Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 29-24 | Haukar stóðust góða byrjun ÍBV Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. apríl 2016 15:51 Vísir/Pjetur Haukar lögðu ÍBV 29-24 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta í dag. Jafnt var í hálfleik 13-13. Haukar tóku því 1-0 forystu í einvígi liðanna en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Liðin mætast í öðrum leiknum í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld. Hvíti Riddarinn, stuðningsmannasveit ÍBV, fjölmennti frá Eyjum og lét vel í sér heyra. Hún gaf liði ÍBV mikinn kraft og lyfti liðinu hreinlega í byrjun leiks. ÍBV nýtti sér þennan meðbyr til að byrja leikinn mun betur og ná frumkvæðinu í leiknum. Eftir 13 mínútna leik var ÍBV 10-6 yfir og allt virtist í himnalagi hjá liðinu. Spennustigið virtist stríða Haukum því liðið fór illa með fjölmörg dauðafæri í fyrri hálfleik og fór Stephen Nielsen á kostum í markinu. Síðustu 17 mínútur seinni hálfleiks skoraði ÍBV aðeins þrjú mörk en Haukar sýndu sínar bestu hliðar í vörninni og því kom færa nýtingin ekki að sök og jafnt var í hálfleik. Haukar héldu uppteknum hætti varnarlega í seinni hálfleik auk þess sem liðið skaut betur á markið. Þá fylgdu mörk úr hraðaupphlaupum og sóknarleikurinn var betri. Því sigldu Haukar fram úr og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur þó ÍBV hafi aldrei verið langt undan. Theodór Sigurbjörnsson fór á kostum í liði ÍBV og skoraði 13 mörk. Hákon Daði Styrmisson sem gekk til liðs við Hauka frá ÍBV í janúar skoraði 10 mörk fyrir Hauka en alls skoruðu 9 leikmenn liðsins í leiknum og munar um það. Hákon Daði: Stuðningurinn var frábærHákon Daði Styrmisson gekk til liðs við Hauka frá ÍBV í janúar og þakkaði fyrir sig með 10 mörkum í dag. Hákon vildi þó ekki viðurkenna að honum þætti eitthvað öðruvísi að mæta sínum gömlu félögum en öðrum liðum. „Þetta er var eins og hver annar leikur. Tvö hörkulið sem berjast um að komast í úrslitaeinvígið og spila um stærsta bikarinn,“ sagði Hákon Daði án þess að sína nokkur svipbrigði. „Það er kannski meiri pressa á mig. Ég á kannski að þekkja markmennina og þeir á móti þekkja mig. Stephen (Nielsen) og Kolli (Kolbeinn Aron Arnarson) vörðu nokkra bolta frá mér. Þannig er leikurinn. „Maður getur ekki horft á þetta á annan hátt en að þetta sé bara lið á móti liði. Annars lendir maður bara í vandræðum. Mér fannst ég gera það ágætlega í dag. Þetta getur verið einn af fimm leikjum og ég þarf að halda þessu hugarfari áfram.“ ÍBV byrjaði leikinn af krafti en eftir 13 mínútur lokuðu Haukar vörninni og voru mun sterkari aðilinn í leiknum. „Við byrjuðum aftarlega og þeir náðu að leysa það með að skjóta yfir okkur. Við stigum þá aðeins framar og það kom smá taktur í sóknarleikinn. „Stuðningurinn í báðum stúkum var frábær. Það var vel mætt og svona á þetta að vera í úrslitakeppninni. „Þetta mót er nýtt mót og byggist á því að maður byggi ofan á hvern einasta leik og það sé stígandi í öllum leikjum. Þetta er góð byrjun á því,“ sagði Hákon Daði. Theodór: Getum unnið þetta lið„Við byrjuðum mjög vel en svo dró úr þessu hjá okkur enda að spila á móti toppliði,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson sem fór á kostum og skoraði 13 mörk í leiknum. „Við byrjuðum illa í seinni háfleik og erum að fjúka svolítið útaf sem er dýrt á móti svona góðu liði.“ ÍBV byrjaði mjög vel en skoraði aðeins 14 mörk á 47 síðustu mínútum leiksins sem dugar ekki gegn liði eins og Haukum. „Sóknarleikurinn var alls ekki góður. Við náðum ekki að opna þá og fá þessi færi og skot. Við nýttum skotin okkar ekki heldur nógu vel. Við fáum hraðaupphlaup í bakið sem er dýrt á móti svona liði. „Það þarf að laga margt ef við ætlum að vinna þetta lið. Það er verkefnið framundan. Við höfum marg oft sýnt að við getum unnið þetta lið og við ætlum að sýna það á mánudaginn heima,“ sagði Theodór. Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Haukar lögðu ÍBV 29-24 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta í dag. Jafnt var í hálfleik 13-13. Haukar tóku því 1-0 forystu í einvígi liðanna en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Liðin mætast í öðrum leiknum í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld. Hvíti Riddarinn, stuðningsmannasveit ÍBV, fjölmennti frá Eyjum og lét vel í sér heyra. Hún gaf liði ÍBV mikinn kraft og lyfti liðinu hreinlega í byrjun leiks. ÍBV nýtti sér þennan meðbyr til að byrja leikinn mun betur og ná frumkvæðinu í leiknum. Eftir 13 mínútna leik var ÍBV 10-6 yfir og allt virtist í himnalagi hjá liðinu. Spennustigið virtist stríða Haukum því liðið fór illa með fjölmörg dauðafæri í fyrri hálfleik og fór Stephen Nielsen á kostum í markinu. Síðustu 17 mínútur seinni hálfleiks skoraði ÍBV aðeins þrjú mörk en Haukar sýndu sínar bestu hliðar í vörninni og því kom færa nýtingin ekki að sök og jafnt var í hálfleik. Haukar héldu uppteknum hætti varnarlega í seinni hálfleik auk þess sem liðið skaut betur á markið. Þá fylgdu mörk úr hraðaupphlaupum og sóknarleikurinn var betri. Því sigldu Haukar fram úr og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur þó ÍBV hafi aldrei verið langt undan. Theodór Sigurbjörnsson fór á kostum í liði ÍBV og skoraði 13 mörk. Hákon Daði Styrmisson sem gekk til liðs við Hauka frá ÍBV í janúar skoraði 10 mörk fyrir Hauka en alls skoruðu 9 leikmenn liðsins í leiknum og munar um það. Hákon Daði: Stuðningurinn var frábærHákon Daði Styrmisson gekk til liðs við Hauka frá ÍBV í janúar og þakkaði fyrir sig með 10 mörkum í dag. Hákon vildi þó ekki viðurkenna að honum þætti eitthvað öðruvísi að mæta sínum gömlu félögum en öðrum liðum. „Þetta er var eins og hver annar leikur. Tvö hörkulið sem berjast um að komast í úrslitaeinvígið og spila um stærsta bikarinn,“ sagði Hákon Daði án þess að sína nokkur svipbrigði. „Það er kannski meiri pressa á mig. Ég á kannski að þekkja markmennina og þeir á móti þekkja mig. Stephen (Nielsen) og Kolli (Kolbeinn Aron Arnarson) vörðu nokkra bolta frá mér. Þannig er leikurinn. „Maður getur ekki horft á þetta á annan hátt en að þetta sé bara lið á móti liði. Annars lendir maður bara í vandræðum. Mér fannst ég gera það ágætlega í dag. Þetta getur verið einn af fimm leikjum og ég þarf að halda þessu hugarfari áfram.“ ÍBV byrjaði leikinn af krafti en eftir 13 mínútur lokuðu Haukar vörninni og voru mun sterkari aðilinn í leiknum. „Við byrjuðum aftarlega og þeir náðu að leysa það með að skjóta yfir okkur. Við stigum þá aðeins framar og það kom smá taktur í sóknarleikinn. „Stuðningurinn í báðum stúkum var frábær. Það var vel mætt og svona á þetta að vera í úrslitakeppninni. „Þetta mót er nýtt mót og byggist á því að maður byggi ofan á hvern einasta leik og það sé stígandi í öllum leikjum. Þetta er góð byrjun á því,“ sagði Hákon Daði. Theodór: Getum unnið þetta lið„Við byrjuðum mjög vel en svo dró úr þessu hjá okkur enda að spila á móti toppliði,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson sem fór á kostum og skoraði 13 mörk í leiknum. „Við byrjuðum illa í seinni háfleik og erum að fjúka svolítið útaf sem er dýrt á móti svona góðu liði.“ ÍBV byrjaði mjög vel en skoraði aðeins 14 mörk á 47 síðustu mínútum leiksins sem dugar ekki gegn liði eins og Haukum. „Sóknarleikurinn var alls ekki góður. Við náðum ekki að opna þá og fá þessi færi og skot. Við nýttum skotin okkar ekki heldur nógu vel. Við fáum hraðaupphlaup í bakið sem er dýrt á móti svona liði. „Það þarf að laga margt ef við ætlum að vinna þetta lið. Það er verkefnið framundan. Við höfum marg oft sýnt að við getum unnið þetta lið og við ætlum að sýna það á mánudaginn heima,“ sagði Theodór.
Olís-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn