Tökur á Fast 8 halda áfram á Kúbu Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2016 09:59 Héðan frá Íslandi fór tökulið Fast & Furious myndarinnar til Kúbu til að taka upp atriði í myndinni. Svo virðist sem víða verði komið við í upptökum á þessari mynd sem Íslendingar bíða eftir með eftirvæntingu eins og ávallt þegar stórmyndir eru að hluta til teknar upp hérlendis. Tökurnar á Kúbu fara fram í Havana. Þar er meðal annars Mercedes Benz M-Class jeppis sem tökubíll sem eltir bílana sem þeyst er um á á götu Havana borgar. Líklegt má telja að antikbílar þeir sem finna má á Kúbu, eftir langvarandi innflutningbann á bílum frá Bandaríkjunum, verði í aðalhlutverki í tökunum á Kúbu. Tökur á Fast & Furious myndinni á Kúbu markar þau tímamót að hún er fyrsta Hollywood kvikmyndin sem tekin er upp á Kúbu síðan þiðnaði á milli þjóðanna í samskiptum og innflutningsbanninu var aflétt. Vin Diesel, Michelle Rodriguez, Dwayne “The Rock” Johnson, Tyrese Gibson, Chris “Ludacris” Bridges, Lucas Black, Kurt Russell, Eva Mendes og Jason Statham eru öll stödd við tökurnar á myndinni á Kúbu nú. Í myndinni leika einnig Charlize Theron og Scott Eastwood, sonur Clint Eastwood. Frumsýning myndarinnar er sett þann 14. apríl á næsta ári svo biðin eftir henni er um eitt ár. Í myndskeiðinu hér að ofan sést frá upptökunum á Kúbu. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent
Héðan frá Íslandi fór tökulið Fast & Furious myndarinnar til Kúbu til að taka upp atriði í myndinni. Svo virðist sem víða verði komið við í upptökum á þessari mynd sem Íslendingar bíða eftir með eftirvæntingu eins og ávallt þegar stórmyndir eru að hluta til teknar upp hérlendis. Tökurnar á Kúbu fara fram í Havana. Þar er meðal annars Mercedes Benz M-Class jeppis sem tökubíll sem eltir bílana sem þeyst er um á á götu Havana borgar. Líklegt má telja að antikbílar þeir sem finna má á Kúbu, eftir langvarandi innflutningbann á bílum frá Bandaríkjunum, verði í aðalhlutverki í tökunum á Kúbu. Tökur á Fast & Furious myndinni á Kúbu markar þau tímamót að hún er fyrsta Hollywood kvikmyndin sem tekin er upp á Kúbu síðan þiðnaði á milli þjóðanna í samskiptum og innflutningsbanninu var aflétt. Vin Diesel, Michelle Rodriguez, Dwayne “The Rock” Johnson, Tyrese Gibson, Chris “Ludacris” Bridges, Lucas Black, Kurt Russell, Eva Mendes og Jason Statham eru öll stödd við tökurnar á myndinni á Kúbu nú. Í myndinni leika einnig Charlize Theron og Scott Eastwood, sonur Clint Eastwood. Frumsýning myndarinnar er sett þann 14. apríl á næsta ári svo biðin eftir henni er um eitt ár. Í myndskeiðinu hér að ofan sést frá upptökunum á Kúbu.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent