Hönnuður Volt segir að Tesla mun tapa á hverjum seldum Model 3 bíl Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 10:27 Tesla Model 3 kynntur í Kaliforníu um daginn. Einn af hönnuðum Chevrolet Volt rafmagnsbílsins, sem nú er hættur störfum hjá Chevrolet, segir að útilokað sé að Tesla muni hagnast á framleiðslu tilvonandi Tesla Model 3 bíls síns sem kosta á 35.000 dollara. Ástæða þess sé að kostnaður hvers kílówatts af rafhlöðum sé of mikill til að réttlæta þetta lága verð. Hann segir að kostnaður við hvert kílówatt hjá Tesla sé líklega um 190 dollarar en Tesla Model 3 á að hafa 60 kWh rafhlöður og því kosti rafhlöðurnar í bílinn 11.400 dollara. Reyndar er kostnaður flestra annarra bílafyrirtækja sem framleiða rafmagnsbíla um 260 dollarar á hvert kílówatt. Einn starfsmaður Tesla hefur hinsvegar bent á að Tesla hafi náð að minnka kostnaðinn við hvert kílówatt niður fyrir 190 dollara og því geti Tesla réttlætt þetta verð á bílnum og geti hagnast á hverjum seldum bíl. Að auki þurfi Tesla Model S ekki svo stóra rafhlöðu sem 60 kWh til að komast þá 350 kílómetra sem honum er ætlað á fullri hleðslu. Chevrolet Volt á að komast 320 kílómetra á fullri hleðslu og notar til þess 60 kWh rafhlöður. Þá er bara sú spurning eftir hvor þeirra hefur rétt fyrir sér en víst er þó að hagnaður af hverjum seldum Tesla Model 3 bíl verður ekki ýkja mikill. Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent
Einn af hönnuðum Chevrolet Volt rafmagnsbílsins, sem nú er hættur störfum hjá Chevrolet, segir að útilokað sé að Tesla muni hagnast á framleiðslu tilvonandi Tesla Model 3 bíls síns sem kosta á 35.000 dollara. Ástæða þess sé að kostnaður hvers kílówatts af rafhlöðum sé of mikill til að réttlæta þetta lága verð. Hann segir að kostnaður við hvert kílówatt hjá Tesla sé líklega um 190 dollarar en Tesla Model 3 á að hafa 60 kWh rafhlöður og því kosti rafhlöðurnar í bílinn 11.400 dollara. Reyndar er kostnaður flestra annarra bílafyrirtækja sem framleiða rafmagnsbíla um 260 dollarar á hvert kílówatt. Einn starfsmaður Tesla hefur hinsvegar bent á að Tesla hafi náð að minnka kostnaðinn við hvert kílówatt niður fyrir 190 dollara og því geti Tesla réttlætt þetta verð á bílnum og geti hagnast á hverjum seldum bíl. Að auki þurfi Tesla Model S ekki svo stóra rafhlöðu sem 60 kWh til að komast þá 350 kílómetra sem honum er ætlað á fullri hleðslu. Chevrolet Volt á að komast 320 kílómetra á fullri hleðslu og notar til þess 60 kWh rafhlöður. Þá er bara sú spurning eftir hvor þeirra hefur rétt fyrir sér en víst er þó að hagnaður af hverjum seldum Tesla Model 3 bíl verður ekki ýkja mikill.
Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent