Mitsubishi viðurkennir að hafa falsað eyðslutölur síðan 1991 Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2016 09:39 Mitsubishi Lancer Evolution. worldcarfans Þær halda áfram játningar bílaframleiðenda um falsaðar eyðslutölur og lítið lát virðist vera á slíkum fréttum þessa dagana. Í síðustu viku viðurkenndi Mitsubishi bílaframleiðandinn að hafa falsað eyðslutölur fjögurra bíltegunda fyrir Japansmarkað, en tveir af þessum bílum voru einnig seldir undir merkjum Nissan. Í fyrradag viðurkenndi svo Mitsubishi að hafa síðan 1991 notast við eigið eyðslumælingarpróf sem að skilaði hagstæðari tölum en það sem var viðurkennt af japanska ríkinu. Mitsubishi hefur einnig viðurkennt að innanhúspróf frá 2001 hafi leitt í ljós 2,3% mun á prófunum þeirra og japanska ríkisins og að þrátt fyrir að í handbók fyrirtækisins frá 2007 segi að notast eigi við viðurkennda prófið, hafi það ekki verið gert. Mitsubishi hefur sett á fót sérstaka nefnd til að skoða betur málið, og þá einnig bíla fyrir markaði utan Japan með sérstaka áherslu á Bandaríkjamarkað. Það er bílavefurinn billinn.is sem greinir frá þessu. Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Þær halda áfram játningar bílaframleiðenda um falsaðar eyðslutölur og lítið lát virðist vera á slíkum fréttum þessa dagana. Í síðustu viku viðurkenndi Mitsubishi bílaframleiðandinn að hafa falsað eyðslutölur fjögurra bíltegunda fyrir Japansmarkað, en tveir af þessum bílum voru einnig seldir undir merkjum Nissan. Í fyrradag viðurkenndi svo Mitsubishi að hafa síðan 1991 notast við eigið eyðslumælingarpróf sem að skilaði hagstæðari tölum en það sem var viðurkennt af japanska ríkinu. Mitsubishi hefur einnig viðurkennt að innanhúspróf frá 2001 hafi leitt í ljós 2,3% mun á prófunum þeirra og japanska ríkisins og að þrátt fyrir að í handbók fyrirtækisins frá 2007 segi að notast eigi við viðurkennda prófið, hafi það ekki verið gert. Mitsubishi hefur sett á fót sérstaka nefnd til að skoða betur málið, og þá einnig bíla fyrir markaði utan Japan með sérstaka áherslu á Bandaríkjamarkað. Það er bílavefurinn billinn.is sem greinir frá þessu.
Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent