forseti lýðveldisins Íslands í 24 ár. Árin 20 sem þó þegar eru liðin hafa verið viðburðarrík.Framboðið Áður en að Ólafur Ragnar varð forseti var hann vel þekktur í íslensku samfélagi. Fyrrum prófessor við Háskóla Íslands, var vinsæll sjónvarpsmaður og síðar alþingismaður og ráðherra en hann gegndi embætti formanns Alþýðubandalagsins frá 1987-1995. Forsetaframboð Ólafs Ragnars var umdeilt, meðal annars vegna fortíðar hans í stjórnmálum og birti hópur fólks sem kallaði sig Óháða áhugamenn um forsetakjör 1996, röð auglýsinga í dagblöðum þar sem hæfni Ólafs til þess að gegna embætti forseta Íslands var dregin í efa. Auglýsingarnar höfðu þó ekki tilætlaðan árangur. Eftir að landsmenn höfðu gengið að kjörborðinu þann 29. júní 1996 stóð Ólafur Ragnar uppi sem sigurvegari. Var hann kjörinn forseti með 41,4 prósent greiddra atkvæða. Þann 1. ágúst sama ár tók hann við embættinu.Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín þegar Ólafur tók við embætti.Vísir/GVAFráfall Guðrúnar Katrínar og kynnin við Dorrit Ólafur Ragnar kvæntist Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur árið 1974. Í kosningabaráttu Ólafs Ragnars fyrir forsetakosningarnar var hún mjög áberandi og fylgdi honum um allt land. Í kosningabaráttunni og eftir að Ólafur Ragnar var kjörinn forseti ávann hún sér velvild og virðingu þjóðarinnar og var hún afar vinsæl. Árið 1997 greindist hún með hvítblæði og lést hún þann 12. október árið síðar eftir harða baráttu við sjúkdóminn í Seattle þar sem hún hlaut læknismeðferð. Hafði sjúkdómurinn tekið sig upp að nýju eftir að útlit var fyrir að læknismeðferð hefði gengið vel. Í bók Guðjóns Friðrikssonar um forsetatíð Ólafs Ragnars, Saga af forseta, kemur fram að fráfall Guðrúnar Katrínar hafi verið Ólafi Ragnari þungbært og að forsetaembættið hafi verið í hægagangi árin eftir það. Árið 1999 fann Ólafur hamingjuna á ný og fékk þjóðin að kynnast væntanlegri forsetafrú, Dorrit Moussaieff, í september 1999 þegar Ólafur Ragnar féll af hestbaki og slasaðist á öxl í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Dorrit var með í för, var fyrst til þess að hlúa að forsetanum eftir fallið og lét yfirhöfn sína yfir hann.Dorrit hugar að Ólafi eftir að hann féll af baki.Vísir/GVAVék Dorrit ekki frá Ólafi Ragnari á meðan beðið var eftir sjúkraflutningum en Ólafur Ragnar lá nokkuð slasaður á öxl í um tvo tíma á kaldri jörðinni. Daginn eftir studdi Dorrit Ólaf þegar hann var útskrifaður af sjúkrahúsi og er atvikinu lýst á dramatískan hátt í frétt DV. „Er þau gengu út af sjúkrahúsinu inn i leifturljós myndavéla og hóp fjölmiðlamanna, sem beið fyrir utan, duldist engum að þar fór ástfangið par. Lófar þeirra voru sem eitt og takinu aldrei sleppt. Úr augum skein væntumþykja, traust, ást.“ Trúlofuðu þau sig árið 2000 og giftu sig á afmælisdag Ólafs Ragnars, þann 14. maí 2003 við látlausa athöfn. Dorrit varð smám saman samofin forsetaembættinu og fylgdi Ólafi um heiminn. Líklega tryggði hún sér endanlega sess sinn í hjörtum Íslendingar þegar hún lét hafa eftir sér einhver fleygustu orð Íslandssögunnar þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta lék á als oddi á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Orð sem á einhvern hátt náðu að fanga þjóðarsál Íslendinga í einni setningu.„Ísland er ekki lítið land, Ísland er stórasta land í heimi.“Sagður vera klappstýra útrásarinnar Íslenska útrásin er orðalag sem hvorki heyrist né sést mikið lengur. Hún var þó á allra vörum eftir aldamót og fram til ársins 2008 þegar allt leit út fyrir að hvert íslenska fyrirtækið á fætur öðru væri að vinna sigra í hinum alþjóðlega viðskiptaheimi. Óhætt er að segja að Ólafur Ragnar hafi verið mikill stuðningsmaður þessara fyrirtækja og forsvarsmanna þeirra. Þáttur hans í útrásinni og þeim afleiðinum sem hún olli var svo mikill að Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008 þótti við hæfi að helga forsetanum sérstakan kafla í ítarlegri skýrslu sinni.Þar kemur fram að Ólafur Ragnar hafi séð tækifæri fyrir forsetaembættið í að beita sér í þágu aukinna viðskipta. Í því skyni hafi hann margsinnis þegið boð útrásarvíkinganna svokölluðu um að verða viðstaddur opnanir á nýjum útibúum og skrifstofum erlendis, skrifað bréf í þágu fyrirtækja og einstaklinga til erlendra viðskiptamanna og þjóðhöfðinga.Útskýrði árangurinn með vísun í sérstakt eðli Íslendinga Eitt af því sem er einna áhugaverðast við framgöngu Ólafs Ragnars á þessu tímabili í Íslandssögunni eru þær skýringar sem hann gaf á þeirri velgengni sem íslensk fyrirtæki og athafnamenn nutu. Hélt hann fjölmargar ræður á erlendri grundu um íslenska viðskiptamenningu og inntakið var oftar en ekki það sama, það væri eitthvað í eðli Íslendinga sem gerði það að verkum að Íslendingar næðu svo undaverðum árangri í alþjóðlegum viðskiptum. Eitt besta dæmi um það eru eftirfarandi ummæli sem Ólafur lét falla í ræðu sinni í Walbrook-klúbbnum í London árið 2005 þar sem hann ræddi árangur íslenskra fyrirtækja á borð við Bakkavör, Kaupþing og Actavis:„I am convinced that our business culture, our approach, our way of thinking and our behaviour patterns, rooted in our traditions and national identity, have played a crucial role. All of these are elements that challenge the prevailing theories taught in respected business schools and observed in practice by many of the big American and British corporations.“Ekki nóg með það að íslensk fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra væru að ná miklum árangri í viðskiptum heldur ögruðu þau, að mati Ólafs, einnig viðteknum skoðunum og lærdómum hefðbundinna viðskiptahátta og skýringarnar á því mátti finna í eðli Íslendinga sem mótast hafði allt frá landnámi.Ólafur Ragnar á fundi í London með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Sigurði Einarssyni og fleirum.Harðlega gagnrýndur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis Á fundi í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélagsins árið 2006, fundi sem líklega verður að teljast einn af hápunktum útrásaráranna, hélt Ólafur erindi er nefndist „Útrásin: Uppruni - Einkenni - Framtíðarsýn“. Þar kom fram að hann væri sannfærður um að á Íslandi væri runnin upp gullöld, sambærilega við Endurreisnartímabilið í Evrópu sem hófst á 14. öld og stóð fram á þá 16.„Að þessu leyti er Ísland á vissan hátt samfélag renaissansins, endurreisnar, þar sem blómaskeiðið byggist jöfnum höndum á viðskiptum, vísindum og listum, samfélagi fólks sem skarar framúr á ólíkum sviðum.“ Sumarið 2008 fór hinsvegar að bera á því að Ólafur drægi úr stuðningi sínum við útrásarfyrirtækin enda voru þá komin ýmis merki um að íslenska útrásin væru að mörgu leyti byggð á loftbólu. Ekki var eftirspurn eftir söguskoðun Ólafs Ragnars sem endanlega féll um sjálfa sig þegar allt hrundi. Áður en til þess kom hafði Ólafur þó að einhverju leyti blásið á gagnrýni á íslensku útrásarfyrirtækin þegar hættumerki varðandi starfsemi þeirra fóru að birtast árið 2006 og til ársins 2008. Í niðurlagi kaflans um hlut forseta í Rannsóknarskýrslunni segir að forsetinn hafi tekið þátt í að gera lítið úr þeim röddum sem vöruðu við hættulega miklum umsvifum íslenskra fyrirtækja. Í skýrslunni segir einnig að þrátt fyrir að stjórnkerfið hafi á margvíslegan hátt borið ábyrgð á því sem gerðist hafi ekki verið hjá því komist að skoða hlut forsetans, svo hart hafi hann gengið fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki. „Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli,“ segir í skýrslunni. „ Forsetinn kom ekki að stjórnvaldsákvörðunum en hann ber ásamt fleirum siðferðilega ábyrgð á því leikriti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra.“Ólafur Ragnar og Geir H. Haarde á fundi á Bessastöðum.Málskotsforsetinn Ólafur Ragnar Grímsson Enginn forseti í lýðveldissögunni hefur gripið jafn mikið inn í íslensk stjórnmál og Ólafur Ragnar. Nægir þar að nefna að hann er eini forsetinn sem beitt hefur 26. ákvæði stjórnarskrárinnar sem segir að forseti geti synjað lögum staðfestingu og vísað þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gerði Ólafur Ragnar fyrst árið 2004 þegar hann neitaði að staðfesta umdeilt fjölmiðlafrumvarp þáverandi ríkisstjórnar. Í grófum dráttum fól fjölmiðlafrumvarpið í sér takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum, þannig mátti enginn einn aðili eiga meira en 25 prósent í fjölmiðafyrirtæki. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi, 24.mars 2004, en skoðanakannanir á þessum tíma sýndu að allt að 77 prósent landsmanna voru því andsnúin. Ólafur Ragnar las upp yfirlýsingu þar sem hann skýrði ástæður ákvörðunar sinnar. Þar sagði hann að skort hafi þann samhljóm sem þurfi að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli.„Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa. Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Ólafur Ragnar. Málið setti stjórnmálaumræðuna á Íslandi á annan endann og sitt sýndist hverjum um að forsetinn skyldi í fyrsta sinn beita synjunarvaldi embættisins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra efaðist um að forseti lýðveldisins gæti talist sameiningartákn lengur.„Ég hef ekki heyrt um sameiningartákn sem hendir sprengjum inn í stjórnmálin, það er þá eitthvað nýtt,“ sagði Geir í kvöldfréttum Stöðvar 2 sama dag. Davíð Oddsson forsætisráðherra gaf ekki mikið fyrir útskýringar forsetans og taldi þær heldur fátækar.„En hann gerði ekki grein fyrir því, í raun, hvað réð afstöðu hans í þessari yfirlýsingu. Eingöngu var orðað eitthvað á þá leið að gjá hefði myndast á milli þings og þjóðar. Með fullri virðingu eru þetta bara hálfgerðir frasar,“ sagði Davíð Oddsson. Svo fór að fjölmiðlafrumvarpið var ekki lagt í dóm þjóðarinnar líkt og stóð til og undirbúið var af hálfu ríkisstjórnarinnar eftir synjun Ólafs Ragnars. Ríkisstjórnin dró frumvarpið til baka og lagði fram nýtt fjömiðlafrumvarp með breytingum sem samþykkt var og forseti staðfesti.Náði vopnum sínum á nýjan leik í Icesave-deilunni Ef hlutabréf í Ólafi Ragnari voru lágt skrifuð eftir hrun íslensks efnahagslífs ruku þau upp eftir framgöngu forseta í Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga. Hann átti undir högg að sækja í almennri umræðu eftir hrunið og þurfti að viðurkenna að honum hefði orðið á í messunni. En eftir að hafa í tvígang tekið fram fyrir hendurnar á Alþingi og ríkisstjórninni ávann hann sér vinsældir almennings á nýjan leik. Icesave-deilurnar voru eitthvað helsta þrætuepli lýðveldissögunnar og ein erfiðasta milliríkjadeila sem Ísland hefur staðið í. Icesave-deilan var sem myllusteinn um háls íslensks þjóð- og efnahagslífs og hvergi var hægt að komast undan umræðu um málið sem var rætt í hverri kaffistofu og hverjum heitum potti. Icesave-kröfurnar voru til komnar vegna Icesave netreikninga sem Landsbankinn bauð upp á í Bretlandi og Hollandi en umtalsvert fé safnaðist inn á reikningana. Við fall Landsbankans haustið 2008 var hins vegar ekki hægt að greiða kröfurnar út og greiddu því innustæðutryggingasjóðir í löndunum tveimur út hluta krafnanna. Fyrir vikið eignuðust sjóðirnir kröfur á hendur bankanum og kröfðust Holland og Bretland þess að íslenska ríkið myndi ábyrgjast kröfurnar. En um hvað snerist deilan? Jú, að íslenska ríkið taldi að sér bæri ekki að greiða meira en það sem til er í tryggingasjóði innistæðueigenda en sú upphæð sem til var þar var hvergi nærri nógu há til þess að ná yfir þær upphæðir sem krafist var. Sú röksemd féll hvergi í kramið utan landsteinanna. Reynt var að semja um kröfur Breta og Hollendinga en samningarnir fóru ekki vel í íslensku þjóðina og gerðu margir þá kröfu um að kosið yrð í þjóðaratkvæðagreiðslu um samningana. Ólafur Ragnar varð við þeirri beiðni í tvígang og í bæði skiptin var röksemdarfærsla hans á sömu leið og þegar hann vísaði fjölmiðlafrumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu.„Skoðanakannanir benda til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. Þá sýna yfirlýsingar á Alþingi og áskoranir sem forseta hafa borist frá einstökum þingmönnum að vilji meirihluta alþingismanna er að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram,“ sagði Ólafur þegar hann beitti málskotsréttinum í annað skipti í Íslandssögunni, þann 5. janúar 2010, þegar hann vísaði frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave-kröfunum í þjóðaratkvæðagreiðslu.Icesave-samningarnir voru umdeildir.Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafnaði frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var. Varð það til þess að skipuð var samninganefnd undir forystu Lee Bucheit. Kom sú samninganefnd heim með samninga sem nefndir hafa verið Icesave II. Samningarnir þóttu hagstæðari en fyrri samningar við Breta og Hollendinga en aftur var þó upp sú háværa krafa um að þjóðin fengi sitt að segja um samninga. Þegar Ólafur fékk lög um samningana í hendur vísaði hann þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu og notaði eftir sem áður sömu rök og í hin tvö skiptin sem hann hafði beitt málskotsréttinum.„Í fyrsta lagi hlutu tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu verulegt fylgi á Alþingi, tæplega helmingur þingmanna úr fjórum stjórnmálaflokkum greiddi þeim atkvæði. Í öðru lagi hafa rúmlega 40.000 kjósendur formlega óskað eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hið nýja frumvarp eða um fimmtungur kosningabærra manna. Í þriðja lagi benda skoðanakannanir til að meirihluti þjóðarinnar vilji að hún komi að endanlegri afgreiðslu málsins,“ sagði í yfirlýsingu Ólafs vegna málsins. Aftur hafnaði þjóðin samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vegna þess fór Icesave-deilan að lokum fyrir EFTA-dómstólsinn og þar var íslenska ríkið sýknað af öllum kröfum. „Ísland vann Icesave,“ var slegið upp í flestum fjölmiðlum.Skólaði harðsnúinn fréttamann BBC Utan beitingu 26. greinar stjórnarskrárinnar fór Ólafur mikinn í Icesave-deilunni og snerist til varna fyrir hönd Íslands í erlendum fjölmiðlum. Lét hann til að mynda alþjóðleg matsfyrirtæki heyra það reglulega. Árið 2010 húðskammaði hann matsfyrirtækið Fitch Ratings í viðtali við Bloomberg þar sem hann lét þessi orð falla.„Þetta matsfyrirtæki sem gerði þetta, Fitch, þarf að svara fyrir margt því að lánshæfismöt þess á síðustu tveimur eða þremur árum hafa reynst algerlega röng," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „Þetta er sama fyrirtækið sem gaf íslensku bönkunum toppeinkunnir árin 2007 og 2008 og við hér á Íslandi vorum nógu heimsk til að halda að þetta væri virðingarvert fyrirtæki. Það reyndist síðan algerlega rangt." Ári síðar var hann aftur mættur til Bloomberg og þá fékk matsfyrirtækið Moody's að finna fyrir því eftir að hafa gefið út að seinni synjun Ólafs Ragnars myndi hafa neikvæð áhrif á lánshæfismat Íslands. Einnig er frægt viðtal Ólafs Ragnars við þáttastjórnandann Jeremy Paxman sem þekktur er fyrir að ganga hart að viðmælendum sínum. Þar ræddu þeir um Icesave-málið og var það mat manna að Ólafur hefði fyllilega staðið í hálsinum á Paxman. Eftir erfið ár í kjölfar hrunsins hafði Ólafur Ragnar náð vopnum sínum á nýjan leik en í könnun MMR árið 2013 voru 63 prósent aðspurðra ánægðir með störf forseta.Þáttur Ólafs Ragnars í stjórnarmyndunarviðræðum og þingrofstafl við Sigmund Davíð Ólafur hefur einnig beitt sér í stjórnarmyndunarviðræðum í forsetatíð sinni. Í tíð Ólafs Ragnars hafa stjórnarmyndunarviðræður oftast nær gengið hratt fyrir sig en tvisvar hefur hann gegnt veigamiklu hlutverki. Annars vegar þegar minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var mynduð árið 2009, eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, undir forsæti Geirs H. Haarde, hrökklaðist frá völdum, líkt og rakið hefur verið í fréttaskýringu á Vísi. Íslendingum er einnig líklega enn í fersku minni framganga Ólafs Ragnars fyrir nokkrum vikum þegar Sigmundur Davíð gekk á fund forseta og óskaði, að sögn forseta, eftir þingrofsbeiðni. Forsetinn sagðist ekki tilbúinn nú eða fyrr en hann væri búinn að ræða við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins til að rjúfa þing. „Ég var ekki reiðubúin til samþykkja þá beiðni fyrr en ég hefði átt samtöl við forystumanna annarra flokka hver afstaða þeirra væri.“ Að mati Bjargar Thorarensen, prófessors í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, var þessi ákvörðun fordæmislaus og óvenjuleg.„Ég þekki ekki dæmi þess að forsetinn hafi formlega og með rökstuddri afstöðu hafnað ósk um þingrof. Mér sýnist það að forseti taki sér það hlutverk að ganga og gæta hagsmuna meirihluta þingsins vegna þess að hann telur að forsætisráðherra hafi ekki stuðning á bakvið þessa tillögu um þingrof eins og hann ber hana fram.“ Í viðtali við Ísland í dag síðar um kvöldið sagði Ólafur Ragnar að hann hafi talið að Sigmundur hafi ætlað að beita undirrituðu þingrofsskjali sem vopni í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn en á fundi Sigmundar og Bjarna hafði Bjarni tjáð Sigmundi að vegna Wintris-málsins yrði að gera breytingar á ríkisstjórninni. Var það mat málsmetandi manna að Sigmundur Davíð hafi teflt pólítiskt tafl við Ólaf Ragnar og tapað.Hin mikla óvissa Ólafur Ragnar Grímsson hefur í tvígang sagst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri, fyrst árið 2012 og nú síðast á þessu ári. Í tvígang hefur hann einnig hætt við að hætta og í bæði skiptin hefur hann borið fyrir sig óvissutímum í íslensku þjóðlífi. Á vormánuðum 2012 sagðist hann hafa fengið fjölda áskorana sem vísað hafi í óvissutíma en alls skrifuðu rúmlega þrjátíu þúsund manns undir áskorun um að Ólafur Ragnar myndi bjóða sig fram á nýjan leik. Varð hann við þeirri beiðni og stóð uppi sem sigurvegari í óvenju harðri kosningabaráttu það ár. Að undanskildum síðustu vikum hefur fimmta kjörtímabil Ólafs Ragnars ekki verið jafn átakamikið og þau sem á undan komu. Smám saman var Ísland að sækja í sig veðrið á ný eftir hrunið og tilkynnti Ólafur í nýársávarpi sínu á þessu ári að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Hann sneri hins vegar þeirri ákvörðun við í vikunni og líkt og árið 2012 vísaði hann til þeirra miklu óvissutíma sem framundan væru. Pólitískt umrót undanfarinna vikna, afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra og þeirrar mótmælaöldu sem gaus upp vegna þeirra uppljóstrana sem fram komu í Panama-skjölunum.„Í þessu umróti óvissu og mótmæla og í kjölfar nýliðinna atburða hefur fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu minnar, reynslu og ábyrgðar og beðið mig að endurskoða ákvörðunina sem ég tilkynnti í nýársávarpinu, hvatt til þess að ég gefi á ný kost á mér til embættis forseta Íslands, standi áfram vaktina með fólkinu í landinu. Hefur þá iðulega verið vísað til þess að eftir alþingiskosningar geti myndun nýrrar ríkisstjórnar reynst erfið og flókin og sambúð þings og þjóðar áfram þrungin spennu,“ segir í yfirlýsingu forseta. Ólafur Ragnar er í sterkri stöðu eftir fimm kjörtímabil í embætti forseta Íslands. Sjaldan eða aldrei hefur mælst jafn mikil ánægja með störf forseta Íslands en 60,7 prósent svarenda í könnun MMR á dögunum sögðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en könnunin var framkvæmd dagana 4.-5. apríl síðastliðin. Svo virðist sem að íslenska þjóðin hafi fyrirgefið framgöngu Ólafs Ragnars á hrunárunum vegna frammistöðu sinnar í Icesave-deilunum sem hlutu að lokum nokkuð farsælan endi, ekki síst fyrir atbeina Ólafs Ragnars. Erfitt verður því fyrir mótframbjóðendur Ólafs Ragnars að steypa honum af stóli enda hefur enginn sigrað sitjandi forseta í forsetakosningum til þessa. Fjölmargir af þeim forsetaframbjóðendum sem komið höfðu fram fyrir ákvörðun Ólafar virðast þó ætla að taka slaginn við forsetann í kosningunum í sumar. Hvort sem Ólafur verði kjörinn á nýjan leik eða nýr forseti taki við í ágúst og hvað svo sem mönnum sýnist um forsetatíð ÓIafs Ragnars er ljóst að Ólafur Ragnar hefur haft djúpstæð áhrif á forsetaembættið og fetað áður ótroðnar slóðir. Því má velta því fyrir sér hvort að hann sé með fremstu stjórnmálamönnum sögunnar líkt og Þorbjörn Þórðarsson fréttamaður spurði forseta að í vikunni.„Ég bara velti slíku ekki fyrir mér. Eitt af því sem þú lærir, ef þú verður fræðimaður eins og ég hef verið og kennt þessi fræði og hefur sögulega yfirsýn, er það að það er tiltölulega tilgangslaust að velta slíku fyrir sér því sagan kveður oft upp mjög óvænta dóma,“ var svar Ólafs Ragnar. Dómur sögunnar er óviss. Kannski ræðst svarið í forsetakosningunum sem framundan eru í júní og á næstu mánuðum eftir það.
Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00
Hvað var í gangi þegar Ólafur var kosinn? Það hefur svo sannarlega eitt og annað átt sér stað síðastliðna 7.202 daga. 20. apríl 2016 11:00
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15