Haukar eða ÍBV fara alla leið Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2016 06:00 Vísir/Anton Undanúrslitin í Olís-deild karla hefjast í kvöld. Deildarmeistarar Hauka taka á móti ÍBV á Ásvöllum og bikarmeistarar Vals fá Aftureldingu í heimsókn í fyrstu leikjum liðanna. Vinna þarf þrjá til að komast í lokaúrslitin, en Haukar eiga titil að verja.Fréttablaðið fékk Gunnar Andrésson, þjálfara spútnikliðs Gróttu, til að spá í spilin fyrir undanúrslitin. Gunnar kom nýliðum Gróttu í úrslitaleik bikarsins og í úrslitakeppnina.Svakalegt einvígi „Þetta verður svaka rimma. Það er alveg ljóst,“ svarar Gunnar spenntur aðspurður um einvígi Hauka og ÍBV. Haukar unnu tvo af þremur leikjum liðanna í deildakeppninni en veturinn var framan af nokkur vonbrigði fyrir Eyjamenn. „Það þekkir enginn Eyjaliðið betur en Gunnar Magnússon. En á móti má segja að það eru ferskir vindar með Eyjaliðinu. Það er búið að bíða eftir úrslitakeppninni þar sem deildin var vonbrigði fyrir liðið. Að mínu mati verður sigurvegarinn úr þessari rimmu Íslandsmeistari, allavega miðað við spilamennskuna hjá þessum liðum í dag,“ segir Gunnar. Haukarnir eru óumdeilt besta lið landsins en hvað þarf ÍBV að gera til að vinna Hauka þrisvar. „Eyjamenn þurfa að ná upp frábærum leik í Hafnarfirði þar sem allt gengur upp. Það verður samt mjög erfitt því Haukar eru með rútínerað lið. Lykilinn hjá ÍBV verður að vinna fyrsta leikinn í Hafnarfirði og setja þetta einvígi í uppnám. Handboltalega er þetta mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar sem getur ekki annað en ausið Haukaliðið lofi. „Eyjamenn spila væntanlega sína 5-1 vörn en Haukarnir leysa hana vel. Þeir gerðu það í öllum leikjunum á móti okkur þar sem við spiluðum 5-1 og við áttum ekki séns. Haukar var eina liðið sem við unnum ekki. Þetta verður mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar.Hentar Völsurum betur Gunnar er tiltölulega viss um að Valur fari áfram úr einvígi sínu gegn Aftureldingu þrátt fyrir meiðsli Ómars Inga Magnússonar sem er mikið áfall fyrir Hlíðarendapilta. Ólafur Stefánsson verður til taks í úrslitakeppninni og má væntanlega búast við að sjá besta handboltamann Íslandssögunnar taka nokkrar sóknir fyrir Valsliðið. „Ég hef meiri trú á Val. Það er með sterkari hóp og vinnur þetta einvígi,“ segir Gunnar sem hefur engar áhyggjur af Val þrátt fyrir að Framarar hafi farið með þá alla leið í oddaleik. „Það hentar Val mun betur að spila á móti Aftureldingu heldur en Fram. Vörn Framara hentar Val ekkert vel og Valsararnir voru í bölvuðu basli í sóknarleiknum.“ Það er ekki flókið hvað Afturelding þarf að gera til að komast áfram, að mati Gunnars: „Afturelding þarf að spila svakalega góðan varnarleik og fá mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum. Markvarslan er líka lykill,“ segir hann. „Ef Afturelding nær upp uppstilltum leik í sókninni verður þetta 50-50 einvígi en möguleikar Aftureldingar liggja í markvörslu, sterkri vörn og hraðaupphlaupum,“ segir Gunnar Andrésson. Olís-deild karla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Undanúrslitin í Olís-deild karla hefjast í kvöld. Deildarmeistarar Hauka taka á móti ÍBV á Ásvöllum og bikarmeistarar Vals fá Aftureldingu í heimsókn í fyrstu leikjum liðanna. Vinna þarf þrjá til að komast í lokaúrslitin, en Haukar eiga titil að verja.Fréttablaðið fékk Gunnar Andrésson, þjálfara spútnikliðs Gróttu, til að spá í spilin fyrir undanúrslitin. Gunnar kom nýliðum Gróttu í úrslitaleik bikarsins og í úrslitakeppnina.Svakalegt einvígi „Þetta verður svaka rimma. Það er alveg ljóst,“ svarar Gunnar spenntur aðspurður um einvígi Hauka og ÍBV. Haukar unnu tvo af þremur leikjum liðanna í deildakeppninni en veturinn var framan af nokkur vonbrigði fyrir Eyjamenn. „Það þekkir enginn Eyjaliðið betur en Gunnar Magnússon. En á móti má segja að það eru ferskir vindar með Eyjaliðinu. Það er búið að bíða eftir úrslitakeppninni þar sem deildin var vonbrigði fyrir liðið. Að mínu mati verður sigurvegarinn úr þessari rimmu Íslandsmeistari, allavega miðað við spilamennskuna hjá þessum liðum í dag,“ segir Gunnar. Haukarnir eru óumdeilt besta lið landsins en hvað þarf ÍBV að gera til að vinna Hauka þrisvar. „Eyjamenn þurfa að ná upp frábærum leik í Hafnarfirði þar sem allt gengur upp. Það verður samt mjög erfitt því Haukar eru með rútínerað lið. Lykilinn hjá ÍBV verður að vinna fyrsta leikinn í Hafnarfirði og setja þetta einvígi í uppnám. Handboltalega er þetta mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar sem getur ekki annað en ausið Haukaliðið lofi. „Eyjamenn spila væntanlega sína 5-1 vörn en Haukarnir leysa hana vel. Þeir gerðu það í öllum leikjunum á móti okkur þar sem við spiluðum 5-1 og við áttum ekki séns. Haukar var eina liðið sem við unnum ekki. Þetta verður mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar.Hentar Völsurum betur Gunnar er tiltölulega viss um að Valur fari áfram úr einvígi sínu gegn Aftureldingu þrátt fyrir meiðsli Ómars Inga Magnússonar sem er mikið áfall fyrir Hlíðarendapilta. Ólafur Stefánsson verður til taks í úrslitakeppninni og má væntanlega búast við að sjá besta handboltamann Íslandssögunnar taka nokkrar sóknir fyrir Valsliðið. „Ég hef meiri trú á Val. Það er með sterkari hóp og vinnur þetta einvígi,“ segir Gunnar sem hefur engar áhyggjur af Val þrátt fyrir að Framarar hafi farið með þá alla leið í oddaleik. „Það hentar Val mun betur að spila á móti Aftureldingu heldur en Fram. Vörn Framara hentar Val ekkert vel og Valsararnir voru í bölvuðu basli í sóknarleiknum.“ Það er ekki flókið hvað Afturelding þarf að gera til að komast áfram, að mati Gunnars: „Afturelding þarf að spila svakalega góðan varnarleik og fá mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum. Markvarslan er líka lykill,“ segir hann. „Ef Afturelding nær upp uppstilltum leik í sókninni verður þetta 50-50 einvígi en möguleikar Aftureldingar liggja í markvörslu, sterkri vörn og hraðaupphlaupum,“ segir Gunnar Andrésson.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti