Íslenski landsliðsmaðurinn hefur farið á kostum með liði sínu Swansea seinni hluta tímabils í ensku úrvalsdeildinni og skorað níu mörk, en hann er helsta ástæða þess að liðið heldur sæti sínu í deildinni.
Gylfi Þór settist niður með slóvakíska blaðamanninum Lukas Vráblik þegar landsliðið heimsótti Slóvakíu og spilaði vináttuleik við heimamenn undir lok síðasta árs en viðtalið birtist í bresku útgáfu stærsta fótboltatímarits heims, Four Four Two, í byrjun árs.

Fimm leyndarmál Gylfa Þórs:
Númer 1: Mældu út hvað þú ert langt frá markinu
Númer 2: Gerðu heimavinnuna þína
Númer 3: Komdu þér upp rútínu
Númer 4: Einbeittu þér að boltanum
Númer 5: Endurtekningar, endurtekningar
Gylfi Þór útskýrir þetta frekar í Four Four Two en hann er, samkvæmt tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar, einn besti leikmaður deildarinnar þegar kemur að því að taka aukaspyrnur.
Hér að neðan má sjá nokkrar af hans bestu fyrir Swansea.