Andlitslyftur Lexus IS í Peking Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 11:13 Andlitslyftur Lexus IS. Nú er bílasýningin í Peking hafin og margir bílaframleiðendur frumsýna nýja bíla sína þar. Einn slíkra bíla er endusköpuð útgáfa Lexus IS sem hefur nú fengið andlitslyftingu og því ekki um nýja kynslóð bílsins að ræða, sem kom fram árið 2013. Það sem helst einkennir breytinguna á þessum bíl er að grillið og loftinntökin að framan hafa stækkað og er það í takti við aðrar nýlegar gerðir Lexus bíla. Framljósin hafa einnig breyst og eru nú orðin L-laga. Línurnar á hliðum bílsins hafa verið skerptar og fær hann fyrir vikið sterkari karaktereinkenni. Lexus segir að breytingarnar á bílnum eigi að verða til þess að bíllinn sýnist á ferð þrátt fyrir að standa kyrr, eitthvað sem oft hefur reyndar heyrst í bílaheiminum. Upplýsingaskjárinn í bílnum stækkar úr 7 tommum í 10,3 tommur og skerpa hans aukin með hærri upplausn. Að öðru leiti er innrétting bílsins eins þó svo smávægilegra breytinga gæti. Bíllinn er áfram með 3 vélarkosti. Í IS200t er 241 hestafla fjögurra strokka vél með forþjöppu. IS300 er með 255 hestafla V6 vél og IS350 með 306 hestafla 3,5 lítra V6 vél. Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent
Nú er bílasýningin í Peking hafin og margir bílaframleiðendur frumsýna nýja bíla sína þar. Einn slíkra bíla er endusköpuð útgáfa Lexus IS sem hefur nú fengið andlitslyftingu og því ekki um nýja kynslóð bílsins að ræða, sem kom fram árið 2013. Það sem helst einkennir breytinguna á þessum bíl er að grillið og loftinntökin að framan hafa stækkað og er það í takti við aðrar nýlegar gerðir Lexus bíla. Framljósin hafa einnig breyst og eru nú orðin L-laga. Línurnar á hliðum bílsins hafa verið skerptar og fær hann fyrir vikið sterkari karaktereinkenni. Lexus segir að breytingarnar á bílnum eigi að verða til þess að bíllinn sýnist á ferð þrátt fyrir að standa kyrr, eitthvað sem oft hefur reyndar heyrst í bílaheiminum. Upplýsingaskjárinn í bílnum stækkar úr 7 tommum í 10,3 tommur og skerpa hans aukin með hærri upplausn. Að öðru leiti er innrétting bílsins eins þó svo smávægilegra breytinga gæti. Bíllinn er áfram með 3 vélarkosti. Í IS200t er 241 hestafla fjögurra strokka vél með forþjöppu. IS300 er með 255 hestafla V6 vél og IS350 með 306 hestafla 3,5 lítra V6 vél.
Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent