Bílabúð Benna í Eyjum um helgina Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 13:48 Opel Astra verður í Eyjum. Bílabúð Benna heimsækir Vestmannaeyjar um helgina með glæsilegan bílaflota og slær upp sýningu við Nethamra. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að til sýnis verði Opel, Chevrolet og SsangYong bílar. Frá Opel ber hæst frumsýning í Eyjum á nýkjörnum Bíl ársins, Opel Astra, aðrar gerðir frá Opel eru flaggskipið Insignia, sportjeppinn Mokka og töffarinn Corsa. Frá Chevrolet verður flaggað hinum fallega Cruze og metsölubílnum Spark. Þá verða líka með í ferð hörku jepparnir Korando og Rexton frá SsangYong, sem vakið hafa athygli fyrir gæði og frábært verð. Bílasýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, laugardaginn 30. apríl, frá kl: 11:00 – 16:00 og sunnudaginn 1. maí, frá kl. 11:00 til 14:00. Allir eru hjartanlega velkomnir. Heitt verður á könnunni og bakkelsi á borðum. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent
Bílabúð Benna heimsækir Vestmannaeyjar um helgina með glæsilegan bílaflota og slær upp sýningu við Nethamra. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að til sýnis verði Opel, Chevrolet og SsangYong bílar. Frá Opel ber hæst frumsýning í Eyjum á nýkjörnum Bíl ársins, Opel Astra, aðrar gerðir frá Opel eru flaggskipið Insignia, sportjeppinn Mokka og töffarinn Corsa. Frá Chevrolet verður flaggað hinum fallega Cruze og metsölubílnum Spark. Þá verða líka með í ferð hörku jepparnir Korando og Rexton frá SsangYong, sem vakið hafa athygli fyrir gæði og frábært verð. Bílasýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, laugardaginn 30. apríl, frá kl: 11:00 – 16:00 og sunnudaginn 1. maí, frá kl. 11:00 til 14:00. Allir eru hjartanlega velkomnir. Heitt verður á könnunni og bakkelsi á borðum.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent