Veiðimaðurinn opnar á ný Karl Lúðvíksson skrifar 29. apríl 2016 09:21 Veiðimaðurinn er elsta veiðiverslun landsins en sögu hennar má rekja til ársins 1938 þegar Albert Erlingsson stofnaði Veiðiflugugerðina að Brávallagötu 48. Síðar flutti Albert starfsemina, fyrst á Lækjartorg og síðar í Hafnarstræti og breytti nafninu í Veiðimaðurinn. Í mörg ár var Veiðimaðurinn starfræktur í Hafnarstræti 22 en síðar Hafnarstræti 5 og var verslunin á þeim tíma aðalverslun erlendra veiðimanna sem sóttu landið til laxveiða. Í ársbyrjun 1998 stofnuðu María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon félagið Bráð ehf. og keyptu verslunina í Hafnarstræti 5. Verslunin var rekin þar fram til haustsins 2008. Síðan þá hefur Veiðimaðurinn legið að mestu í dvala nema á netinu þar til nú að Veiðimaðurinn býður fram þjónustu sína á ný að Krókhálsi 4, í leiðinni úr bænum. Af því tilefni verður opnunarhátíð frá 12 til 16, sunnudaginn 1. maí að Krókhálsi 4 þar sem áður var rekinn Veiðilagerinn. Veiðimenn og viðskiptavinir eru boðnir velkomnir að samfagna með Veiðimanninum. Sérstök opnunartilboð verða í gangi á sérvöldum vörum, veitingar verða í boði og happdrætti með glæsilegum vinningum sem eru Einarsson fluguhjól, Sage flugustöng og Simms vöðlupakki. Veiðimaðurinn mun þjóna bæði stangaveiðimönnum og skotveiðimönnum. Fyrst um sinn liggur áherslan á stangaveiði en skotveiðin bætist við þegar líða tekur á sumarið. Meðal helstu merkja Veiðimannsins verða Sage, Simms, Redington, Daiwa, Einarsson, Rio, DAM, Lamson og fleiri. Fagnaðu sumrinu, njóttu veitinga, hittu veiðimenn, vertu heppinn og segðu veiðisögur með Veiðimanninum á Krókhálsi 4 þann fyrsta maí á milli 12 og 16. Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði
Veiðimaðurinn er elsta veiðiverslun landsins en sögu hennar má rekja til ársins 1938 þegar Albert Erlingsson stofnaði Veiðiflugugerðina að Brávallagötu 48. Síðar flutti Albert starfsemina, fyrst á Lækjartorg og síðar í Hafnarstræti og breytti nafninu í Veiðimaðurinn. Í mörg ár var Veiðimaðurinn starfræktur í Hafnarstræti 22 en síðar Hafnarstræti 5 og var verslunin á þeim tíma aðalverslun erlendra veiðimanna sem sóttu landið til laxveiða. Í ársbyrjun 1998 stofnuðu María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon félagið Bráð ehf. og keyptu verslunina í Hafnarstræti 5. Verslunin var rekin þar fram til haustsins 2008. Síðan þá hefur Veiðimaðurinn legið að mestu í dvala nema á netinu þar til nú að Veiðimaðurinn býður fram þjónustu sína á ný að Krókhálsi 4, í leiðinni úr bænum. Af því tilefni verður opnunarhátíð frá 12 til 16, sunnudaginn 1. maí að Krókhálsi 4 þar sem áður var rekinn Veiðilagerinn. Veiðimenn og viðskiptavinir eru boðnir velkomnir að samfagna með Veiðimanninum. Sérstök opnunartilboð verða í gangi á sérvöldum vörum, veitingar verða í boði og happdrætti með glæsilegum vinningum sem eru Einarsson fluguhjól, Sage flugustöng og Simms vöðlupakki. Veiðimaðurinn mun þjóna bæði stangaveiðimönnum og skotveiðimönnum. Fyrst um sinn liggur áherslan á stangaveiði en skotveiðin bætist við þegar líða tekur á sumarið. Meðal helstu merkja Veiðimannsins verða Sage, Simms, Redington, Daiwa, Einarsson, Rio, DAM, Lamson og fleiri. Fagnaðu sumrinu, njóttu veitinga, hittu veiðimenn, vertu heppinn og segðu veiðisögur með Veiðimanninum á Krókhálsi 4 þann fyrsta maí á milli 12 og 16.
Mest lesið Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði