Ford með methagnað Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 16:50 Ford Fiesta. Bílaframleiðandinn Ford hefur aldrei hagnast meira á fyrsta ársfjórðingi sem nú og var hagnaðurinn helmingi meiri en í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta nam 471 milljarði en 310 milljarði eftir skatta. Hagnaður af veltu var einnig hár, eða 9,8%. Það sem helst skýrir þennan ágæt hagnað er mikil sala í pallbílum, jeppum og jepplingum Ford. Sala bíla í mars í Bandaríkjunum olli vonbrigðum og átti það líka við hjá Ford en hún hefur aftur tekið kipp nú í apríl og eins og í fyrra stefnir í mjög góða sölu bíla þar vestanhafs. Var hún 17,5 milljón bílar í fyrra og stefnir í álíka tölu í ár. Hagnaður Ford var verulega umfram væntingar markaðarins og hagnaður á hvern hlut í Ford varð miklu meiri en spáð var. Hann var nú 0,68 dollarar á hlut en var 0,39 dollarar í fyrra. Þessi fyrsti ársfjórðungur er sá fjórði í röðinni hjá Ford þar sem salan eykst í Evrópu eftir langan tíma stöðnunar í sölu Ford bíla þar. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent
Bílaframleiðandinn Ford hefur aldrei hagnast meira á fyrsta ársfjórðingi sem nú og var hagnaðurinn helmingi meiri en í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta nam 471 milljarði en 310 milljarði eftir skatta. Hagnaður af veltu var einnig hár, eða 9,8%. Það sem helst skýrir þennan ágæt hagnað er mikil sala í pallbílum, jeppum og jepplingum Ford. Sala bíla í mars í Bandaríkjunum olli vonbrigðum og átti það líka við hjá Ford en hún hefur aftur tekið kipp nú í apríl og eins og í fyrra stefnir í mjög góða sölu bíla þar vestanhafs. Var hún 17,5 milljón bílar í fyrra og stefnir í álíka tölu í ár. Hagnaður Ford var verulega umfram væntingar markaðarins og hagnaður á hvern hlut í Ford varð miklu meiri en spáð var. Hann var nú 0,68 dollarar á hlut en var 0,39 dollarar í fyrra. Þessi fyrsti ársfjórðungur er sá fjórði í röðinni hjá Ford þar sem salan eykst í Evrópu eftir langan tíma stöðnunar í sölu Ford bíla þar.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent