Ford með methagnað Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 16:50 Ford Fiesta. Bílaframleiðandinn Ford hefur aldrei hagnast meira á fyrsta ársfjórðingi sem nú og var hagnaðurinn helmingi meiri en í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta nam 471 milljarði en 310 milljarði eftir skatta. Hagnaður af veltu var einnig hár, eða 9,8%. Það sem helst skýrir þennan ágæt hagnað er mikil sala í pallbílum, jeppum og jepplingum Ford. Sala bíla í mars í Bandaríkjunum olli vonbrigðum og átti það líka við hjá Ford en hún hefur aftur tekið kipp nú í apríl og eins og í fyrra stefnir í mjög góða sölu bíla þar vestanhafs. Var hún 17,5 milljón bílar í fyrra og stefnir í álíka tölu í ár. Hagnaður Ford var verulega umfram væntingar markaðarins og hagnaður á hvern hlut í Ford varð miklu meiri en spáð var. Hann var nú 0,68 dollarar á hlut en var 0,39 dollarar í fyrra. Þessi fyrsti ársfjórðungur er sá fjórði í röðinni hjá Ford þar sem salan eykst í Evrópu eftir langan tíma stöðnunar í sölu Ford bíla þar. Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent
Bílaframleiðandinn Ford hefur aldrei hagnast meira á fyrsta ársfjórðingi sem nú og var hagnaðurinn helmingi meiri en í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta nam 471 milljarði en 310 milljarði eftir skatta. Hagnaður af veltu var einnig hár, eða 9,8%. Það sem helst skýrir þennan ágæt hagnað er mikil sala í pallbílum, jeppum og jepplingum Ford. Sala bíla í mars í Bandaríkjunum olli vonbrigðum og átti það líka við hjá Ford en hún hefur aftur tekið kipp nú í apríl og eins og í fyrra stefnir í mjög góða sölu bíla þar vestanhafs. Var hún 17,5 milljón bílar í fyrra og stefnir í álíka tölu í ár. Hagnaður Ford var verulega umfram væntingar markaðarins og hagnaður á hvern hlut í Ford varð miklu meiri en spáð var. Hann var nú 0,68 dollarar á hlut en var 0,39 dollarar í fyrra. Þessi fyrsti ársfjórðungur er sá fjórði í röðinni hjá Ford þar sem salan eykst í Evrópu eftir langan tíma stöðnunar í sölu Ford bíla þar.
Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent