Rússneskur auðjöfur kaupir 99% í Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2016 16:19 Aksturskeppni í gangi á Nürburgring brautinni. Síðustu ár hafa verið eigendum þýsku akstursbrautarinnar Nürburgring erfið og hver aðilinn á fætur öðrum hefur reynt að kaupa brautina þekktu fyrir lítið fé, en rekstur hennar hefur verið í járnum í nokkurn tíma. Nú hefur hinsvegar Rússinn Viktor Kharitonin keypt 99% hlutafjár í brautinni. Allt stefndi fyrir það í að fyrirtækið Capricorn Development frá Düsseldorf keypti brautina, en fyrirtækið stóð ekki við greiðslur. Með Capricorn var Getspeed Performance sem átti að eiga mikinn minnihluta. Það 1% sem eftir stendur verður einmitt í eigu Getspeed Performance. Kaupverð Kharitonin er sagt vera 10,8 milljarðar króna. Lengi hefur staðið til að fá Formúlu 1 kappakstur aftur á Nürburgring brautina en fjárhagslega veik staða fyrri eigenda hefur komið í veg fyrir það. Það gæti breyst nú og Kharitonin á víst í viðræðum við Bernie Ecclestone um að efna til Formúlu 1 kappaksturs á brautinni á næsta ári. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent
Síðustu ár hafa verið eigendum þýsku akstursbrautarinnar Nürburgring erfið og hver aðilinn á fætur öðrum hefur reynt að kaupa brautina þekktu fyrir lítið fé, en rekstur hennar hefur verið í járnum í nokkurn tíma. Nú hefur hinsvegar Rússinn Viktor Kharitonin keypt 99% hlutafjár í brautinni. Allt stefndi fyrir það í að fyrirtækið Capricorn Development frá Düsseldorf keypti brautina, en fyrirtækið stóð ekki við greiðslur. Með Capricorn var Getspeed Performance sem átti að eiga mikinn minnihluta. Það 1% sem eftir stendur verður einmitt í eigu Getspeed Performance. Kaupverð Kharitonin er sagt vera 10,8 milljarðar króna. Lengi hefur staðið til að fá Formúlu 1 kappakstur aftur á Nürburgring brautina en fjárhagslega veik staða fyrri eigenda hefur komið í veg fyrir það. Það gæti breyst nú og Kharitonin á víst í viðræðum við Bernie Ecclestone um að efna til Formúlu 1 kappaksturs á brautinni á næsta ári.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent