Ford að smíða samkeppnisbíl Tesla og Bolt Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2016 10:48 Ford Fiesta Plug-In-Hybrid. Á síðasta ári var haft eftir forsvarsmönnum Ford að fyrirtækið hefði lagt til 550 milljarða króna til þróunar 13 tvinnbílum og rafmagnsbílum til ársins 2020. Nú hefur einn af háttsettustu mönnum innan Ford sagt að fyrirtækið vinni nú að smíði rafmagnsbíls með svipaða drægni og Tesla Model 3 og Chevrolet Volt bílarnir. Það þýðir að hann á að komast ríflega 300 kílómetra á fullri hleðslu. Ford ætlar að verða eitt þeirra fyrirtækja sem mun taka forystuna í smíði langdrægra rafmagnsbíla og með því taka þátt í þeirri þróun fjölmargra bílaframleiðenda sem sér framtíðina í smíði slíkra bíla. Þetta er fyrsta sinni sem Ford viðurkennir að það muni fara í samkeppni við Tesla og í leiðinni Chevrolet Volt rafmagnsbílinn. Ford minntist ekki á neinar tímasetningar í þessu sambandi en heimildir herma að Ford muni hefja fjöldaframleiðslu þannig bíls í Mexíkó árið 2019. Eitt er þó víst, Ford hefur vel efni á því að eyða miklum peningum í þróun rafmagnsbíla ef marka má þann ágæta hagnað sem á strafsemi Ford er nú, en í gær var hér greint frá methagnaði fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Á síðasta ári var haft eftir forsvarsmönnum Ford að fyrirtækið hefði lagt til 550 milljarða króna til þróunar 13 tvinnbílum og rafmagnsbílum til ársins 2020. Nú hefur einn af háttsettustu mönnum innan Ford sagt að fyrirtækið vinni nú að smíði rafmagnsbíls með svipaða drægni og Tesla Model 3 og Chevrolet Volt bílarnir. Það þýðir að hann á að komast ríflega 300 kílómetra á fullri hleðslu. Ford ætlar að verða eitt þeirra fyrirtækja sem mun taka forystuna í smíði langdrægra rafmagnsbíla og með því taka þátt í þeirri þróun fjölmargra bílaframleiðenda sem sér framtíðina í smíði slíkra bíla. Þetta er fyrsta sinni sem Ford viðurkennir að það muni fara í samkeppni við Tesla og í leiðinni Chevrolet Volt rafmagnsbílinn. Ford minntist ekki á neinar tímasetningar í þessu sambandi en heimildir herma að Ford muni hefja fjöldaframleiðslu þannig bíls í Mexíkó árið 2019. Eitt er þó víst, Ford hefur vel efni á því að eyða miklum peningum í þróun rafmagnsbíla ef marka má þann ágæta hagnað sem á strafsemi Ford er nú, en í gær var hér greint frá methagnaði fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent