Er Fiat einnig með svindlhugbúnað? Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2016 16:25 Er Fiat í slæmum málum nú? Síðasti bílaframleiðandi til að vera grunaður um að hafa svindlhugbúnað í dísilbílum sínum er Fiat. Sá grunur gæti virst á rökum reistur í ljósi þess að hugbúnaður í bílum Fiat slekkur á mengunarvarnarbúnaði þeirra eftir 22 mínútur en það tekur um 20 mínútur að gera mengunvarnarpróf á til þess ætluðum prufunarrúllum. Því er þessi búnaður ekki eins úr garði gerður og hjá Volkswagen að hann skynji þegar bílarnir eru mældir á rúllum heldur treystir hann á klukku. Það er þýska blaðið Bild am Sonntag sem greinir fyrst allra frá þessum gruni og að í Þýskalandi sé verið að gera kannanir á bílum Fiat eftir að þetta uppgötvaðist í Fiat 500X bíl. Bild am Sonntag segir að þessar kannanir á bílum Fiat hafi verið gerðar eftir ábendingar Bosch, en það fyrirtæki útbjó þann svindlhugbúnað sem notaður var svo í bíla Volkswagen. Fiat vísar öllum ásökunum á bug að segir að í innri skoðun hjá fyrirtækinu hafi komið í ljós að ekkert gruggugt væri við uppsetningu dísilbíla þeirra. Það verður því að koma í ljós hvort þetta mál hafi einhverja eftirmála. Það er þó eitthvað undarlegt við það að bílar Fiat mengi meira heitir en kaldir og mengun þeirra breytist stórvægilega eftir 22 mínútna akstur. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent
Síðasti bílaframleiðandi til að vera grunaður um að hafa svindlhugbúnað í dísilbílum sínum er Fiat. Sá grunur gæti virst á rökum reistur í ljósi þess að hugbúnaður í bílum Fiat slekkur á mengunarvarnarbúnaði þeirra eftir 22 mínútur en það tekur um 20 mínútur að gera mengunvarnarpróf á til þess ætluðum prufunarrúllum. Því er þessi búnaður ekki eins úr garði gerður og hjá Volkswagen að hann skynji þegar bílarnir eru mældir á rúllum heldur treystir hann á klukku. Það er þýska blaðið Bild am Sonntag sem greinir fyrst allra frá þessum gruni og að í Þýskalandi sé verið að gera kannanir á bílum Fiat eftir að þetta uppgötvaðist í Fiat 500X bíl. Bild am Sonntag segir að þessar kannanir á bílum Fiat hafi verið gerðar eftir ábendingar Bosch, en það fyrirtæki útbjó þann svindlhugbúnað sem notaður var svo í bíla Volkswagen. Fiat vísar öllum ásökunum á bug að segir að í innri skoðun hjá fyrirtækinu hafi komið í ljós að ekkert gruggugt væri við uppsetningu dísilbíla þeirra. Það verður því að koma í ljós hvort þetta mál hafi einhverja eftirmála. Það er þó eitthvað undarlegt við það að bílar Fiat mengi meira heitir en kaldir og mengun þeirra breytist stórvægilega eftir 22 mínútna akstur.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent